Heimsmynd - 15.01.1990, Page 48

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 48
Gammósíur og hlý, stiír nfiusa frá Jnsenh Jean-Paul Gaultier 1987. Leðurjakki frá Enrico Coveri 1986. Chanel í sígildi sínu 1986. Dragtir kvenna á framabraut síðasta áratugar heyra liðinni tíð. Þörfin til að segja hver mað- ur er og hvað maður starfar í gegnum fatnað- inn er ekki til staðar nú. Með orðum Gianni Versace hins ítalska: Utlit konunnar í stjórn- unarstöðu og hinnar starfandi stúlku í ein- kennisbúningum er ekki framtíðin. Við vilj- um afslappaðra andrúmsloft í klæðaburðin- um. egar fór að líða að lokum þessa ára- tugar urðu einhverjar sviptingar í þá veru að leita aukinna þæginda og lúx- usblærinn er örlítið á undanhaldi. Hvað sem tískuhönnuðir reyna er staðreynd ársins 1990 enn sem fyrr að venjuleg kona hefur um það bil tíu mínútur til að klæða sig á morgnana. Um kvöldklæðnaðinn gildir öðru máli. Fyrir vikið verða gallabuxur og rúllukragapeysur áfram uppáhaldsklæðnaður margra, sportleg- ur og þægilegur fatnaður sem hægt er að hreyfa sig í ómeðvitað þar sem önnur hugðar- efni sitja í fyrirrúmi. Og hvaða blikur eru svo á lofti vorið 1990? Hvítt og aftur hvítt, segir Lagerfeld í París, Ozbeck í London og Mizrahi í New York. Sítt yfir stuttu, til dæmis sítt pils með klauf að framan yfir stuttbuxum, lína sem Gianfranco Ferre leggur áherslu á. Síðir jakkar yfir stutt- um blússum sem sýna rifbeinin er skoðun Byblos, sem segir að línan sé þokkafull en ekki kynæsandi. Ralph Lauren er enn við sama heygarðshornið að koma lífsstíl hönn- unar sinnar á framfæri. Hann vill að golf verði meira í tísku svo að opnir sumarskómir fái notið sín og sígildur sportfatnaður hristi slyðruorðið af golfurum sem í Ameríku þykja svolítið polyestersinnaðir. Og lengra erum við ekki komin nú undir aldamót en svo að tísku- hönnuðir virðast sammála um að hverfa aftur til sjöunda áratugarins þar sem konur voru í hvítu frá toppi til táar. Annað sem tískuhönnuðir virðast sammála um í tengslum við lífsstíl kvenna og fatnað er að klæðnaður til áhrifa sé á undanhaldi. nnar hönnuður, Isaac Mizrahi, segir: Mér finnst konur ekki þurfa að líta út eins og karlkonur til að ná markmið- um sínum. Auðvitað þurfa þær skynsamlegan vinnufatnað rétt eins og karlar en það er líka nauðsyn að halda frumleika og gefa kímnigáf- unni lausan tauminn.

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.