Heimsmynd - 01.05.1989, Page 70

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 70
Frá ameríska staðnum Coconut Grove við St. Christopher’s Place. Staður í meðalverðflokki og þjónustan er hraðvirk. Þessi staður er ágœtur í hádeginu fyrir þá sem eru á hlaupum eða í verslunarleiðangri nálœgt Bond Street og Oxford Street. Matseðillinn er alveg amerískur en réttirnir ívíð fallegri en gerist og gengur á sambœrilegum stöðum í Bandaríkjunum, eins og myndin af Chef s salatinu ber með sér. Vilji fólk fara á nafntoguð veit- ingahús þarf að panta með nokkrum fyrirvara þótt slíkt sé ekki alltaf nauðsynlegt. Þessi sömu veitingahús setja flest reglur um klæðnað og vilja ekki að gestir komi í gallabuxum eða bómullarbolum. Þau veit- ingahús sem eru ekki eins formleg æskja þess engu að síður að fólk sé snyrtilega til fara. I London er viðkvæðið sem víða ann- ars staðar að maður fái það sem maður borgi fyrir. í mörgum tilfellum er fólk ekki síður að borga fyrir umhverfi og þjónustu en matinn sjálfan. MATUR ÚR ÖLLUM HEIMSHORNUM I London má finna veitingahús sem sérhæfa sig í matargerðarlist frá öllum heimshornum. Hafi fólk áhuga á ind- verskum mat, sem London er þekkt fyr- ir, getur það valið úr breidd matsölu- staða allt frá hræódýrum, látlausum stöðum upp í fágaða staði þar sem millj- ónum hefur verið varið í hönnun og út- lit. Einn slíkur er Jamdani við Charlotte- stræti, rétt hjá Tottenham Court Road. Eigandinn, Amin Ali, er jafnframt stofn- andi tveggja annarra indverskra veitinga- húsa sem njóta mikilla vinsælda í Lond- on. Ali leggur ekki aðeins áherslu á útlit staðarins heldur og útlit matarins í anda fransks haute cuisine. Öll betri veitingahúsin í London eru sterklega tengd nafni ákveðinnar pers- ónu. Það er ekki nóg að veitingahúsið sé vel rekið heldur þarf að glæða það pers- ónulegum sjarma líkt og hinum frönsku Roux-bræðrum hefur tekist með staðinn La Gavroche (43 Upper Brook Street, rétt hjá Marble Arch). Meðalverð á málsverði þar fyrir einn án víns er um 50 pund. Albert Roux er guðfaðir franskrar matargerðarlistar í Bretlandi en hann hefur hlotið þrjár Michelin stjörnur (sem er ein æðsta viðurkenning á þessu sviði) og veitingahúsið ber þess merki. Einhver sagði að á La Gavroche færi fólk til að tilbiðja mat og borga eftir því, ekki að- eins fyrir hráefnið heldur líka vamm- lausa þjónustu. Fólk verður helst að panta mánuð fram í tímann. Bibendum og Kensington Place eru tveir nýir staðir sem vakið hafa athygli, en það er sir Terence Conran (eigandi Habitat) sem á og hannaði Bibendum sem er til staðar í Michelin-byggingunni við Brompton Cross í South Kensington. Staðurinn nýtur það mikilla vinsælda nú að panta þarf þrjár vikur fram í tímann. Matseðillinn er hefðbundinn franskur. Kensington Place (201 Church Street rétt hjá Notting Hill Gate) er í anda nútíma Evrópu-matargerðarlistarinnar þar sem franskt eldhús er uppistaðan en ímynd- unaraflið látið ráða ferðinni. Matreiðslu- meistarinn Rowley Leigh vann lengi með Roux-bræðrum. Mælt er sérstak- lega með þessum stað fyrir hádegisverði þar sem húsið er víst troðfullt öll kvöld. Flestir Lundúnabúar kjósa fremur að fara á indverska staðinn á horninu en á stað sem sérhæfir sig í enskri fæðu en þar verður ekki talað um matargerðarlist. Bretar hafa ætíð þótt betri veiðimenn en kokkar en auðvitað eru mörg fín veit- ingahús í London sem bjóða upp á ensk- an matseðil. Eitt þeirra er The Ritz á Piccadilly sem er kannski í hópi glæsileg- ustu veitingasala í Evrópu. Þá má ekki gleyma pöbbunum sem bjóða upp á ódýran, enskan mat í hádeginu. Flestir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.