Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 52

Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 52
Káta ekkjan í Þjóðleikhúsinu. strætó niður eftir og aftur heim, en síðan var ekki um annað að gera en bjarga sér sjálfur. Ef maður missti af strætó var klukkustundar bið . . . Hafi ég átt einhverja framtíðardrauma - og það eiga allir - þá var það helst eitt- hvað í sambandi við dans. Að ég færi að syngja í alvöru datt mér aldrei í hug. Þegar ég var orðin átján ára og að því kom að velja framtíðarbraut vildi pabbi að ég héldi áfram við ballettinn og hefði þá þurft að fara utan, en mamma var ekki eins rómantísk og mælti með kenn- araskólanum. Það varð ofan á. Ég hætti í ballett, lauk kennaraprófi og kenndi við Arbæjarskóla í nokkur ár. En ég saknaði balletskólans sárt, enda búin að vera þar í tólf ár. Mig dreymdi stundum á næturnar að ég væri aftur komin í tíma. Til að bæta mér það upp fór ég að læra söng í Tónlistarskóla Kópavogs hjá Elísabetu Erlingsdóttur og | var fyrsti nemandi sem sá skóli útskrif- aði. Asamt manninum mínum, Jóni Stef- ánssyni, var ég farin að syngja í þjóðlagatríói sem hét Hryntríóið. í barnaskóla hafði ég verið í kór hjá Helga Þorlákssvni, sem einnig var með Lang- holtskirkjukórinn, svo þar lenti ég fimm- tán ára. Þegar fram í sótti fór ég að syngja eitt og eitt lag á skemmtunum til að styrkja kirkjubyggingu. Ég man ekki nákvæmlega hvenær ég steig fram í sviðsljósið. Kannske þegar verið var að undirbúa samkomu í tíu ára bekk og einhver sagði að ég kynni á gít- ar. Ég kunni bara tvö eða þrjú grip - en sagði samt já, varð svo að fara heim, hálfskömmustuleg, og biðja mömmu að kenna mér fleiri. Líklega hef ég verið dálítið djörf sem krakki. Eg er geysilega félagslynd og líður best í hópi, og ég man ekki eftir mér öðruvísi en ég hafi haft feikna mikið að gera.“ Bak við alla góða list liggur mikil vinna. I mörg ár hefur Ólöf Kolbrún far- ið utan til að fá tilsögn í söng hjá færustu kennurum. Þeirra á meðal var hin fræga Lina Paglinghi á Italíu, sem Þuríður Pálsdóttir hafði verið hjá áður, og Erik Werba í Vínarborg. „Ég verð að halda áfram að þjálfa mig svo lengi sem ég syng,“ segir Ólöf Kolbrún. „Það er ekki alltaf gaman að hírast einn á herbergi einhvers staðar í útlöndum. Endalausar æfingar, linnulaust verið að skrúbba af manni agnúa. En röddin er ekki eins og hljóðfæri sem hægt er að geyma í kassa milli tónleika. Hún er háð líkamlegu at- gervi og ástandi söngvarans, en hann þarf að læra að þekkja hana svo hann samdaunist ekki göllum. Hjálp annarra, til dæmis góðra leiðbeinenda, er okkur söngvurum nauðsynleg til að verða meistarar í greininni. »g það er sama hvað reynslan kennir, alltaf kemur upp kvíði og óstyrkur þegar þarf að leysa ný og erfið verkefni. Við lista- fólkið þurfum sjálfstraust, en líka lítillæti. Auðvitað erum við öll viðkvæm fyrir gagnrýni. Sett fram á klaufalegan hátt er hún særandi, en gagnrýni sem miðar að uppbyggingu á mikinn rétt á sér. Um leið og við segjum: Ég kann þetta allt, enginn þarf að segja mér til, þá stöðnum við.“ Hún segist ekki vilja neita því að hún sé trúuð. „Bæn til æðri máttarvalda gef- ur mér styrk. Það er hjálp í því að geta talað við guð í næði, þegar spenna og kvíði gera vart við sig. Ég bið með eigin orðum og mér finnst það gott. Gott að finna eitthvert afl sem er sterkara en ég sjálf.“ Söngurinn er líka sálubót, segir hún. „Við þurfum öll að losna við óþægilegar hugsanir, getum ekki alltaf Ieitað til ann- arra. Að syngja góða tónlist og túlka texta gefur útrás og losar um spennu, um leið og það krefst mikillar orku. Öll er- um við mislynd og misjafnlega upplögð. Stundum fer ég á æfingu í leiðu skapi, eitthvað stríðir á og angrar hugann. En við sönginn birtir yfir og losnar um, svo heim fer ég sæl og glöð og man ekki lengur hvað hrjáði mig í byrjun æfingar. Og engin tónlist er betur til þess fallin að hrekja burt víl og þunglyndi en sú sem streymdi undan penna Mozarts." Ólöf Kolbrún ítrekar hvað hún hafi verið gæfusöm í lífinu, og hvað sýningin á Pagliacci í Háskólabíói veturinn 1979 hafi orðið örlagarík. Allt þar var unnið í sjálfboðavinnu - enginn fékk laun, vinir og vandamenn saumuðu búninga, smíð- uðu leikmynd. “Er þetta ekki svo búið?“ spurði fólk. „Nei, þetta er bara byrjunin!" Hún segir líka að ekkert af þessu hefði orðið nema fyrir eldmóð Garðars Cortes. „Hann í lililhlutverki 1987 sem Aida, ambátt í Egyptalandi sem lætur lífið fyrir ást sína. 52 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.