Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 48

Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 48
Gammósíur og hlý, stiír nfiusa frá Jnsenh Jean-Paul Gaultier 1987. Leðurjakki frá Enrico Coveri 1986. Chanel í sígildi sínu 1986. Dragtir kvenna á framabraut síðasta áratugar heyra liðinni tíð. Þörfin til að segja hver mað- ur er og hvað maður starfar í gegnum fatnað- inn er ekki til staðar nú. Með orðum Gianni Versace hins ítalska: Utlit konunnar í stjórn- unarstöðu og hinnar starfandi stúlku í ein- kennisbúningum er ekki framtíðin. Við vilj- um afslappaðra andrúmsloft í klæðaburðin- um. egar fór að líða að lokum þessa ára- tugar urðu einhverjar sviptingar í þá veru að leita aukinna þæginda og lúx- usblærinn er örlítið á undanhaldi. Hvað sem tískuhönnuðir reyna er staðreynd ársins 1990 enn sem fyrr að venjuleg kona hefur um það bil tíu mínútur til að klæða sig á morgnana. Um kvöldklæðnaðinn gildir öðru máli. Fyrir vikið verða gallabuxur og rúllukragapeysur áfram uppáhaldsklæðnaður margra, sportleg- ur og þægilegur fatnaður sem hægt er að hreyfa sig í ómeðvitað þar sem önnur hugðar- efni sitja í fyrirrúmi. Og hvaða blikur eru svo á lofti vorið 1990? Hvítt og aftur hvítt, segir Lagerfeld í París, Ozbeck í London og Mizrahi í New York. Sítt yfir stuttu, til dæmis sítt pils með klauf að framan yfir stuttbuxum, lína sem Gianfranco Ferre leggur áherslu á. Síðir jakkar yfir stutt- um blússum sem sýna rifbeinin er skoðun Byblos, sem segir að línan sé þokkafull en ekki kynæsandi. Ralph Lauren er enn við sama heygarðshornið að koma lífsstíl hönn- unar sinnar á framfæri. Hann vill að golf verði meira í tísku svo að opnir sumarskómir fái notið sín og sígildur sportfatnaður hristi slyðruorðið af golfurum sem í Ameríku þykja svolítið polyestersinnaðir. Og lengra erum við ekki komin nú undir aldamót en svo að tísku- hönnuðir virðast sammála um að hverfa aftur til sjöunda áratugarins þar sem konur voru í hvítu frá toppi til táar. Annað sem tískuhönnuðir virðast sammála um í tengslum við lífsstíl kvenna og fatnað er að klæðnaður til áhrifa sé á undanhaldi. nnar hönnuður, Isaac Mizrahi, segir: Mér finnst konur ekki þurfa að líta út eins og karlkonur til að ná markmið- um sínum. Auðvitað þurfa þær skynsamlegan vinnufatnað rétt eins og karlar en það er líka nauðsyn að halda frumleika og gefa kímnigáf- unni lausan tauminn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.