Heimsmynd - 01.05.1990, Page 10

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 10
Borgarstjórnarkosningar: DAUÐADÁ OG HANDASKOL eftir ÓLAF HANNIBALSSON BMorgarstjórnarkosningar eiga að fara fram 26. maí. Sjaldan hefur verið jafnmikil deyfð yfir íslenskum stjórnmálum svo stuttu fyrir kosningar. Ef svo heldur fram sem horfir má telja vafasamt hvort fjöldi kjósenda nenni að fara á kjörstað á sólríkum góðviðr- isdegi. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að hætta við prófkjör og býður fram nær óbreyttan | lista. þar sem kjósendur kannast naumast við nokkurn mann nema Davíð Oddsson. Framboð and- ÞeGAR ÉG SAGÐI, að ÉG GÆFI SÍÐUSTU SKYRTUNA MÍNA FYRIR HANA, - HLÝTUR HÚN AÐ HAFA MISSKILIÐ MIG. TOmTfllLOR S P 0 R T S W E A R Einkaumboð HNOÐRlhf. Sími687744 stöðuflokkanna í borgarstjórn hafa ýmist gengið svo hljótt fyrir sig í svo þröngum hópum, að kjósendur hafa varla rumsk- að, eða gengið í slíkum handaskolum, að menn missa jafnóðum tiltrú á trúverðug- leika andstöðunnar sem valkost við nú- verandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Skoðanakannanir benda líka til þess að stefni í það sem kalla mætti eins flokks kerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík með 11 til 13 af fimmtán borgarfulltrúum. Engar verulegar umræður - hvað þá skýrt mótaðar pólitískar deilur - hefur tekist að vekja um málefni borgarinnar, forgangsröð verkefna og æskilegar breyt- ingar á því umhverfi sem borgarbúar lifa og hrærast í nú og um næstu framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn hafði á sínum tíma forgöngu um að taka upp prófkjör til ákvörðunar á skipan framboðslista sinna. Mörgum Sjálfstæðismönnum kom því á óvart að fellt skyldi í þar til bærum stofnunum flokksins að hafa þann hátt á að þessu sinni. Menn eru misjafnlega ánægðir með frammistöðu einstakra borgarfulltrúa og vilja fá tækifæri til að skipta þeim út með lýðræðislegum hætti. Sumir þeirra (einkum Júlíus Hafstein) hafa verið ásakaðir um að notfæra sér aðstöðu sína í persónulegu braski og þá eðlilegt að þeir verði að standa að minnsta kosti flokksfélögum sínum ábyrgð gerða sinna og keppa við aðra um sæti. Aðrir benda á að þótt stjóm- málastíll Davíðs virðist falla borgarbúum vel í geð, hafi hann ekki nema gott af því að á listann bætist fólk með bein í nef- inu, sem sé ósmeykt við að veita honum aðhald og rísa gegn honum í einstökum málum þegar svo beri undir. Þar sem til dæmis andstaðan við staðsetningu ráð- hússins hafi að verulegu leyti komið frá pólitískum samherjum Davíðs hafi verið eðlilegt að leiða þær til lykta innan flokksins í prófkjöri, fremur en að and- stöðuflokkarnir fengju til þess tækifæri að skreyta lista sína með ráðhússand- stæðingum, án þess nokkurn tíma að hafa tekið það mál og skyld málefni heilshugar og djarfmannlega upp á arma sína. Eftir kjör Davíðs í haust til varafor- mennsku í Sjálfstæðisflokknum og óhjá- kvæmilegar hugleiðingar um að hann hyggist hasla sér völl í náinni framtíð á þjóðmálavettvangnum, vilja menn líka gjarnan sjá einhvern þann í borgarfull- trúahópi flokksins sem sé verðugur arf- taki hans, en flesta brestur til þess skarp- skyggni og hugarflug eins og er að koma auga á hann. Slíkur fulltrúi hefði mögu- lega getað komið fram í prófkjöri. Þótt skoðanakannanir gefi Davíð (og Sjálf- stæðisflokknum) yfirburðasigur eins og er, gæti það dæmi því fljótt snúist við, ef menn telja yfirgnæfandi líkur á að hann muni fljótlega hverfa frá stjórn borgar- innar. Sjálfur hefur Davíð verið spar á yfirlýsingar, en samherjar hans hafa reynt í fjölmiðlum að eyða grunsemdum manna með því að fordæmi séu fyrir því að borgarstjórar sitji á þingi jafnframt embætti sínu. Aðeins eitt embætti gæti mögulega freistað borgarstjórans í Reykjavík til að yfirgefa sína einstæðu stöðu í valdakerfi þjóðarinnar: embætti forsætisráðherra. En hver er kominn til með að segja að með Þorstein Pálsson í formannssæti Sjálfstæðisflokksins sé tryggt að sú „freisting" komi ekki upp? Davíð mun því verða að gefa miklu ákveðnari yfirlýsingar fyrir kosningarnar en hingað til, vilji hann eyða mögulegum efasemdum meðal væntanlegra kjósenda um að hann sé ekki í því hlutverki að teyma þá að kjörborðinu, en yfirgefi þá síðan fljótlega í höndum fólks, sem eng- inn veit núna haus né sporð á. Andstöðuflokkarnir hafa verið fyrir- ferðarlitlir um borgarmálefni á síðasta kjörtímabili. Pólitískir áhugamenn hafa helst veitt athygli Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fulltrúa Kvennalistans, fyrir skeleggan og rökfastan málflutning og þekkingu og kunnugleika á málum. Þeir sem sótt hafa áheyrendapalla segja að hún sé eini borgarfulltrúinn, sem fengið hafi Davíð til að vanda eigin málflutning í stað þess að láta vaða á súðum fyndni og háðs. Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson töldu hana upplagt borgarstjóraefni kæmi til sam- eiginlegs framboðs vinstri flokkanna og Kvennalista. En hún hlaut að falla fyrir útskiptingarreglu Kvennalistans, sem mælir svo fyrir að þegar einhver hefur náð fullum tökum á starfi sínu skuli ný- græðingur taka við. Elín G. Ólafsdóttir, sem nú skipar fyrsta sætið. hefur ekki náð að sanna ágæti sitt enn sem komið er, en Ingibjörg Sólrún prýðir neðsta sætið. 10 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.