Heimsmynd - 15.01.1990, Page 52

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 52
niegin er p "—-— «%■?'oglöœ™ ^^'4“ R?b°”íaá £“'S; ftir að íslendingar fóru að fikra sig áfram í átt til sjálfstæðis á síðustu öld höfðu embættis- og menntamenn forystu í þeirri sókn framan af. Bændur og aðrir almúgamenn voru flestir haldnir vanmetakennd og óvanir stjórnmála- og félagsstörfum. Það voru einkum bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sem hristu þetta helsi af sér og þar reis upp um f860 skær stjarna í þeirra hópi sem var hvergi hræddur við að taka ótvíræða forystu í sjálfstæðisbaráttunni. Hann hét Jón Sigurðsson og var oftast kennd- ur við Gautlönd í Mývatnssveit en þar var hann bóndi. Hann var kosinn alþingismaður þrítugur og sat á Alþingi til æviloka, og var hann þar oftast í hlutverki leiðtogans, einkum eftir að alnafni hans, forsetinn í Kaupmannahöfn, lést. Jón var forseti neðri deildar og sameinaðs þings um margra ára skeið og var fyrsti bóndinn og fyrsti óskólagengni maðurinn sem gegndi því embætti. Jón Sigurðsson á Gautlöndum og synir hans urðu meðal helstu forystumanna kaupfélagshreyf- ingarinnar og ætt þeirra hefur mjög komið við sögu stjórnmála í landinu. Meðal afkomenda hans eru sjö þingmenn, þar af fjórir ráðherrar og af þeim tveir forsætisráðherrar. Þar að auki var þriðji forsætisráðherrann giftur inn í ættina. Tveir fulltrúar Gautlandaættarinnar sitja nú á þingi. Það eru þau Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra, alnafni langafa síns, og Málmfríð- ur Sigurðardóttir af Kvennalista. Auk stjórnmálamanna er fjöldi þekktra mennta- og listamanna af Gautlandaætt. Jón Sigurðsson (1828-1889) var af réttum og sléttum bænda- ættum. Faðir hans hafði flust að Gautlöndum árið 1818 og hef- ur því sama ættin búið á þessum bæ í 172 ár en afkomendur Jóns eru þar enn. Jón Gauti, en svo var hann oft nefndur, gekk að eiga prestsdóttur frá Reykjahlíð í sveitinni, Sólveigu Jónsdóttur (1828-1889). Hún var ein af hinum frægu Reykja- hlíðarsystkinum sem Reykjahlíðarættin er talin frá en í henni eru fleiri stjórnmálamenn en í nokkurri annarri ætt hérlendis. Svo virðist sem hin öfluga félagsmálahreyfing Mývetninga, sem vaknaði milli 1850 og 1860, hafi einkum tengst Reykja- hlíðarfólkinu. Ekki verður hinn glæsti stjórnmála- og félagsmálaferill Jóns rakinn hér en þess skal þó getið að hann var formaður Kaup- félags Þingeyinga, hinu fyrsta á landinu, frá upphafi til ævi- loka. Jafnframt öllu félagsmálastússinu rak hann stórt bú á Gautlöndum og var heimili hans annálað fyrir rausn. I ræðustóli þótti Jón á Gautlöndum hafa skýran og hreim- mikinn framburð en var þó ekki eiginlegur mælskumaður. Jón í Múla, samtíðarmaður hans, sagði að orðalag hans hefði ver- ið blátt áfram en stundum fremur þurrt, hann hefði sett fram meiningu sína skýrt og afdráttarlaust með glöggum og alvar- legum orðum sem ekki væri hægt að misskilja. Kannski sækir nafni hans, núverandi viðskiptaráðherra, ekki svo lítið til þessa forföður síns. NÍU BÖRN í HJÓNABANDI - TVÖ UTAN Þau Sólveig og Jón á Gautlöndum eignuðust níu börn sem upp komust en auk þeirra eignaðist Jón tvær dætur utan hjónabands með vinnukonum. Þetta framhjáhald var við- kvæmt mál í fjölskyldunni og mikið um það skrafað í sveitinni og víðar. Með það í huga mætti ætla að eitthvað meira en lítið bogið hafi verið við sambúð þeirra hjóna og heimilislíf á Gaut- löndum. En fátt bendir hins vegar til þess. Solveig virðist hafa tekið framhjáhaldi bónda síns með jafnaðargeði og sambúð þeirra verið hin besta til dauðadags. Dóttir vinnukonu á heim- ilinu sagði síðar að aldrei hefðu hjónin mælt styggðaryrði til hjúa sinna og ekki eitt orð sagt öðrum til vanvirðu. Þau hefðu ekki hlustað á mannskemmandi tal og engan dæmt. Einn löst hafði Jón á Gautlöndum sem og fleiri samtíðar- menn hans. Honum þótti gott að fá sér í staupinu og átti það til að drekka sig ófæran, stundum þegar mest lá við að hann stæði sig. Svo var á Þingvallafundi 1885. Jón boðaði til þessa fundar og hann var að mörgu leyti hápunkturinn á stjórnmála- ferli hans. En honum tókst ekki að sitja fundinn til kvölds vegna ofdrykkju. Það var þá sem Hannes Hafstein orti í háðs- tón: Öxar við ána árdags í ljóma upp rís hann Pétur og Þjóðliðið allt. Fylfull er Grána, falskt lúðrar hljóma, fullur er Gauti og öllum er kalt. Óþarft er að taka fram að Gauti var uppnefni á Jóni en Pét- ur var sonur hans. Drykkjuskapur Jóns varð honum loks að fjörtjóni, rúmlega sextugum að aldri. Hann var þá að ríða til þings og fór dauðadrukkinn frá Akureyri áleiðis yfir Öxar- árheiði. Slóst Arnljótur á Bægisá í för og drukku þeir fast á leiðinni. Sofnaði Jón og datt af baki en var fastur í ístaði þannig að hesturinn dró hann á eftir sér í grjóti. Slasaðist Gautlandabóndinn illa og var tjaldað yfir hann þar á staðnum og vakað yfir honum í kalsaveðri í tvo daga. Síðan var hann fluttur að Bakkaseli og þar lést hann, sumir segja úr lungna- bólgu fremur en áverkum. Verða nú talin upp börn Jóns á Gautlöndum og raktir af- 52 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.