Heimsmynd - 01.06.1987, Side 126

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 126
Eðlileg afleiðing þessa er mikil þörf fólks til að stilla þessum húsgögnum upp í hvítsterkjuðum íbúðum sínum sem nokkurs konar stöðutákni. Þar öðlast húsgögnin fullkomnun sem eins konar skúlptúr og andsnúið umhverfið undir- strikar fjarlægð þeirra frá uppruna sínum eins og þegar Marcel Duchamp stillti upp karlmígildinu á listasafni í New York. Það er skemmtilegt að virða fyrir sér hvernig þessi hvörf hafa þróast í hug- myndaþroska okkar, þegar maður gerir sér grein fyrir að ætíð er til dæmis um sama stólinn að ræða að forminu til, allt frá því hann var settur upp í einhverju húsa Mackintosh þar til mynd af honum birtist í híbýlistímariti sem hluti af upp- stillingu í uppaíbúð. Stóllinn breytist ekki neitt, heldur aðeins hvernig við horfum á hann. f upphafi var hann hug- arfóstur arkitektsins og notendum líkaði eða líkaði ekki við hann sem slíkan. Síð- an varð húsið þekkt meðal þeirra sem fylgdust með nútímahönnun þess tíma og þá stóllinn líka og þar á eftir hefur allt klabbið orðið púkalegt og fallið í gleymsku allra nema notenda og örfárra, sem nutu fegurðar hans án nokkurra fé- lagsmótaðra aðstæðna. í tímans rás fór mönnum að þykja ástæða til að setja stólinn á stall og það voru ítalskir framleiðendur sem fjölföld- uðu hann og markaðssettu þó á þröngum markaði væri og nú er stólinn orðinn að stöðutákni. Ég spái því að örlög hans verði hin sömu og sumra stólanna eftir Marcel Brauer sem voru nógu sjaldgæfir milli 1970 og 1980 til að það væri flott að eiga einn slíkan, en núna þegar hægt er að fá eftirlíkingar í húsgagna-stórmörk- uðum, þá eru þeir að verða púkalegir aftur. Það virðist sem dönsku húsgögnin, hönnuð af Jacobsen og fleirum á árunum milli 1950 og 1960, séu næst í röðinni og verður gaman að fylgjast með þeim í íbúðum og innréttingum. Charles Rennie Mackintosh fæddist í Glasgow þann 7. júní 1868 og átti ekkert öðruvísi æsku en hver annar, en hann var staðráðinn í því að verða arkitekt mjög snemma. Hann stundaði það mikið að þvælast um með teikniblokk í hendi og teikna blóm og byggingar, sem var aðal- stællinn í þá daga fyrir þá sem þóttust vera listfengir, athugulir og ætluðu í æðri menntun. í raun virðist hann hafa lifað hinu rétta lífi upprennandi arkitekts og aðeins sextán ára var hann farinn að vinna á vinnustofu arkitekta og byrjaður að stunda kvöldnámskeið í listaskóla Glasgow-borgar. Arkitektúrmenntun á þeim tíma fólst í því að vinna hjá ein- hverjum arkitekt sem teiknari og á þann hátt læra í starfi það sem nauðsynlegt var, en þetta gerði það að verkum að auðfallið var í þá gryfju að endurtaka eingöngu eldri form og uppskipun eldri mannanna. Það þurfti því nokkurt áræði til að koma með nýjungar þar sem ekki var ýtt undir slíkt á nokkurn hátt, and- stætt við nútímann þegar enginn má hanna neitt hefðbundið heldur verður ætíð að koma með eitthvað ferskt, jafn- vel þótt hið eldra þjóni tilgangi sínum fullkomlega. Mackintosh var heppinn þegar hann, tuttugu og eins árs gamall, fékk vinnu hjá stórri teiknistofu í Glasgow. Það var það mikið að gera þar að minniháttar verk voru látin alfarið í hendur yngri teiknar- anna, án mikilla afskipta yfirmanna, sem voru uppteknir við eigin verk. Þannig fékk Mackintosh að vinna sjálfstætt. Það spurðist fljótlega út að þar færi hug- myndaríkur og stflfágaður arkitekt. Ennfremur var listaskóli Glasgow-borgar þekktur þessa dagana fyrir áhuga á nýrri stefnum í listum og lögð var áhersla á notkun mótífa frá náttúrunni ásamt notk- un efna í samræmi við hið sanna eðli þeirra. Nokkurs konar uppruni módern- ismans, upprunninn í þörf fyrir túlkun á hinu raunsæja og sanna í anda forvera Rafaels, sem þá voru mikils metnir á Bretlandi. Mackintosh var fjórðungur af klíku sem kallaði sig Hin fjögur og hélt sýningu árið 1896 á frumlegum húsgögnum og grafík. í klíkunni voru, auk Mackintosh, samstarfsmaður hans, Herbert McNair, og systur tvær, Frances og Margaret Macdonald, sem þeir kvæntust síðar. Þau lögðu áherslu á mjúkar línur frá náttúr- unni og urðu hluti af Art Nouveau-hreyf- ingunni. Sú stefna einkenndist af of- hlöðnu blómaflúri í hinum ýmsu bygging- arefnum. í upphafi lögðu Art Nouveau- listamenn sig fram um að reyna að sýna náttúruna í réttu ljósi, þó að með tíman- um hafi þeir fjarlægst upprunaleg mark- mið sín. Kona Mackintosh aðhylltist líka þessa listastefnu, og það á sterkari hátt en hann sjálfur, og hún lagði eflaust sinn skerf til verka hans, bæði beint og óbeint. Mackintosh var þó alltaf svolítið sér á parti vegna áhuga síns á mjög sterkri formbyggingu, sem átti eftir að verða aðalsmerki hans. Hann stóð sig mjög vel í skóla og vann til verðlauna fyrir upp- drætti sína, og meðal annars vann hann ferðastyrk, sem hann notaði til að ferðast um Ítalíu og gera skissur af ýmsum fræg- um byggingum þar. Árið 1897 vann Mackintosh svo sam- 126 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.