Heimsmynd - 01.06.1987, Side 20

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 20
eftir Bjarna Harðarson ÆVIRÁÐNINGAR OG AÐRAR RÁÐNINGAR HJÁ RÍKINU: HUHDAR! Fyrir meira en hálfri öld setti þýski lögspekingurinn Max Weber fram kenn- ingar um ágæti skrifstofuveldisins þar sem æviráðnir embættismenn héldu uppi stöðugleika ríkisins. Þeirra starf væri meira en venjuleg vinna, — það væri köllun sem menn fórnuðu lífinu fyrir og settu hagsmuni ríkis ofar eigin hagsmun- um. Og ennþá eru æðstu embættismenn ríkisins æviráðnir. Menn greinir á um hvort það verði sett í nokkurt samhengi við Weber og fæstir muna eftir að köllun komi málinu nokkuð við. Stjórnmálafor- ingjar eru á móti æviráðningum í ríkis- stofnunum og ráðuneytum. Ráðuneytis- stjórar og forstöðumenn stofnana eru á móti því að æviráðningarnar víki. Og þær hafa ekki vikið enn. Jafnvel þar sem þær hafa vikið, svo sem í lægri stöðum, almennum störfum opinberra starfsmanna, gildir það allt að einu að starfsmanni hjá ríkinu er ekki skipt út fyrir annan betri, sama hvort viðkomandi er hauglatur prestur, dug- laus forstjóri eða geðillur ráðuneytismað- ur. Heimildir HEIMSMYNDAR úr röðum stjórnmálamanna og embættis- manna herma að til þess þurfi annað tveggja; fádæma alvarlegt brot eða laga- breytingu sem leggur niður viðkomandi stofnun. Ella verður úr heil frœðslu- stjóra-þ ræta. ...LAUNANNA VEGNA Rökin með æviráðningum eru líka sterk og styðjast ekki einasta við gulnuð blöð Max Webers. Laun í opinbera geir- Max Weber, — guðfaðir skrifstofuveldisins. anum eru lægri en gerist á almennum markaði og ein helsta röksemdin fyrir láglaunastefnu ríkisins er að þar sé starfs- öryggi manna meira en í einkageiranum. Eða með orðum Hannesar Hafstein ráðuneytisstjóra: „Þetta kerfi hefur bæði kosti og galla, — það hefur lengst af verið talið að báðir aðilar hefðu nokkurn hag af þessu, ríkið og starfsmennirnir. Peir gjalda þessa í lægra kaupi en hafa betri starfstryggingu. Ef ríkið vill bara nýta sér starfskrafta á besta aldri og skila þeim svo út eftir þrjú til fimm ár þá þýddi það þreföldun á kaupi manna ...“ Sé það rétt að launaþátturinn sé afger- andi röksemd fyrir æviráðningum og tryggingu í starfi erum við ekki fjarri þeirri fullyrðingu að þetta kerfi sé til starfsmannanna vegna. Þeir gjalda svo fyrir það með laununum. Þeir sem tala gegn æviráðningum viðurkenna að séu þær teknar burt þurfi launahækkun að koma til. f fyrrnefndu lagafrumvarpi um Stjórnarráðið var reiknað með að fleiri stöður færu undir kjaradóm en nú er og hans þá væntanlega að meta röskunina til launahækkana. STÖÐUGLEIKI OG HERFANGS- RÁÐNINGAR Stöðugleiki í kerfinu er talinn annar ávinningur ríkisins af æviráðningum. „Það er ekki hægt að segja að annað kerfið sé gott en hitt slæmt. En menn hafa bent á kosti æviráðninga í stjórn- sýslu þar sem er mikill pólitískur óstöð- ugleiki, eins og í Frakklandi fyrst eftir stríð þegar stjórnir komu og fóru og öllu var haldið uppi af embættismönnum," sagði Þórir Einarsson, prófessor í við- skiptafræði í Háskólanum, sem meðal annars hefur stjórnunarfæði opinberrar stjórnsýslu á sinni könnu í fræðunum. „Þetta kerfi er viðloðandi í Evrópu og Max Weber eiginlega andlegur faðir þess. Hann sýndi fram á yfirburði þess kerfis þar sem embættismenn sætu kyrrir og sinntu sínu starfi af köllun. Til þess þyrftu þeir líka að vera æviráðnir svo þeir gætu sinnt köllun sinni óskiptir. En þetta 20 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.