Heimsmynd - 01.09.1989, Page 94

Heimsmynd - 01.09.1989, Page 94
„ÞÁ DRAUP SMJÖR AF HVERJU STRÁI“. Um miðjan sjöunda áratuginn varð tímabundin kreppa hér á landi. Hópur íslendinga fór tii útlanda til starfa. Eftir 1970 fór þetta fólk að koma heim. Á áratugnum 1970 til 1980 var farið að opna litla veitingastaði í Reykjavík. Mætti nefna Hornið og Torfuna en þeir sem stofnuðu báða þessa staði höfðu áður dvalist erlendis. Reykvíkingar kunnu svo sannar- lega að meta þessa nýju staði og það var fullt út úr dyrum flest kvöld. Fólk hafði vanist matarvenjum Mið-Evrópuþjóða, píts- ur og pöstur urðu geysivinsælar enda var þessi matur frekar ódýr miðað við það sem fólk átti að venjast. Það þótti ekkert tiltökumál að fá sér glas af léttu víni með matnum. Stöðugt fjölgaði veitingahúsunum og á sama tíma fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi. Hjón sem áður höfðu farið tvisvar til þrisvar á ári út að borða fóru nú orðið mánaðarlega út. Á sama tíma jókst áhugi almennings á matargerð og vínum. Fjölmiðlamir fóru nú að fjalla um matreiðslu og veitingahús, matreiðsla komst í tísku og ekki sakaði að hafa eitthvert vit á léttvínum. Kokkastarfið jókst að virðingu, það varð fínt að vera matreiðslumaður (sem það og er) og margir fóru að læra matreiðslu. Ekki voru nú allir hinir nýju veitingastaðir upp á marga fiska enda þótt nokkrir væru ljómandi góðir. Jónas Kristjánsson fór að skrifa veitingahúsagagnrýni sem vakti verðskuldaða athygli. Jónas Kristjánsson var ekki að skafa af hlutunum og annað hvort voru menn snillingar eða fúskarar. Veitingamenn urðu reiðir og þótti að sé vegið en almenningur tók mark á Jónasi og fyllti þá staði sem hann mælti með. Eftir á að hyggja þá hafði Jónas mikið til síns máls og var gagnrýni hans yfirleitt verðskulduð þó að stundum hafi honum orðið á í messunni eins og gerist og gengur. Útlendingar sem hingað komu undruðust mjög hve þróuð og góð íslensk matargerð væri. Um tíma var jafnvel talið að hvergi á Norðurlöndum væru eins margir og góðir veitingastaðir og í Reykjavík og þá auðvitað miðað við hinn góðkunna mannfjölda. Þetta voru góðir tímar bæði fyrir veitingamenn og ekki síður gestina eða eins og reyndur veitingamaður orðaði það: „Þá draup smjör af hverju strái“. ÞETTA BJARGAST MEÐ BJÓRNUM Upp úr 1985 fór að bera á kreppu í veitingahúsagreininni. Staðirnir voru orðnir of margir og farið var að draga úr þensl- unni í þjóðfélaginu. Almenningur hafði minna fé milli hand- anna og sótti minna veitingahús en áður. Þrátt fyrir þetta bættust enn við staðir og tiltölulega auðvelt var að selja veit- ingastaði. Brúnin lyftist á mörgum veitingamanninum meðan á hinu svo kallaða bjórlíkisœði stóð. Bjórlíkistíminn er senni- lega furðulegasti þátturinn í sögu íslensks veitingahúsarekst- urs. Bjórlíkið varð óhemju vinsælt og drukku menn það í lítra- tali enda voru stofnaðar krár aðeins til að selja þennan vökva. Flestir urðu veikir af bjórlíkinu og þegar búið var að loka kránum á kvöldin voru gestirnir ælandi um allan bæ. Þegar búið var að banna bjórlíkið vonuðust veitingamenn eftir að bjórinn yrði senn leyfður því hann mundi bjarga rekstrinum. Meðan beðið var eftir bjórnum jókst kreppan stöðugt. Nokk- ur veitingahús urðu gjaldþrota þar á meðal veitingahús sem talið var að gengju vel. Þá fór þjónustan versnandi, veitinga- menn fóru í auknum mæli að ráða ófaglært fólk og þjónarnir spöruðu aðstoðarfólkið. Á sama tíma versnuðu gæði matar- PYRIT GULLSMIOJA ÖNNU MARIU VESTURGATA 3 - 101 REYKJAVÍK SÍMI 20376
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.