Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 56

Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 56
 m 1 IgjjjR; auMgjfltfjðp sem virðing síðan leiðir af, ásamt goð- sagnakenndri fjarlægð og ósnertanleika. Pessi völd skapast af tiltölulega greiðum aðgangi að öllum helstu þáttum þessa kerfis og um leið af þeirri hugmynda- fræði sem listalífið er órofa hluti af. I fyrsta lagi eru það tengslin við stjórn- málalega valdhafa. Þess vegna er þriðji maður listalífsins hugsjónamaður og ger- ir langtímaáætlanir. I öðru lagi þá er þriðji maðurinn heima í fjármálaheimin- um og kann því að fjárfesta. í þriðja lagi þá kann þriðji maðurinn að leika sér og tala tungum meðal þeirra sem hann læt- ur halda að séu enn aðalhetjur listalífs- ins. A þessu sviði á þriðji maðurinn þó á hættu að lenda í of miklu návígi og verða ber að óhentugum sjálfsafhjúpunum. Enda lætur hann oftast ekki sjá sig á þessu sviði nema til að sýna fram á að hann sé í rauninni ekki ósýnilegur og því mannlegur. A meðan listaverk eru bæði töfra- og veldissproti þriðja mannsins þá hafa neytendur oftast ekki meira vald á lista- lífi sínu en launaflokkur þeirra segir til um, og listamennirnir nær ekkert nema ímyndunina eina. Ef listamenn og neyt- endur hættu listalífi myndi sífrjór þriðji maðurinn frjóvga sig sjálfan og taka upp þráðinn og trúlega á svo fínlegan hátt að gömlu hetjurnar myndu kannski aldrei átta sig á því að þær sjálfar væru úr leik. AF MYNDLISTARHEIMI Huliðshjálmur og bækistöð þriðja mannsins eru auðvitað helstu myndlist- arstofnanir landsins, þeir staðir þar sem stærstu söfn þjóðarinnar af listaverkum, skrám, gögnum og verkfærum eru geymd, handfjötluð og lögð út. Flestar eru þessar stofnanir starfræktar af opin- berum starfsmönnum sem eru á launa- skrá ríkisins, borgarinnar og jafnvel sveitarfélaganna. Yfirstjórn þessara stofnana er þess vegna á valdi stjórn- málalegra fulltrúa þjóðarinnar sem hafa skipað með sér nefndir þar sem ráðum er ráðið um sameiginlegan smekk og stefnumörkun fyrir hönd íslensku þjóð- arinnar. Nefndir þessar tryggja stjórn- málamönnum innsýn og ítök í framgang myndlistar í landinu, en gefa jafnframt stjórnendum þessara stofnana, sem eiga jafnan sæti í þessum nefndum en eru annars engum háðir stjórnmálalega, töluverða innsýn í gang stjórnmála. I þessum nefndum eru einnig hafðir (mynd)listamenn sem táknrænar verur fyrir þá hluti sem nefndin er valin til og fær þóknun fyrir að fjalla um. A meðan ekki færri en þrír tugir manna vinna við að verja listaverkahús rfkisins og borgarinnar, þar sem Lista- safn íslands og Kjarvalsstaðir eru auðvit- að mest áberandi, eru þeir sem eru á fullum launum frá sömu aðilum við myndlistarsköpun teljandi á fingrum annarrar handar. Listmunahús í eigu einstaklinga eru álitin velta ekki minna fé á ári en hundrað milljónum (sam- kvæmt umfjöllun í 8. tölublaði tímarits- ins Frjálsrar verslunar um myndlistar- markaðinn) og að rekstri þeirra standa ekki færri, hluthafar og starfsmenn, en hjá myndlistarstofnunum ríkis og borgar. En engin opinber vitneskja liggur fyrir um afkomu myndlistarmanna né fjölda þeirra sem hafa myndlist að aðalstarfi. Og á sama tíma og myndlistarmenn greinir á um mikilvægi eigin sköpunar eru aðrir sem eru vissir um gildi hennar. Þeir sem hafa umsjón myndlistar að að- alstarfi hjá því opinbera virðast vinna eftir þeirri hugmyndafræði að í afurðum myndlistarmanna sé á ferðinni bergmál af eilífum sannleik með þjóðlegum blæ. í huga einstaklinga, sem lifa af myndlist- arviðskiptum, eru þessi verk aftur á móti gjaldmiðill, eins konar tilbrigði eða hvíld frá myndlistinni á peningaseðlunum. Starfsemi ofangreindra stofnana og fyrir- tækja er öll grundvölluð á tilvist mynd- listarverka sem íslendingar hafa búið til síðustu 90 árin, þó langmest í kringum verk sem hafa verið búin til á síðustu ár- um eða áratugum. Umsvif, hugsjónir og afkoma þriðja mannsins byggjast á því að hafa aðgang að þessum verkum og upplýsingunum um þau - og á endanum að stýra því, sem leiðir af þeim völdum sem fylgja aðstöðu hans til yfirsýnar, í aðalatriðum hvers konar verk er þörf á að séu búin til. Mikilvægi myndlistar fer ekki milli mála ef það er metið eftir þeim fjölda einstaklinga sem hafa atvinnu af mynd- list, án þess þó að búa hana til. Hér að framan var þó ekki talinn fjöldi þeirra sem fást við að kenna myndlist, en marg- ir þeirra eru jafnframt myndlistarmenn í frístundum. Myndlistarkennarar eru álíka margir og hópur (annarra) opin- berra starfsmanna sem vinna við mynd- list og samsvarandi hópur í einkarekstr- inum samanlagt. Niðurstaðan verður því 56 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.