Heimsmynd - 01.05.1989, Side 70
Frá ameríska
staðnum Coconut
Grove við St.
Christopher’s Place.
Staður í
meðalverðflokki og
þjónustan er
hraðvirk. Þessi
staður er ágœtur í
hádeginu fyrir þá
sem eru á hlaupum
eða í
verslunarleiðangri
nálœgt Bond Street
og Oxford Street.
Matseðillinn er
alveg amerískur en
réttirnir ívíð fallegri
en gerist og gengur
á sambœrilegum
stöðum í
Bandaríkjunum,
eins og myndin af
Chef s salatinu ber
með sér.
Vilji fólk fara á nafntoguð veit-
ingahús þarf að panta með
nokkrum fyrirvara þótt slíkt sé
ekki alltaf nauðsynlegt. Þessi
sömu veitingahús setja flest
reglur um klæðnað og vilja ekki
að gestir komi í gallabuxum
eða bómullarbolum. Þau veit-
ingahús sem eru ekki eins
formleg æskja þess engu að síður að fólk
sé snyrtilega til fara.
I London er viðkvæðið sem víða ann-
ars staðar að maður fái það sem maður
borgi fyrir. í mörgum tilfellum er fólk
ekki síður að borga fyrir umhverfi og
þjónustu en matinn sjálfan.
MATUR ÚR ÖLLUM
HEIMSHORNUM
I London má finna veitingahús sem
sérhæfa sig í matargerðarlist frá öllum
heimshornum. Hafi fólk áhuga á ind-
verskum mat, sem London er þekkt fyr-
ir, getur það valið úr breidd matsölu-
staða allt frá hræódýrum, látlausum
stöðum upp í fágaða staði þar sem millj-
ónum hefur verið varið í hönnun og út-
lit. Einn slíkur er Jamdani við Charlotte-
stræti, rétt hjá Tottenham Court Road.
Eigandinn, Amin Ali, er jafnframt stofn-
andi tveggja annarra indverskra veitinga-
húsa sem njóta mikilla vinsælda í Lond-
on. Ali leggur ekki aðeins áherslu á útlit
staðarins heldur og útlit matarins í anda
fransks haute cuisine.
Öll betri veitingahúsin í London eru
sterklega tengd nafni ákveðinnar pers-
ónu. Það er ekki nóg að veitingahúsið sé
vel rekið heldur þarf að glæða það pers-
ónulegum sjarma líkt og hinum frönsku
Roux-bræðrum hefur tekist með staðinn
La Gavroche (43 Upper Brook Street,
rétt hjá Marble Arch). Meðalverð á
málsverði þar fyrir einn án víns er um 50
pund. Albert Roux er guðfaðir franskrar
matargerðarlistar í Bretlandi en hann
hefur hlotið þrjár Michelin stjörnur (sem
er ein æðsta viðurkenning á þessu sviði)
og veitingahúsið ber þess merki. Einhver
sagði að á La Gavroche færi fólk til að
tilbiðja mat og borga eftir því, ekki að-
eins fyrir hráefnið heldur líka vamm-
lausa þjónustu. Fólk verður helst að
panta mánuð fram í tímann.
Bibendum og Kensington Place eru
tveir nýir staðir sem vakið hafa athygli,
en það er sir Terence Conran (eigandi
Habitat) sem á og hannaði Bibendum
sem er til staðar í Michelin-byggingunni
við Brompton Cross í South Kensington.
Staðurinn nýtur það mikilla vinsælda nú
að panta þarf þrjár vikur fram í tímann.
Matseðillinn er hefðbundinn franskur.
Kensington Place (201 Church Street rétt
hjá Notting Hill Gate) er í anda nútíma
Evrópu-matargerðarlistarinnar þar sem
franskt eldhús er uppistaðan en ímynd-
unaraflið látið ráða ferðinni. Matreiðslu-
meistarinn Rowley Leigh vann lengi
með Roux-bræðrum. Mælt er sérstak-
lega með þessum stað fyrir hádegisverði
þar sem húsið er víst troðfullt öll kvöld.
Flestir Lundúnabúar kjósa fremur að
fara á indverska staðinn á horninu en á
stað sem sérhæfir sig í enskri fæðu en þar
verður ekki talað um matargerðarlist.
Bretar hafa ætíð þótt betri veiðimenn en
kokkar en auðvitað eru mörg fín veit-
ingahús í London sem bjóða upp á ensk-
an matseðil. Eitt þeirra er The Ritz á
Piccadilly sem er kannski í hópi glæsileg-
ustu veitingasala í Evrópu. Þá má ekki
gleyma pöbbunum sem bjóða upp á
ódýran, enskan mat í hádeginu. Flestir