Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 97

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 97
var Guðmundur Finnbogason lands- bókavörður en hann var doktor í heim- speki og sálarfræði frá Kaupmannahafn- arháskóla og var einn af áhrifamestu menntamönnum sinnar tíðar. Hann var forseti Hins Islenska bókmenntafélags í 20 ár, átti sæti í menntamálaráði og var ritstjóri Skírnis. Eftir hann liggur fjöldi bóka og ritgerða. Börn þeirra: 1. Guðrún Guðmundsdóttir (f. 1915), kona Bjöms Þorsteinssonar sagnfræðings og prófessors. Hann var doktor í sagn- fræði frá Háskóla íslands og prófessor við sama skóla frá 1971. Eftir hann liggur fjöldi bóka og hann var einhver áhrifa- mesti sagnfræðingur síns tíma. Kjördótt- ir þeirra er Valgerður Björnsdóttir (f. 1951) kennari í Kópavogi. 2. Vilhjálmur Guðmundsson (1918- 1969) efnaverkfræðingur, framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðja ríkisins 1948 til 1969. Kona hans var Birna Halldórsdótt- ir. Börn þeirra voru Laufey Vilhjálms- dóttir (f. 1942) næringarefnafræðingur, gift Samir Bustany efnaverkfræðingi frá Egyptalandi, Halldór Vilhjálmsson (f. 1946) viðskiptafræðingur í Reykjavík og Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir (f. 1949) þjóðfélagsfræðingur, gift Þórarni Þórar- inssyni arkitekt. 3. Örn Guðmundsson (1921-1986) við- skiptafræðingur, síðast framkvæmda- stjóri Kassagerðar Reykjavíkur, kvæntur Þuríði Pálsdóttur óperusöngkonu. Börn þeirra eru Gutinar Örn Arnarson (f. 1945) kerfisfræðingur, Kristín Arnardótt- ir (f. 1946), kona Hermanns Tönsberg skrifstofustjóra hjá Skrifstofuvélum hf., Guðmundur Páll Arnarson (f. 1954) blaðamaður og Laufey Arnardóttir (f. 1962) . 4. Finnbogi Guðmundsson (f. 1924) landsbókavörður í Reykjavík frá 1964. Hann er doktor í íslenskum fræðum og hefur setið í stjórnum margra félaga og meðal annars verið forseti Hins íslenska þjóðvinafélags frá 1967. Kona hans var Kristjana Pálína Helgadóttir læknir og dóttir þeirra Helga Laufey Finnbogadótt- ir (f. 1964). LAUNSONURINN Að lokum verður hér getið launsonar Vilhjálms á Rauðará. Hann var Theodór V. Bjarnar (1892-1926) kaupmaður í Reykjavík. Hann fórst með norska skip- inu Balholm fyrir Mýrum. Kona hans var Vilborg Vilhjálmsdóttir og voru börn þeirra þrjú: 1. Sigfríður Bjarnar (f. 1920) kennari, BA í ensku og frönsku, gift Halldóri Ol- afi Jónssyni bankafulltrúa. Synir þeirra eru Theodór Skúli Halldórsson (f. 1951) skrifstofustjóri hjá Lagmetisstofnun rík- isins og Gunnlaugur Halldórsson (f. 1963) 2. Guðtiý Bjarnar (f. 1922), kona Árna Björnssonar læknis, sérfræðings í lýta- lækningum. Börn þeirra eru Vilborg Árnadóttir (f. 1946) söngkona, gift Ara Jóhannessyni lækni, Kristín Árnadóttir (f. 1948) hjúkrunarfræðingur. gift Ás- geiri Þór Ólafssyni raftæknifræðingi, Björn Th. Árnason (f. 1950) fagottleikari og knattspyrnuþjálfari, Einar Sv. Arna- son ^f. 1952) kennari og æskulýðsleiðtogi og Árni Arnason (f. 1956). 3. Vilhjálmur T. Bjarnar (f. 1923) tannlæknir í Svíþjóð, kvæntur sænskri konu og eru afkomendur þeirra þar.D Arkitektar..._______________________ framhald af bls. 49. finnst voðalega gaman að fá að hjálpa mér að elda og baka. Börnin gefa manni svo mikið að mér finnst alveg synd að fólk skuli þurfa að vinna svo mikið að það hafi engan tíma fyrir bömin.“ Elín bjó í Kaupmannahöfn í sex ár á meðan hún var í námi og vann auk þess tvö sumur í Sviss. Hefur það að búa er- lendis mótað lífsstíl hennar að einhverju leyti? „Lífsstíllinn mótast auðvitað af þeim áhrifum sem maður verður fyrir og þegar ég var í Sviss kynntist ég mörgum Itölum, sem eru þekktir fyrir að kunna að meta fegurðina í lífinu. Þeir eru mjög framarlega í hönnun og matargerðarlist og Danir líka svo það hefur eflaust haft sín áhrif. Maður tekur inn fullt af áhrif- um frá því fólki sem maður umgengst og því umhverfi sem maður býr í. Síðan mótar maður umhverfi sitt út frá sinni upplifun af öllum þessum áhrifum. Þegar við fluttum heim gat ég til dæmis ekki hugsað mér að setjast að í einhverju af þessum nýju ógrónu hverfum. Eg var orðin svo vön því frá Danmörku að hafa gróður í kringum mig. Gömlu hverfin hafa líka miklu meiri sál en þessi nýju og svo er mikið atriði að hafa stóran garð. Ég er ekki orðin mikil garðræktarkona ennþá, en það er að koma svona smátt og smátt. Við settum niður lauka í haust í fyrsta skipti og í sumar langar mig til þess að reyna að rækta kartöflur og grænmeti. Fyrst og fremst til að börnin komist í snertingu við hringrás náttúr- unnar, en ég hugsa að ég hafi mjög gam- an af því líka.