Heimsmynd - 01.05.1989, Blaðsíða 54
HETJUR MYNDLISTARLIFSINS
ÞRIÐJI
MAÐURINN
MM grundvallaratriðum eru tveir megin-
Iþættir til staðar í sköpun listaverka.
Annars vegar sá þáttur sem ræðst af
þekkingu, innsýn og lífsskilyrðum
listamannsins sjálfs. Og hins vegar sá
sem lýtur að sviðsetningu þekkingar,
innsýnar og lífsskilyrða áhorfandans
eða neytandans.
Sé fyrri þátturinn miklaður upp
kemur ýmist út úr því spámannalist sem
uppgötvast seinna, eða sérvitringalist
sem gerir ekki annað en gera mannlíf
líðandi stundar aðeins fjölbreyttara. Á
þeim tímum þegar ofvöxtur hleypur í
seinni þáttinn verður áhorfandinn eða
neytandinn eiginlega hinn raunverulegi
skapandi verksins. En neytandinn skap-
ar með því að meðhöndla listamanninn,
nota hann sem verkfæri til að sviðsetja
eigin heimsmynd á táknrænan hátt. Út
úr þessum táknum (þeim listaverkum
sem neytandinn hefur umleikis) má ef til
vill lesa frjálslyndi, næmni, íhaldssemi,
ríkidæmi, allt eftir þeirri ímynd sem
neytandi hefur af sjálfum sér og þeim
möguleikum sem hann hefur á því að
koma henni í kring.
Þessir tveir hópar, listamenn og áhorf-
endur, ná því saman í gegnum góðlátlega
glímu þar sem þeir leyfa hvor öðrum að
þreifa fyrir sér í sköpunargáfu hins.
Listamenn hlaða oft lofi á neytandann
og kalla hann stundum höfðingja, en
neytandinn kallar listamanninn þá í stað-
inn meistara. Hér hefur verið lýst tveim-
ur augljósustu leikurum á sviði listalífs-
ins.
En hér hefur þó aðalleikaranum verið
gleymt, enda er hann ýmist ósýnilegur -
eins og heilagur andi í heilagri þrenningu
sem jafnan er táknaður með stýrandi,
blessandi hönd sem þó er í raun ósýnileg
- í gervi leikstjórans og leikritahöfundar-
ins sem hafast að á bak við tjöldin. Eða
þá sem aðalmaðurinn í leikritinu, einn á
sviðinu allan tímann og leikur allar pers-
ónur verksins, sem hann reyndar skap-
aði líka sjálfur, og leikstýrir í ofan á lag
sjálfum sér. Heilagur andi birtist stund-
um sem allt í öllu og gegnsýrir heiminn.
Persónugervingurinn, sem hér er lýst og
hefur komist óséður inn í listalífið, inni-
heldur: safnstjóra, galleríeigendur, upp-
boðshaldara, skrásetjara og gagnaverði.
Með öðrum orðum þá sem hafa með
höndum niðurröðun og dreifingu á lista-
verkunum og upplýsingunum um þau.
Og þessi tiltölulega nýja aðalpersóna
listalífsins er auðvitað sú sem er mest
skapandi af þeim öllum, því hún notar
bæði hugarheim listamanna og neyt-
enda, oft á djarfan og óvæntan hátt, sem
aðalefnivið í sín eigin sköpunarverk og
hefur í raun komist upp á milli lista-
manna og neytenda og tekið við stjórn-
inni á sambandi þeirra. Þriðji maðurinn
verður þó sjaldan að efniviði í sköpunar-
starfi hinna, því hann er ýmist alveg
ósýnilegur eða ofsýnilegur. Heilagur
andi, ef hann stendur undir merkjum,
getur aldrei orðið að efniviði í neinu
verki nema sínu eigin.
Á sama tíma og listalíf frá sjónarhorni
listamanna og neytenda er ekki nema
saklaus leikur þar sem þeir kitla góðlát-
lega hégómagirnd hvors annars, þá hefur
þriðji maðurinn (listaverkaverðir, miðl-
arar og skrásetjarar) ákveðinn tilgang í
huga. Því sá sem hefur mesta yfirsýn, og
hefur um leið tök á því að vera ósýnileg-
ur, veit jafnframt hvað eru raunhæf
markmið miðað við gefnar aðstæður.
Tilgangur þriðja mannsins er fyrst og
fremst að komast yfir völd, þá peninga.
Bera Nordal,
forstöðumaður Listasafns
Islands. Bera er öflugasti
fulltrúi þriðja mannsins í
íslenskum
myndlistarheimi. Afl
forstöðumanns hefur í
aðalatriðum þrjár rœtur:
Tengsl við stjórnmálalega
valdhafa, innsjn í heim
viðskipta og peninga,
hœfilegan aðgang að
hugsunarhcetti og
háttalagi listamanna og
listunnenda. Ut úr
samruna þessara þriggja
þátta kemur stórbrotnasta
sköpunaraflið í íslenskri
myndlist um þessar
mundir — afl sem skapar
ekki úr venjulegu
hráefni, heldur afl sem
notar fullunnin verk og
hugsunarhátt sem hráefni
í eins konar „yfirsköpun“
á „stórlistaverkum“.
eftir • HANNES LÁRUSSON
54 HEIMSMYND