Heimsmynd - 01.05.1990, Page 64
MSAHND 1990
Maðurinn sem myrti
Abraham Lincoln,
John Wilkes
Booth, fæddist 10. maí, 1838 í
Marylandfylki í Bandaríkjun-
um. Hann var af þekktri ætt
leikara, næstyngstur tíu
barna Juníusar Brútusar
Booth. Drengurinn John
Wilkes sýndi snemma leik-
hæfileika en um leið varð
þess vart að hann var ekki al-
veg heill á geðsmunum.
Hann var mjög upptekinn af
sjálfum sér og leið kvalir fyrir
þá sök að bróðir hans Edwin
hlaut viðurkenningu sem
einn fremsti leikari Banda-
ríkjanna. Sjálfum gekk John
Wilkes ekki eins vel í fyrsta
sinn sem hann lék á sviði í
Baltimore og fékk eftir það
aðeins smáhlutverk þar til
hann gekk til liðs við Shake-
speare-leikfélagið í Virgínu
og fékk lofsamlega dóma í
Suðurríkjunum.
Naut hann talsverðrar hylli
á meðan þrælastríðið geisaði
og var eindreginn stuðnings-
maður Suðurríkjamanna í
stríðinu gegn afnámi þræla-
halds. Hann hataði Lincoln
forseta og byrjaði að leggja
drög að því að ræna honum
1864. í kjölfar þess hitti
Wilkes Booth hóp samsæris-
manna í heilan vetur. Alls
lags hugmyndir um ránið á
Lincoln voru viðraðar en
þegar útséð var um að þær
gengju upp ákvað Booth
sjálfur að koma honum fyrir
kattarnef.
Að morgni dags hinn 14.
apríl 1865 frétti Booth að for-
setinn yrði viðstaddur leik-
sýningu í Ford leikhúsinu í
Washington. Booth kallaði
félaga sína saman í skyndi og
deildi út verkefnum fyrir þá.
TISKA
BREYTT HUGARFAR
í HÁTÍSKUNNI
Hugmyndin verður
að vera frumleg.
Sýningin verður að
vera skrautleg til að vekja at-
hygli fjölmiðla og auka sölu
vörunnar. Petta gera flestir
tískuhönnuðir sér ljóst en
ganga mislangt í því að hrista
upp í áhorfendum. Sumir
sýna fatnað sem þeir vita að
hneykslar fólk en setja síðan
allt annan klæðnað á almenn-
an markað. Aðrir halda sín-
um sígilda svip og enn aðrir
eru búnir að fá nóg af þess-
um skrautsýningum hátísku-
húsanna í París. í síðasta
hópnum eru ungir, framúr-
stefnulegir hönnuðir sem
skynja æðaslátt tíðarandans.
En hvað um það, flestir
líta þeir í kringum eða aftur í
ýmis tímabil sögunnar til að
fá hugmyndir. Stíll Jackie
Onassis og Marilyn Monroe
er nú í tísku sem og klæðnað-
ur aðalsins á sautjándu öld.
ítalski tískufrömuðurinn
Gianni Versace hélt sýning-
una á hausttískunni í Mflanó
nýverið og hneykslaði áhorf-
endur að vanda. Svarta fyrir-
sætan Naomi Campell gekk
inn á sviðið í svo stuttu og
þröngu pilsi að það glitti í
hvítu nærbuxurnar hennar.
Einhverjir sögðu þetta vera
sexí en aðrir sögðu að þarna
misbyði Gianni Versace
kvenlegum yndisþokka og
ekki í fyrsta sinn. Á fremsta
bekk í salnum sátu blaða-
menn tískupressunnar og
voru þungir á brún, tilbúnir
að fella dóminn. „Hvað með
konurnar á vinnumarkaðin-
um?“ spurðu einhverjir.
„Einu útivinnandi konurnar
sem geta klæðst þessu eru
vændiskonur,“ var svarið.
Sjálfur er Versace sagður
hafa hlegið dátt, því þetta
hafi einmitt vakað fyrir hon-
um.
Það er ekkert leyndarmál
að samkeppnin í tískubrans-
anum gerir það að verkum
að hönnuðirnar gangast upp í
því að vekja á sér athygli
með ýmsum bellibrögðum.
Látum vera hvort pilsfaldur-
inn síkkar aftur þegar haust-
ar, mikið af þessum fatnaði i
sem sýndur er nú fer aldrei á
slámar í búðunum. Mesta
auglýsingin er skrif í blöðum.
Þannig er nafni þeirra haldið
á lofti hvað sem hangir á
herðatrjám með mörgum
núllum á merkimiðum.
En hversu langt geta þeir
gengið? Hjálpar það þeim að
selja vöruna ef fyrirsæturnar
eru með túberað hár í
rakettustfl, greiðslu sem eng-
in venjuleg kona myndi láta
sjá sig með? Og svo virðist
sem einhverjir þeirra séu að
átta sig á því að betra sé að
fara hægar í sakimar. Mark-
aðurinn er stöðugt upplýstari
og konurnar vita hvað þær
vilja. Ef sýningin er út í hött
er hönnuðurinn og fatnaður-
inn það kannski líka. Tíma-
ritið Newsweek segir að
skipta megi helstu tískuhönn-
uðum heims niður í ákveðna
hópa. í fyrsta hópnum eru
þeir hönnuðir sem vilja vekja
¥
Ballettbúningur frá Christian
Lacroix eða hvað? Fatnaðurinn er
allavega hannaður til heiðurs
ballerínunni Silvie Guillem en hún
er guðmóðir nýja ilmvatnsins sem
hann hefur sent á markaðinn,
C’est la vie!
64 HEIMSMYND