“ Elín býr í gömlu húsi sem hún er smám saman að gera upp, en enn sem komið er hefur hún ekki gert neinar gagngerar breytingar nema á eldhúsinu: „Það var eini gallinn á þessu húsi hvað eldhúsið var lítið og þröngt, svo ég byggði við það glerskála sem gefur okk- ur kost á því að njóta gróðursins í um- hverfinu þótt við sitjum inni. Allt annað í húsinu er eins og það var þegar við fluttum inn. Auðvitað höfum við komið okkur fyrir eftir eigin höfði. Fólk mótar alltaf umhverfi sitt. Maður flytur ekki bara inn í einhvern kassa og verður hann. Það er einmitt verkefni arkitekta að hjálpa fólki að móta umhverfið eftir eigin þörfum og persónueinkennum. taka mið af hverjum einstaklingi fyrir sig og því hvernig hann vill lifa. Það á ekki að láta tískusveiflur stjórna því hvernig maður býr, þótt auðvitað spili þær alltaf inn í.“ Ein af þeim tískusveiflum sem gengið hafa yfir á undanförnum árum er uppa- mennskan og Elín viðurkennir að hafa ekki verið ósnortin af henni: „Við áttum okkar uppatímabil áður en börnin komu til sögunnar. Maðurinn minn var að vinna hjá Flugleiðum og við ferðuðumst mikið, skemmtum okkur mikið og lifð- um að miklu leyti eftir formúlu uppanna. En ég held að við séum ekkert ein um það að hafa snúið frá þeirri stefnu. Hún gefur manni ansi lítið til lengdar.“ Á heimili Elínar er mikið af myndlist og hún segist hafa alist upp í því að meta góða list: „Kristján Davíðsson er minn uppáhaldsmálari, kannski vegna þess að hann er vinur foreldra minna og ég ólst upp við myndir hans. Ég fer mikið á myndlistarsýningar og margir af vinum okkar eru listamenn svo þetta hangir allt saman. Arkitektúr er ekki bara vinnan mín heldur mitt aðaláhugamál og ég les mikið af fagtímaritum og reyni að fylgj- ast sem best með í greininni. Þar kemur myndlistin líka inn í því allar listir tengj- ast, hafa áhrif hver á aðra og endur- spegla tíðarandann hverju sinni. Fallegir hlutir göfga líf manns, það er engin spurning, og það á jafnt við um list og listiðnað og alla hönnun. Hvað aðrar listir áhrærir þá hef ég mjög gaman af tónlist, bæði klassískri og nútímatónlist. Ég lærði á píanó í nokkur ár og get gutl- að á það, en er nú enginn tónsnillingur. Ég les ekki mikið fyrir utan fagtímaritin, maður kemst ekki yfir að sinna öllu þótt maður gjarnan vildi.“ Elín er glæsilega klædd og greinilega úthugsað og hún segist vera mjög með- vituð um það hvernig hún klæðist: „I fatnaði, eins og öðru, hrífst ég mest af góðri hönnun og leita eftir hönnuðum sem falla mér í geð. Ég er ekkert alltaf neitt óskaplega fín, geng gjarnan í stórri skyrtu og gammosíum hér heima á kvöldin, en þegar ég fer að tala við við- skiptavini legg ég mikið upp úr því að vera vel til fara, að fötin séu í samræmi og fari mér vel þannig að viðskiptavinur- inn fái traust á mér sem arkitekt. Svo er auðvitað mikið atriði að mér líði vel í fötunum og finni að ég muni nota þau mikið. Ég kaupi ekki föt sem eru óþægi- leg, jafnvel þótt mér finnist þau falleg.“ En þótt fegurðin að utan sé snar þátt- ur í lífi Elínar, þá leggur hún þó mest upp úr því að vera sjálfri sér samkvæm og börnum sínum góð móðir: „Hlýja og manneskjulegheit eru það sem ég met mest og ég vona svo sannarlega að þessi áhersla á innri manninn haldi áfram. Efnisheimurinn er svo takmarkaður og gefur þegar upp er staðið svo lítið á móts við það sem ást barnanna og sátt við sjálfan sig gefur.“ Andleg og líkamleg vellíðan □ HEIMSMYND 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.