Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 69

Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 69
„Allt er betra en dópið..." Fjögur ungmenni horfast í augu við nýtt líf. Ljósmynd: Sigurður Bragason. UR VIMUINYJA VEROLD Ásta byrjaði að drekka níu ára. Hún náði í vín heima hjá sér. Hún hætti í skóla tíu ára, byrjaði að reykja hass ell- efu ára, fór að heiman tólf ára og var á flakki í dópi og rugli árum saman. Hún fór í meðferð í janúar síðastliðnum og virkar enn mjög lokuð og þögul. Árni sem nú er 19 ára fór í meðferð fyrir rúmu ári. Hann segist enn ekki bú- inn að átta sig á raunveruleikanum. Hann er ennþá haldinn ranghugmyndum eftir áralanga neyslu amfetamíns og hass. Árni byrjaði að drekka 12 ára gamall og að sniffa af lími og benzíni 13 ára. Bæði hann og Ásta skiptu oft um heimili í barnæsku. „Ég hafði mikla minnimáttar- kennd,“ segir Árni sem nú vinnur við innréttingasmíði. Yfir ungu andlitinu hvílir einhver dapurleiki, í augunum tregi. Hann á þá ósk að verða hamingju- samur. Hlín er tvítug og starfar nú í eldhúsinu á meðferðarstofnuninni Vogi. Hún er hláturmild með litað fjólurautt hár og marga eyrnalokka. Hún sækir reglulega AA-fundi og segir að eiturlyfin fari ekki í manngreinarálit. Unglingar sem ánetjist dópi séu úr öllum lögum þjóðfélagsins. Hlín byrjaði að drekka ung og neytti sterkra eiturlyfja, sýru og amfetamíns, að staðaldri, áður en hún fór í meðferð fyrir átta mánuðum. Þegar Hlín var í ruglinu leigði hún með Birgi, jafnaldra sínum. Birgir fór í með- ferð um líkt leyti og hún. Hann er dökkur yfirlitum, augun stór og andlitið nokkuð markerað. Birgir sprakk í eitt skipti eftir meðferðina. Hann fór á skemmtistað fyrir nokkrum mánuðum og datt í það. Hann fór í partý með gömlum félögum og þar var nóg af spítti eða amfetamíni. „En sýran er verst,“ segir hann. „Það var enginn vandi að komast yfir dóp,“ segja þau. Og þau notuðu ýmsar leiðir til að ná í peninga, stálu, brutust inn og fölsuðu ávísanir. „En við seldum okkur aldrei,“ segja stelpurnar. Þau díl- uðu líka eða seldu dóp til að geta átt fyrir eiturlyfjum sjálf. „Maður var óheiðar- legur," segir Árni. „En það er þó skárra þegar dópisti dílar en einhver bisnesskall sem er ekki í dópi sjálfur.“ „Ég keypti aðeins dóp af öðrum dóp- istum,“ segir Birgir. „En það er stað- reynd að það er alls konar fólk sem selur dóp og hagnast af því,“ segja þau og bæta HEIMSMYND 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.