Heimsmynd - 15.01.1990, Page 68

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 68
ATHAFNAKONAN Elsa Haraldsdóttir er athafnakona. Á og rekur þrjár hár- greiðslustofur með nafninu Salon VEH og er í stjórn Int- ercoiffure. Kona sem nýtur vinsælda bæði starfsfólks og við- skiptavina, enda leggur hún mikið upp úr góðum samskiptum. Hún segir lykilinn að velgengninni vera þrotlausa vinnu og áhuga. Metnað í starfi, reglusemi og gott mataræði. „Reglu- legur svefn, góður morgunverður og vítamínneysla eru undir- stöður góðs dagsverks," segir hún. „Ég fer aldrei út á morgn- ana fyrr en ég hef borðað hollan og staðgóðan morgunmat. Það er ekki nauðsynlegt að vera í sérstakri líkamsrækt, en það þarf að passa upp á líkamann og gæta þess að skemmtanir gangi aldrei á svefntímann. Ekki borða þungan mat, ekkert gos og ekkert sjoppufæði. Kaffidrykkjan er minn veiki punkt- ur og ég vann það áramótaheit að draga sem mest úr henni. Velgengni kemur ekki af sjálfu sér. Hún krefst mikils sjálf- saga og þú verður að gera meiri kröfur til þín en þeirra sem vinna fyrir þig. Sýna gott fordæmi. Það kemst enginn áfram í lífinu sem ætlar sér að sitja í hægu sæti og láta aðra strita fyrir sig.“ • Reglulegur svefn • Góður morgunmatur • Léttur hollur matur • Reglusemi • Metnaður • Fordæmi • Þrotlaus vinna Haraldsdóttir hárgreiðslumeistari 68 HEIMSMYND Á

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.