Heimsmynd - 01.06.1987, Side 76

Heimsmynd - 01.06.1987, Side 76
Fyrstu útgáfu Letters from lceland prýddu Ijósmyndir sem Auden hafði sjálfur tekið. Þessi sýnir ferðafé- lagana leggja upp frá Hraunsnefi en þar undu þeir sér hið besta. Auden hreifst af íslensku bændunum og fann í þeim ekkert af þeim durtshætti og þeiri sveita- lubbamennsku sem hann taldi einkenna enska bændur. Auden í bréfinu (í þýðingu Magnúsar Asgeirssonar): Mér kom í dag í hug að hripa þér, (ég held til skila kringumstæðum öllum) í bíl sem tölti um örœfi undir mér, á austurleið frá Möðrudal á Fjöllum, ég brann á vöngum, vœttum tára- föllum, með kvef frá Akureyri í veganesti, árbitaleysi og fleiri heilsubresti. Því miður þýddi Magnús aldrei nema eitt erindi í viðbót af þessu ágæta kvæði sem er ort undir sama bragarhætti og kvæði Byrons hið langa um Don Juan, sem Auden hafði lesið sér til skemmtun- ar á sjóferðinni til íslands. Það ætti þó ekki að skaða að láta fljóta með á frummálinu eitt erindi úr þessum bálki, þar sem skáldið gefur smáyfirlit um reynslu sína af íslandi. l‘ve learnt to ride, at least to ride a pony, Taken a lot of healthy exercise, On barren mountains and in valleys stony, l‘ve tasted a hot spring (a taste was wise), And foods a man remembers till he dies, All things considered I consider Iceland, Apart from Reykjavík, a very nice land. Auden nefnir hér að maturinn á íslandi hafi verið ógleyman- legur. Það var þó ekki vegna ágætis hans heldur þvert á móti. Ekki voru það síst sætar súpur og grjónagrautur sem öngruðu bragðlauka skáldsins. Um súpur segir svo í bókinni: „Þegar íslendingar vilja gefa manni eitt- hvað sérlega gómsætt setja þeir briljantín í súpuna ellegar þeir hella skaðvænlegu magni af möndludropum út í hana. Það eina sem hægt er að gera við þessháttar súpu er að þekja hana með rabarbara- sultu sem gjarnan er borin fram samtím- is.“ Um harðfisk segir Auden að hann sé tvenns konar, sá harðari er eins og tá- neglur á bragðið en sá mýkri eins og skinnið undan iljum manns. Ekki þótti honum kindakjötið kræsilegra, það var venjulega framreitt í límkvoðukenndum og hálfköldum bitum þakið bragðlausri sósu og bauð honum einkum við hál- fkaldri fitu. Hangikjöt segir hann tiltölu- lega meinlaust kalt, þá sé það bara eins og sót á bragðið, en það þurfi banhungr- aðan mann til að snæða það heitt. í erindinu hér að ofan nefnir Auden einnig hrjóstrug fjöll og grýtta dali. Hér er hann eflaust mest með hugann við ferð sem þeir skáldbræður fóru umhverfis Langjökul á hestum. Lagt var upp frá Gullfossi og leiðarendi var Þingvellir. Þessari ferð er skemmtilega lýst í þeim kafla Bréfanna sem heitir Hetty to Nancy. MacNeice skrifar þessa ferðalýs- ingu og gerir það að gamni sínu að breyta sjálfum sér og Auden í tvær piparjunkur sem eru að ferðast ásamt hóp skóla- stúlkna og kennara þeirra. Þessir kyn- hverfingsstælar hjá MacNeice eru auðvit- að í takt við alkunnar hneigðir Audens í kynferðismálum, en í rauninni voru þeir í fylgd með litlum hópi enskra skólapilta sem voru á ferð með kennara sínum. Einn piltanna var fyrrverandi nemandi og núverandi vinur Audens, Michael Yates, átján ára gamall. Þegar hópurinn hélt aftur til Englands varð Yates hins vegar eftir með skáldunum og tók þátt í ferðum þeirra tvær síðustu vikurnar. Þremenningarnir ferðuðust vestur um land með Dettifossi. Nálægt Patreksfirði komu þeir í hvalstöð. Auden þótti hval- urinn fegursta skepna sem hann hefði séð en sagði að það dugði til að gera mann að grænmetisætu ævilangt að sjá hann skor- inn. Á ísafirði bjuggu þremenningarnir á gistihúsi Hjálpræðishersins en sátu löngum á Kaffi Norðurpól. Auðvitað var 76 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.