Heimsmynd - 01.06.1987, Side 86

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 86
Er eitthvert atriði sem stórir eða sannir listamenn eiga sameiginlegt óháð tíma og rúmi? „Já,“ svarar Björn, „andlegur heiðarleiki. Menn eru misjafnlega gáfað- ir og misjafnlega heiðarlegir en þeir eru sannir ef þeir fórna öllu fyrir listræna sannfæringu sína.“ En nú hafa margir listamenn í aldanna rás verið á mála hjá kirkju eða verald- legum yfirvöldum. „Já, en þeir sem ekki hafa farið eigin leiðir þrátt fyrir það voru litlir listamenn. Þótt Leonardo væri í þjónustu yfirvalda fór hann sínar eigin leiðir og olli hertogum og páfa oft miklu hugarangri. Sannur listamaður getur aldrei þóknast neinu öðru en list sinni. Þannig var Kjarval okkar lítt vinsæll til að byrja með. Hann þóknaðist engum og fór sínar eigin leiðir. Enginn vildi kaupa myndirnar hans en vinir hans gengu um og buðu Kjarvalsmyndir á tíu krónur stykkið án árangurs. Það var ekki fyrr en tuttugu árum síðar, þegar Kjarval var búinn að missa sína fjölskyldu af ein- skærri fátækt, að myndir hans frá Þing- völlum fengu hljómgrunn og sjálfur meistarinn var tekinn í tölu listamanna." Hann nefnir Ásgrím Jónsson, Þórarin Þorláksson, Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval sem frumkvöðla íslenskrar nú- tímamyndlistar. „Við áttum okkar mið- aldamyndlist en í kjölfar sjálfstæðisbar- áttu og iðnbyltingar kemur fram náttúru- rómantík sem byggir á evrópskri hefð. Ásgrímur aðlagaði hana íslenskum veru- leika hálfri öld eftir að sú þróun hafði átt sér stað í Evrópu. Ásgrímur var undir miklum áhrifum frá Van Gogh og Jón Stefánsson fékk mikla andagift frá verk- um Cézanne en þeir voru hvorugir eft- irhermur. Jón Stefánsson var fjarskalega agaður expressjónisti og mjög ólíkur Kjarval. Jón Stefánsson fór á staðinn og upplifði hann án þess að vera með riss- blað. Kjarval stóð hins vegar úti í náttúr- unni og málaði óháð veðri og vindum. En þessir menn, Ásgrímur, Jón Stefáns- son, Kjarval og Einar Jónsson mynd- Bandarísk listakona, Teddy Palmer, gerir hðgg- mynd af Birni Th. Björnssyni í London 1944. höggvari eru mestu listamenn íslands á fyrri hluta aldarinnar. Muggur var að vísu yndislegur málari sem gerði margt vel. Einkum það sem honum fannst sjálf- um lítið til koma!“ Þegar Björn kom heim frá námi, en hann og Ásgerður kona hans voru í Kaupmannahöfn í nokkur ár eftir stríð, voru Kjarval og fyrrgreindir löngu viður- kenndir sem klassískir. „í Kaupmanna- höfn þar sem Ásgerður kona mín var við nám í konunglega listaakademíinu hafði ég einnig kynnst aragrúa yngri lista- manna, Karli Kvaran, Einari Bald- vinssyni og Veturliða Gunnarssyni. Þeg- ar til íslands kom kynntist ég .vel þeirri kynslóð listamanna sem kom á eftir Kjar- vali og Ásgrími, mönnum eins og Þor- valdi Skúlasyni, Snorra Arinbjarnar, Gunnlaugi Scheving, Sigurjóni Ólafssyni og Jóni Engilberts. Þessir listamenn voru sprottnir upp úr jarðvegi kreppuáranna.“ Hann tekur fram bók sem hann skrif- aði um Þorvald Skúlason, sem hann telur endurspegla vel þá þróun sem átti sér stað í myndlist frá kreppuárum fram á tækni- og geimöld. Myndir af málverkum í bókinni segir hann talandi dæmi um þau skeið myndlistar sem Þorvaldur gekk í gegnum. „Frá kreppuárunum eru mál- verk af nánasta umhverfi listamannsins. Eftir stríðið stendur hann andspænis nýj- um raunveruleika, hetjulegum sjómönn- um árið 1942 og afar ólíkum heimi sem birtist í myndum hans á sjöunda og átt- unda áratugi. Þar fæst hann við hraða nútímans, geimöld og tækni. Abstrakt- skólinn er einn harðasti skóli listasögunn- ar. Þegar Þorvaldur málaði abstrakt- myndir með Ölfusárstefinu í kringum 1960 voru menn alltaf að spá endalokum þessa abstrakttímabils í myndlist. Karl Kvaran, sem hefur verið einn af boðber- um hreinleikans í íslenskri myndlist, heldur sig til dæmis enn þá við geometr- íska málverkið og hefur þróað það ákaf- lega merkilega. En lengi vel héldu menn að þessi tegund myndlistar væri komin að endamörkunum. Karl Kvaran endurvek- ur sig við hvert stig án þess að hreyfa sig frá þessum stíl.“ Bæði Þorvaldur Skúlason, Jón Engil- berts og Gunnlaugur Scheving voru per- sónulegir vinir hans. Og þeir voru fleiri sem hann hafði mikil kynni af sem og seinni tíma myndlistarmenn, þar sem hann kenndi við myndlistarskólann í þrjá áratugi. „Ég hef þekkt marga listamenn sem hafa ekki endilega verið góðmenni í ytri samskiptum en öllum stórum lista- mönnum er það sammerkt að hafa mjög djúpar tilfinningar. Auðvitað eru dæmi þess að listamenn bili móralskt og hverfi frá listrænni sannfæringu sinni en það kemur þá líka í ljós í verkum þeirra. Margir miklir myndlistarmenn geta verið ákaflega hversdagslegir í framkomu. Gunnlaugur Scheving var einn mesti myndlistarmaður íslands fyrr og síðar en hann bar það ekki utan á sér. Hann var mjög hógvær og lítillátur. Það voru Ás- grímur Jónsson og Þorvaldur Skúlason Picasso er einn frum- kvöðla nútímamynd- listar og mikill ádeilu- málari. Verk hans Guernica er hápólitískt verk, málað gegn vit- firringu borgarastyrj- aldarinnar á Spáni. „Ég sá þetta verk þar sem það hangir eitt sér í stórum sal í lista- safni í Madrid og fannst ég ganga ber- fættur inn í helgidóm." 86 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.