Heimsmynd - 01.05.1989, Page 104

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 104
SKAPAR KONAN KARLREMBU? Nú þekkist sú skoðun og þykir fín að karlmenn sjái aðeins brjóst, læri, tækifæri, þeir líti á konur eingöngu sem kynverur. Karlar eru lokaðir, tilfinninga- sljóir og ofbeldishneigðir, segir sagan. En konur aftur á móti eru tilfinningaríkar, andsnúnar hvers kyns ofbeldi og strýtulaga samfélögum. Pær eiga þá ósk heitasta að hitta ástríkan mann sem er frábitinn valdbeitingu og eindreginn jafnréttis- sinni. Gallinn er bara sá að þessi hvíti hrafninn er sjaldséður og hefur karlveld- ið þar um vélt. En er málið svona einfalt? Lítum á fá- ein dæmi sem kastað gætu ljósi á eðli sveina og snóta: Vel menntuð kvenrétt- indakona var eitt sinn gift prýðismanni, ágætlega mjúkum og jafnréttissinnuðum. En svo tekur hún upp á þeim ósóma að halda við annálaðan glæpamann. Þeim skötuhjúum sinnast og skiptir engum togum að glæponinn hjólar í konuna og ber til óbóta. Svo er honum stungið inn fyrir innbrot og losnar eftir hálft ár. Og hver skyldi svo bíða eftir honum með út- breiddan faðminn nema kvenréttinda- konan? Búin að gleyma barsmíðunum og sínum mjúka ektamaka. Þangað leitar konan sem hún er kvöldust. Virk kvennaframboðskona tók upp á því af skömmum sínum að fara að búa með manni sem er frægur fyrir að berja konur. Og kona á sama pólitíska róli giftist manni sem segir henni fyrir verk- um þótt honum detti ekki í hug að leggja hendur á hana. En hvernig stendur á þessum ósköp- um? Hvernig stendur á því að þessar konur láta fara svona með sig? Skýring mín er sú að ekki ódrjúgur hluti kvenna laðist framar öðru að styrk, í einni eða annarri mynd. Annaðhvort vilja þær töffara sem kúga þær eða skaffara sem vernda þær. Skaffarinn á það sameigin- legt með töffaranum að vera inn í sig og flest annað en mjúkur maður. Þeir eru báðir sterkir þótt þeir beiti styrk sínum með mismunandi hætti. Einhver kann að malda í móinn og segja að konur laðist oft að hlýjum mönnum. En hvers konar hlýju veita þeir? Oftast nær skaffara-hlýju, föður- lega hlýju sem sá sterki sýnir þeim veika. Karlmaðurinn verður að vera sá sterk- ari, meira að segja í blíðunni. Góð vinkona mín segir að konur þoli ekki veikleika. Þær fyrirgefa körlum fremur ruddaskap en minnsta vott um öryggisleysi. Þær smíða hlekki sína sjálfar, eiga þátt í að skapa karlrembur. Karlar verða að vera macho, meðal annars vegna þess að það borgar sig kynferðislega. Þeir verða að hafa skaffaratöfra, töffaratöfra eða einhverja blöndu. Það er hrein ekki ónýtt að vera skaffaratöffari. Og vei þeim karlmanni sem ekki hefur vit á að dylja veikleika sína og sýnast sterkur, hann mun vart ná ástum nokkurrar konu. Það er því ekki síst kvennasamfélagið sem bæklar karlmenn tilfinningalega. Við megum ekki gráta því þá missum við sjansinn. Afleiðingarnar af þessari bækl- un eru sjálfsvíg, drykkjuskapur og hjartaáföll. Og konan er að hluta sek. Dýrkun hennar á valdi birtist í ýmsum myndum. Alkunnur er kynþokki her- manna, samanber ástandið hérlendis forðum tíð. Því þýðir lítið fyrir kven- rembugyltur að kalla kvenkynið friðar- kyn. Eða kom friðarást þýskra kvenna fram í aðdáun þeirra á Hitler, þessum kalda rudda? Það er hald manna að meirihluti spænskra kvenna hafi stutt Franco í borgarastyrjöldinni, meirihluti karla lýðveldið. Falangistar Francos voru nefnilega töff gaukar í svörtum leð- urstígvélum, lýðveldismenn mjúkir lúðar með baskahúfur. Og svo gaf Franco, stórskaffarinn, konum svo yndislega ör- yggistilfinningu. Það voru frjálslyndir menn og sósíalistar af báðum kynjum sem börðust fyrir kosningarétti konum til handa. En þegar á hólminn var komið kusu þær fhaldsflokka, sem andsnúnir voru jafnrétti, í stórum stfl. Konur eru nefnilega aldar upp við að leita öryggis fremur en frelsis. Þessi öryggisleit sýnir sig í stefnu Kvennaframboðsins sem er einhver argasti miðstýringar- og ríkis- hyggjuflokkur á öllu íslandi. Það er engu líkara en kvennaframboðskonur trúi því að ríkið sé einhver algóður verndari sem öllu bjargi. Ríkið kemur í stað hins um- hyggjusama föður eða eiginmanns, það verður reðurtáknið mikla í krafti kven- hyggju. Vopnin snúast í höndum Kvennaframboðsins, það þjónar í reynd gamalgrónu feðraveldi. En auðvitað má margt að þessari rýni minni finna. Eg styðst einvörðungu við brotakenndar upplýsingar, ég veit ekki með fullri vissu hvort dæmin sem ég tek eru marktæk eður ei. Og einhver kann sjálfsagt að segja að konur, sem falla fyr- ir rustamennum, geri það af móðurlegri umhyggju. Þær vilja breyta ruddunum. Sjálfsagt eru dæmi til um slíkt en ég er þess fullviss að oftar en ekki heillist kon- ur af föntum af því þeir eru töff en ekki vegna þess að þær vilji ala þá upp. Til- raunum til að útskýra hegðun þessara kvenna með móðurlegri umhyggju vísa ég á bug sem lið í kvenfegrun kvenrétt- indakvenna. Auk þess býður mér í grun að margar þessara kvenna göfgi hrifn- ingu sína af ruddaskap með tali um um- hyggju. En aftur verð ég að játa að ég styðst við takmarkaðar heimildir. Þess utan má vera að ég sjái það sem ég vil sjá, sjái valdadýrkun í öllu mögulegu og ómögulegu. Og þá er ég eins og öfga- maðurinn sem verður hvaðeina að stað- festingu á kreddum sínum. En að svo miklu leyti sem kenning mín stenst tel ég að valdadýrkun kvenna sé áunnin, ekki ásköpuð. Það er alkunna að sá kúgaði virðir aðeins þann sem er harður við hann. Þrælarnir rísa gegn þeim sem auð- sýna þeim mannúð. Mín ætlan er sú að sama gildi um konur, þær eru aldar upp til að vera minni máttar og dá aðeins þann sterkari. Því ber karlveldið ábyrgð á valdadýrkun kvenna þegar allt kemur til alls. En konur komast ekki hænufet áfram í jafnstöðubaráttu sinni með því að búa til glansmynd af sjálfum sér. Gagnrýni án sjálfsrýni er harla lítils virði. Aðeins miskunnarlaus sjálfsgagnrýni gerir okkur kleift að uppgötva þær frumstæðu vænt- ingar sem drepa okkur í dróma.D 104 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.