Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 30
HOPE MILLINGTON
Börn leika sér að tómri sprautu sem þau nota sem penna. Myndin er frá La Boquita-héraðinu.
fengið vinnu hjá mógúlunum í Holly-
wood! í Granada er verið að taka kvik-
rnyndina Walker sem byggð er á ævi Wil-
liam Walkers, fyrsta bandaríska forseta
Nicaragua. Nicaraguabúarnir sem vinna
hjá bandarísku kvikmyndagerðarmönn-
unum þiggja lúsarlaun, ekki nema fimm
dollara á mánuði, en taka því fegins
hendi að fá þrjár máltíðir á dag meðan
upptökur fara fram. Kvikmyndafélagið
hefur endurskapað San Francisco fjórða
áratugarins í hinni fornu höfuðborg
Granada og heimamenn kvörtuðu undan
því við mig að meðan á upptökum stæði
gengju Bandaríkjamennirnir óspart á raf-
magnsforða þeirra svo sjónvarp og sími
virkuðu ekki í nágrenninu. Stundum
hyrfi rafmagnið alveg. En þeir bættu við
að kvikmyndin færði fólki að minnsta
kosti einhverja atvinnu.
Spánverjar stofnuðu borgina Granada
árið 1524 og borgina prýðir líka íburðar-
mikill spánskur arkitektúr. Kastilíanskar
kirkjur, bogagöng og risastórt stöðuvatn
gera þessa gömlu höfuðborg að einhverri
fallegustu borginni í Nicaragua. Saga
borgarinnar er álíka flókin og það völ-
undarhús útimarkaða sem finna má í
hverjum einasta bæ í landinu. Áður en
Francis Drake var sleginn til riddara af
Elísabetu Englandsdrottningu fyrstu
gerði hann innrás í Granada á sextándu
öld. Alla átjándu öldina varð Granada
fyrir stöðugum árásum sjóræningja sem
sóttust eftir indígó- og kakójurt og
nautshúðum. Öldum saman var Granada
verslunarmiðstöð Nicaragua. Fyrr-
nefndur William Walker, sem var ævin-
týramaður frá Bandaríkjunum, móðgaði
Nicaraguabúa með því að endurvekja
þrælahald í forsetatíð sinni og þegar upp-
reisn var gerð gegn honum bjóst hann til
varnar í Granada. Pegar Granadabúum
tókst loks að hrekja hann á brott kvaddi
hann með því að brenna borgina til
grunna.
I Managua eru tvenns konar markaðir.
Annar býður ýmiss konar varning, verk-
færi og fatnað en hinn kallast Mercado
Oriental og er svarti markaðurinn. Vörur
eru þar mun ódýrari en allur gróði renn-
ur í vasa milligöngumanna. Pað er bara
viðurkennd staðreynd í þessu landi. Ann-
[ Granada er verið að taka
Hollywood-kvikmyndina
Watker um bandarískan
ævintýramann sem varð
forseti Nicaragua. Meðal
helstu leikenda er heyrnar-
lausa stúlkan Marlee Matlin.
ars er hagkerfið blandað og sumt er í eigu
ríkisins, annað í eigu einstaklinga. Sagt
er að 65 prósent hagkerfisins séu undir
stjórn einkaaðila. Ein helsta spurningin
sem Daniel Ortega verður að veita um-
heiminum svör við er hvort áfram verði
haldið fast við blandað hagkerfi í landinu
eða hvort Sandinistar muni að endingu
ráða öllu með aðferðum kommúnismans
Tíminn stendur kyrr í Nicaragua.
Stjórnin er nú að reyna að auglýsa landið
upp sem ferðamannaparadís og eftir að
hafa komið á strendurnar við Atlantshaf-
ið hvarflar að mér að það gæti vel tekist.
Ströndin við La Boquita var endalaus
sandfjara þar sem blíðlegar öldur veltust
að landi; í bakgrunninum mátti sjá
pálmatré og leirkletta þar sem fjöl-
skyldur sötruðu nicaragúanskt romm og
sungu fyrir börnin sín. Veitingahúsin
buðu upp á nýveiddan humar og fiski-
súpu. Ef maður gerðist þreyttur á strönd-
inni var smaragðsgrænt lón þar skammt
frá fullkomið fyrir bæði sund og köfun.
Bærinn Masaya, sem er Indíánamál og
þýðir Blómaborgin, var síðasti viðkomu-
staður okkar eftir langan dag í sveitun-
um. Við fórum framhjá Santiago-gígnum
sem er eins og útileikhús í frumskóginum
og skrækirnir í páfagaukunum og gufu-
ský sem stigu til lofts gerðu ferðina lík-
asta draumi. Regntíminn gengur brátt í
garð og þá verður jörðin, sem nú er
rykug og brún, aftur græn og vot. Nicar-
agua er ólíkt öllum þeim löndum sem ég
hef áður kynnst. Andstæðurnar eru mikl-
ar. Fátæktin er geysileg en miðað við að
þjóðin hefur búið við stríðsástand í
langan tíma ríkir ótrúleg góðvild og
vongleði meðal hennar. Börnin fara í
skóla, fjölskyldurnar sanka smátt og
smátt að sér eignum. Lífið er erfitt og
seinvirkt en um augljósar framfarir er að
ræða. Þaö má merkja af nýju Olof
Palme-miðstöðinni sem var nýlega reist;
það má merkja af stóraukinni vegalagn-
ingu og það má merkja af þeirri upp-
skeru sem nú er ætluð til útflutnings. Þótt
hillur stórmarkaðanna séu tómar og
landið eigi í erfiðleikum með að afla
gjaldeyris eru möguleikar þess miklir.
Nicaragua skiptist enn milli þeirra sem
annars vegar styðja og hins vegar eru á
móti byltingu Sandinista. Þeir sem styðja
byltinguna eru fjölskrúðugur hópur; þar
má nefna ungt fólk, bændur, verkamenn,
menntamenn og almenna klerka. Á móti
henni eru kaupsýslumenn, íhaldssamir
bændur, helstu pótintátar kaþólsku kirkj-
unnar, ritstjórar dagblaðsins La Prenza
og þeir sem saka Sandinista um að hafa
leitt byltinguna of langt til vinstri. Síðar-
nefndi hópurinn telur efnahagsvandræði
Nicaragua stafa af slæmri stjórn. Þessir
tveir hópar eru ennþá ósættanlegir. Þeg-
ar ég kvaddi var útlit fyrir áframhaldandi
öngþveiti í stjórnmála- og efnahagslífi en
samt sem áður raunverulegar framfarir.
30 HEIMSMYND