Heimsmynd - 15.01.1990, Qupperneq 52

Heimsmynd - 15.01.1990, Qupperneq 52
niegin er p "—-— «%■?'oglöœ™ ^^'4“ R?b°”íaá £“'S; ftir að íslendingar fóru að fikra sig áfram í átt til sjálfstæðis á síðustu öld höfðu embættis- og menntamenn forystu í þeirri sókn framan af. Bændur og aðrir almúgamenn voru flestir haldnir vanmetakennd og óvanir stjórnmála- og félagsstörfum. Það voru einkum bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sem hristu þetta helsi af sér og þar reis upp um f860 skær stjarna í þeirra hópi sem var hvergi hræddur við að taka ótvíræða forystu í sjálfstæðisbaráttunni. Hann hét Jón Sigurðsson og var oftast kennd- ur við Gautlönd í Mývatnssveit en þar var hann bóndi. Hann var kosinn alþingismaður þrítugur og sat á Alþingi til æviloka, og var hann þar oftast í hlutverki leiðtogans, einkum eftir að alnafni hans, forsetinn í Kaupmannahöfn, lést. Jón var forseti neðri deildar og sameinaðs þings um margra ára skeið og var fyrsti bóndinn og fyrsti óskólagengni maðurinn sem gegndi því embætti. Jón Sigurðsson á Gautlöndum og synir hans urðu meðal helstu forystumanna kaupfélagshreyf- ingarinnar og ætt þeirra hefur mjög komið við sögu stjórnmála í landinu. Meðal afkomenda hans eru sjö þingmenn, þar af fjórir ráðherrar og af þeim tveir forsætisráðherrar. Þar að auki var þriðji forsætisráðherrann giftur inn í ættina. Tveir fulltrúar Gautlandaættarinnar sitja nú á þingi. Það eru þau Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra, alnafni langafa síns, og Málmfríð- ur Sigurðardóttir af Kvennalista. Auk stjórnmálamanna er fjöldi þekktra mennta- og listamanna af Gautlandaætt. Jón Sigurðsson (1828-1889) var af réttum og sléttum bænda- ættum. Faðir hans hafði flust að Gautlöndum árið 1818 og hef- ur því sama ættin búið á þessum bæ í 172 ár en afkomendur Jóns eru þar enn. Jón Gauti, en svo var hann oft nefndur, gekk að eiga prestsdóttur frá Reykjahlíð í sveitinni, Sólveigu Jónsdóttur (1828-1889). Hún var ein af hinum frægu Reykja- hlíðarsystkinum sem Reykjahlíðarættin er talin frá en í henni eru fleiri stjórnmálamenn en í nokkurri annarri ætt hérlendis. Svo virðist sem hin öfluga félagsmálahreyfing Mývetninga, sem vaknaði milli 1850 og 1860, hafi einkum tengst Reykja- hlíðarfólkinu. Ekki verður hinn glæsti stjórnmála- og félagsmálaferill Jóns rakinn hér en þess skal þó getið að hann var formaður Kaup- félags Þingeyinga, hinu fyrsta á landinu, frá upphafi til ævi- loka. Jafnframt öllu félagsmálastússinu rak hann stórt bú á Gautlöndum og var heimili hans annálað fyrir rausn. I ræðustóli þótti Jón á Gautlöndum hafa skýran og hreim- mikinn framburð en var þó ekki eiginlegur mælskumaður. Jón í Múla, samtíðarmaður hans, sagði að orðalag hans hefði ver- ið blátt áfram en stundum fremur þurrt, hann hefði sett fram meiningu sína skýrt og afdráttarlaust með glöggum og alvar- legum orðum sem ekki væri hægt að misskilja. Kannski sækir nafni hans, núverandi viðskiptaráðherra, ekki svo lítið til þessa forföður síns. NÍU BÖRN í HJÓNABANDI - TVÖ UTAN Þau Sólveig og Jón á Gautlöndum eignuðust níu börn sem upp komust en auk þeirra eignaðist Jón tvær dætur utan hjónabands með vinnukonum. Þetta framhjáhald var við- kvæmt mál í fjölskyldunni og mikið um það skrafað í sveitinni og víðar. Með það í huga mætti ætla að eitthvað meira en lítið bogið hafi verið við sambúð þeirra hjóna og heimilislíf á Gaut- löndum. En fátt bendir hins vegar til þess. Solveig virðist hafa tekið framhjáhaldi bónda síns með jafnaðargeði og sambúð þeirra verið hin besta til dauðadags. Dóttir vinnukonu á heim- ilinu sagði síðar að aldrei hefðu hjónin mælt styggðaryrði til hjúa sinna og ekki eitt orð sagt öðrum til vanvirðu. Þau hefðu ekki hlustað á mannskemmandi tal og engan dæmt. Einn löst hafði Jón á Gautlöndum sem og fleiri samtíðar- menn hans. Honum þótti gott að fá sér í staupinu og átti það til að drekka sig ófæran, stundum þegar mest lá við að hann stæði sig. Svo var á Þingvallafundi 1885. Jón boðaði til þessa fundar og hann var að mörgu leyti hápunkturinn á stjórnmála- ferli hans. En honum tókst ekki að sitja fundinn til kvölds vegna ofdrykkju. Það var þá sem Hannes Hafstein orti í háðs- tón: Öxar við ána árdags í ljóma upp rís hann Pétur og Þjóðliðið allt. Fylfull er Grána, falskt lúðrar hljóma, fullur er Gauti og öllum er kalt. Óþarft er að taka fram að Gauti var uppnefni á Jóni en Pét- ur var sonur hans. Drykkjuskapur Jóns varð honum loks að fjörtjóni, rúmlega sextugum að aldri. Hann var þá að ríða til þings og fór dauðadrukkinn frá Akureyri áleiðis yfir Öxar- árheiði. Slóst Arnljótur á Bægisá í för og drukku þeir fast á leiðinni. Sofnaði Jón og datt af baki en var fastur í ístaði þannig að hesturinn dró hann á eftir sér í grjóti. Slasaðist Gautlandabóndinn illa og var tjaldað yfir hann þar á staðnum og vakað yfir honum í kalsaveðri í tvo daga. Síðan var hann fluttur að Bakkaseli og þar lést hann, sumir segja úr lungna- bólgu fremur en áverkum. Verða nú talin upp börn Jóns á Gautlöndum og raktir af- 52 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.