Heimsmynd - 01.06.1987, Side 88

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 88
mynda og sum verkanna kláraði hann aldrei. Pví hefur framboðið á Kjarvals- verkum verið slíkt að það dugir ekki lengur að freista með Kjarvalsmynd, það verður að vera góð Kjarvalsmynd. Sem dæmi um þetta er maður sem kom til mín og sagðist hafa keypt Kjarvalsverk á mjög góðu verði eða sextán þúsund krón- ur. Ég sagði: Góði seldu þessa mynd. Hún er einskis virði. Hann var í einhverj- um klúbb, hvað þeir nú heita, rotary eða lions, þar sem listaverkauppboð eru haldin með jöfnu millibili. Þar er hverj- um meðlimi ætlað að koma með verk fyrir 25 þúsund krónur og seljist þau dýrar, fær viðkomandi hagnaðinn. Hann fór með þessa verðlausu Kjarvalsmynd á uppboðið og hún seldist fyrir rúmar 50 þúsund krónur. Hann fékk blod pá tand- en og er nú að verða meiriháttar lista- verkasafnari. Hins vegar undrar það mig enn að svo viðskiptalega sinnaðir menn skuli ekki kaupa meira af listamönnum yngri kynslóðarinnar. Verk margra þeirra eiga eftir að hundraðfaldast í verði í framtíðinni. Sýning IBM á verkum ung- ra listamanna fyrr á árinu var nokkuð merkileg. En svona verk kaupa fáir enn. íslensk borgarastétt er svo illa upp alin eins og karlar í klúbbum sem gangast upp í hégóma." Um helstu einkenni í myndlist níunda áratugarins segir listfræðingurinn: ,.Það er rangt að tala um afturhvarf í þeirri þróun sem nú á sér stað. Ungir myndlist- armenn leita margir hverjir nýrra leiða til náttúrunnar, náttúruformanna og mann- eskjunnar en grundvöllur þeirra er strangur skóli abstraktlistarinnar. Hins vegar er listin að víkka svo út að efnum til. Fyrir nokkrum árum var samasem- merki á milli listaverks og olíu og striga. Nú er myndlistin komin út í margar greinar, það eru freskur, steingler, múr- ristur, leirlist og vefnaður. Og höggmynd er ekki lengur bara höggmynd heldur fantasía í formi eins og verk Rúrí við nýju flugstöðina. Georg Guðni Hauks- son er dæmi um ungan myndlistarmann sem leitar til náttúrunnar. Hann velur sér fjall með fullkomið form og reynir að upplifa þetta form á ákaflega merkilegan hátt.“ Hann segir marga unga myndlistar- menn vera í uppreisn gegn þessu út- hverfa þjóðfélagi sem við búum í. „Verk þeirra túlka andóf gegn mannþrengslum, mengun og stríðsógninni. Þeir leita hins frumstæða, hins upprunalega. Gunnar Örn segist til dæmis alltaf leita uppi býz- önsku listasöfnin þegar hann er erlendis. Það skil ég vel. Það er mjótt bil á milli miðaldalistar og nútímalistar. Helgilist miðalda er huglæg list, fjarri raunveru- leikanum. Frá upphafi endurreisnartíma- bils til lokaskeiðs impressjónismans átti listin að vera í líkingu við raunveru- leikann. Á tímum helgilistar miðalda skipti jarðneskt umhverfi hins vegar ekki máli. Það var aldrei notuð fjarvídd og í hennar veruleika gátu hestar verið grænir og persónur af öllum stærðargráðum. Sumir segja að listinni hafi hrakað með endurreisninni. Hún hafi færst inn á jarð- bundnara svið þótt stór gos hafi orðið inn á milli.“ Björn segir góða list rísa gegn vitfirr- ingu samtímans. „Listin er visst vogarafl, þar sem hún og mannúðarstefnan eru annars vegar og raunveruleikinn hins vegar. Því er listin göfug, hvort sem hún er Ijót eða falleg. Hún er göfug því hún hreinsar okkur af einhverju sem við höf- um ánetjast. Listin er alltaf til því hún er samfélagsleg nauðsyn.“ Og þegar hann er spurður hver áhrif það hafi haft á hann persónulega að hafa hrærst í umhverfi listarinnar allt sitt líf, í fræðimennsku, kennslu og einkalífi, svar- ar hann, kannski af hógværð í anda hinn- ar sönnu listar: „Maður breytist ákaflega hægt en það er meiri mildi í fólki sem hefur lifað með list ...“ J !É 5- 4 CmuF Glæsibæ, sími 82922. matinbíeu... Frönsku sportgallarnir nýkomnir í mörgum gerðum og litum. matillbíeu... Þægilegir fallegir vandaðir. i 88 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.