Heimsmynd - 01.09.1989, Qupperneq 22

Heimsmynd - 01.09.1989, Qupperneq 22
Á árunum 1950 til 1960 fæddust 48 913 Islendingar. Þetta voru fjölmenn- ustu árgangar íslandssögunnar. Fyrsta kynslóðin sem ólst upp við sjónvarp og gífurlega aukningu á vöruúrvali eftir að EFTA samningurinn gekk í gildi, en þá voru þau á unglingsárum. Þetta er einnig sú kynslóð þar sem fleiri eru með háskólapróf en nokkru sinni fyrr. Þetta er kynslóðin sem er að hasla sér völl í atvinnuh'finu um og eftir 1980. Þetta eru börn hins neyslusjúka níunda áratugar. Afkvæmi allsnægtanna en um leið einhver skuldugasta kynslóð ís- landssögunnar. Þetta er fyrsta kynslóð- in sem í ríkum mæli andar að sér er- lendum menningar- og tískuáhrifum. Aldrei fyrr hefur nokkur kynslóð ferð- ast eins mikið og komið jafnvíða. Þetta er fólkið sem fullorðnaðist með tölvubyltingunni. Uppar á fjármagnsmarkaði og ungar konur með eigin tekjur. Dætur mæðra sem fæddust á kreppuárunum miklu og synir feðra sem flestir áttu þess ekki kost að ganga menntaveginn. Það er þetta fólk sem kemur til með að leiða ísland inn í 21. öldina. Þetta er fyrsta kynslóðin þar sem bæði kynin starfa í langflestum tilvikum utan heimilis síns. Þetta er kynslóðin sem kvartar sáran undan ástandi í dagvistarmálum þar sem hún er svo skuldum vafin að tekjur annars makafis duga ekki til. Þetta er einnig sú kynslóð kvenna sem starfar ekki aðeins utan heimilis af nauðsyn. Margt þetta fólk talar ekki um líf heldur lífsstíl. Það er ekki aðeins fatnaðurinn sem er hannaður, heldur er síminn frá Bang & Olofsen, hljómflutningsgræj- urnar frá öðru þekktu merki, veggfóðrið frá Lauru Ashley, eldhúsinnréttingin frá Ikea eða Multiform, eldavélin frá Gaggenau, postulínið með gæðastimpli, sófasettið frá Casa. Allt er klippt og skorið eftir kröfum neyslusamfélagsins nema uppeldi barnanna. Þau njóta ekki eins skipulagðrar ummönnunar og sum þeirra eru í gæslu dagmamma allan liðlang- an daginn, oft í hópi fjölda annarra bama. Þegar mamma eða pabbi koma og sækja barnið yf- irfull af sektarkennd, er keyrt með litla krílið upp í Kringlu og keypt eitthvað sætt. Á morgnana eru þau ræst klukkan átta og klædd í krúsidúlluföt frá Englabörnum, Bangsa, Fiðrildi eða Krökkum og keyrð niður í bílstólinn á BMW-inum. Þessi kynslóð tækifæranna er ekki öll þar sem hún er séð. Aldrei fyrr brosti framtíðin eins við nokkurri kynslóð. Hún er betur nærð og meira meðvituð um heilsu og mataræði en nokkur forvera hennar. Samt er þetta kynslóðin þar sem læknar em áhyggjufullir farnir að tala um burn-out - útbrunnið fólk á fer- tugsaldri, þjáð af streitu og vonleysi í kjölfar þreytu og trúleysis. Þetta er kyn- slóðin sem veit ekki hvort hún lifir af eyðingu ósonlags, kjarnorkuvá og annan umhverfisósóma. Þetta er fólkið sem er margt búið að missa trú á gömlum stjórnmálaflokkum og sér spillingu í hveiju horni. Þó er þessari kynslóð ekki alls varn- að. Hún er betur menntuð eða hefur í öllu falli lengri skólagöngu að baki en forverar hennar. Rétt eins og neyslu- gleðin virðist henni eðlislæg, er aðlög- unarhæfnin einnig mikil. Víða úti í hin- um stóra heimi er farið að tala um kyn- slóð tíunda áratugarins. Harður heimur samkeppni og framavona ní- unda áratugar víkur nú fyrir mýkri SEKTAR- KENND 0G STREITA Sigurður Snævarr hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun er 34 ára gamall, kvæntur konu í ábyrgðarstöðu með tvö börn, fimm og sjö ára. Hann segist þjást af því sem hann kallar thirties blues og gæti verið táknrænt fyrir þessa kynslóð. „Það hefur fylgt mannkyn- inu og steinaldarmennirnir dóu úr þessu fyrirbæri. Það sem ég á við er að á fertugs- aldri fer maður að skynja, að þær hug- sjónir og hugmyndir sem maður hafði koðna niður í hversdagsleika og skrif- finnsku. Sjálfur er maður þátttakandi í þessu og starfsframinn á hækjum“, bætir hann við hlæjandi. Á Þjóðhagsstofnun hefur Sigurður fengið orð á sig meðal starfsfélaga sinna að vera maður mjúku málanna svo- nefndu. „Ég bjó til orðið kellingafrœð- ingur um mig sjálfan af því þessum mönnum finnst svo einkennilegt að ég skuli hafa áhuga á dagvistar- og jafnrétt- ismálurn." Sigurður Snævarr er ef til vill einn þeirra fáu sem ólst upp hjá foreldrum sem alla tíð unnu bæði utan heimilis. „Það er engin spurning að það hefur mótað mína afstöðu nú“, segir hann. Eins og fleiri af hans kynslóð var hann lengi í námi erlendis. Sammerkt á hann það einnig við marga af þessari kynslóð að finnast ísland ekki land hinna glæstu tækifæra og sérstaklega ekki um þessar mundir. „Fjölskylduböndin hér eru svo sterk að það togar í mann, en því fer fjarri að þetta sé mjög lifandi eða dýna- mískt samfélag. Ættarveldið er ein ástæða þess að félagslegur hreyfanleiki er ekki sem skyldi. Þá hefur okkar kyn- slóð, fólk á fertugsaldri, ekki enn náð að gera sig gildandi í þjóðfélaginu. Sá möguleiki sem við höfum til áhrifa er meiri en formleg völd okkar segja til 22 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.