Heimsmynd - 01.05.1990, Side 46

Heimsmynd - 01.05.1990, Side 46
unnudagsmorgunn í kjallara- íbúð við Ægisíðuna. íbúðin M H er lítil, en notaleg og ■ ■ skemmtilegt sambland gam- alla og nýrra húsgagna setur á hana sérstakan svip. Hús- ráðandinn er líka sérstök. Grönn, glæsileg og sjálfsör- ^Hugg kona sem greinilega veit ■■ ^Hhvað hún vill og er vön því ■■ jH^að fá það sem hún vill. Helga Benediktsdóttir heitir hún, er arkitekt sem vinnur sjálfstætt og rekur, ásamt þremur systrum sínum, verslunina Gegnum glerið sem sérhæfir sig í listrænum húsgögnum og húsbún- aði. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á arkitektúr og hönnun fyrir heimili og því hafi það verið kærkomið tækifæri að stofna þessa verslun, þar sem hún selur meðal annars hluti hannaða af kunningja hennar, breska arkitektinum Peter Leonard. Annars hrífst hún mikið af ít- alskri hönnun og segir ítali gleggsta dæmið um það að nauðsynlegt sé að koma kennslu í fagurfræði inn í skóla- kerfið: „Það vantar algjörlega alla fagur- fræðilega fræðslu í skólum hér. Teikn- ing, söngur og handavinna voru kölluð aukafög þegar ég var í skóla og alveg undir hælinn lagt hvort fólk mætti í þau yfir höfuð. Ég fann það best þegar ég var‘að stúdera listasögu í arkitektúmám- inu hversu mikla undirstöðu mig skorti í því að skynja þróunina og samhengið í listinni. ítalir byggja á stórkostlegri menningu, alast upp við frábæran arki- tektúr allt í kringum sig og læra að meta fegurðina frá bamæsku. Enda eru þeir mjög framarlega í allri hönnun og hugsa alltaf um það að hlutimir séu fallegir fyr- ir augað. Fagurfræði er flókið hugtak en í mínum huga kemur fegurðin best fram þegar hlutir eru hannaðir þannig að notagildið, efnið og formið harmonera vel saman. Ég er ekki hlynnt því að skreyta hluti skrautsins vegna og finnst síð-módernisminn, sem hefur verið svo sterkur undanfarið, allt of yfirborðs- kenndur. Það verður allt að spila saman og formið má ekki taka yfir á kostnað notagildisins. Það er lítið gagn að því að hlutir séu smart ef ekki er með góðu móti hægt að nota þá. Ég er mest fyrir einfalda, stílhreina hluti sem taka mið af efninu sem þeir eru gerðir úr fyrst og fremst.“ Helga er gift Jónasi R. Jónssyni og á eina uppkomna dóttur og segist ekki al- mennilega vita sjálf hvaða lífsstíl hún hafi: „Eg fylgi auðvitað að einhverju leyti tíðarandanum og stefnan er sú að slá af kröfunum sem gerðar hafa verið undanfarið. Það er sveifla í átt að húm- anisma núna og í samræmi við það fer fólk að hugsa meira um andlega og lík- amlega vellíðan. Ég er mjög fylgjandi líkamsrækt, þótt ég sé ekkert mjög dug- leg við að stunda hana þessa stundina, H I__wLelga Benediktsdóttir heitir hún, er arkitekt sem vinnur sjálfstœtt og rekur, ásamt þremur systrum sínum, verslunina Gegnum glerið sem sérhœfir sig í listrœnum húsgögnum og húsbúnaði. nema sundið. Við hjónin byrjum flesta morgna á því að fara í sund og það gerir mann miklu færari um að takast á við daginn. Maðurinn minn er á kafi í því að rækta heilsuna og það er hann sem tínir matvæli með aukefnum í upp úr körf- unni hjá mér þegar við erum að versla. Það gengur þó ekki svo langt að við sé- um á tómu heilsufæði. Hann er stórkost- legur kokkur og mesta furða að ég skuli ekki vera öll á þverveginn. Við gerum mikið af því að fá til okkar vini og kunn- ingja í mat og þá gjaman til að prófa eitt- hvað nýtt og spennandi. Maðurinn minn hefur mjög gaman af tilraunamennsku í eldhúsinu og mér finnst líka mjög spenn- andi að reyna eitthvað nýtt. Matargerð er mikið áhugamál hjá okkur og þá helst framandi fæði, ind- verskt, kínverskt eða tælenskt. Sushi- réttirnir japönsku eru líka mjög góðir og einmitt tilvalið fyrir okkur Islendinga með þennan góða fisk að notfæra okkur matreiðsluaðferðir annarra þjóða til að gera hann meira spennandi, í stað þess að borða hann alltaf soðinn eða steiktan. Á veitingahúsum erlendis eru fiskréttirn- ir oftast dýrustu og fínustu réttirnir, en hér heima finnst mörgum asnalegt að fá sér fisk þegar farið er út að borða. Þetta er þó sem betur fer að breytast og marg- ir farnir að hafa áhuga á því að nýta bet- ur ýmsar fisktegundir sem áður þóttu ómeti. Það er nú ekki svo langt síðan humrinum var hent og það getur vel ver- ið að ýmis sá fiskur sem fólk ekki vill borða núna verði í framtíðinni álitinn álíka lostæti og humar.“ Góðum mat tilheyrir gott vín og Helga er einnig áhugamanneskja um léttvín: „Ég er mest fyrir þurr vín, frönsk eða ít- ölsk, en hef minna dálæti á þeim þýsku, þau eru of sæt. I víninu eins og í matnum finnst mér gaman að prófa nýjar tegund- ir og geri mikið af því. Við komum sam- an vinirnir og smökkum vín og berum saman, ræðum galla þeirra og kosti og höfum mikla ánægju af því. Einn vinur okkar keypti nýlega vínyrkjubúgarð í Frakklandi og það verður spennandi að fylgjast með því hvemig honum gengur í þeim bransa.“ Helga lauk prófi í arkitektúr frá Uni- versity of Southern California í Los Ang- eles fyrir þremur árum og hafði þá verið búsett í Bandaríkjunum í sex ár. Hún segir það hafa verið erfitt að koma heim, en hún hefði þó ekki viljað setjast að í Bandaríkjunum: „Það var margt sem maður saknaði fyrst eftir heimkomuna, sérstaklega fann ég fyrir því hvað vöru- úrvalið er miklu minna hér. Ég var í ei- lífum samanburði fyrsta árið eða svo, en svo aðlagast maður íslenskum lifnaðar- háttum aftur. Það var veðrið og skamm- degið sem fór mest í taugarnar á mér eft- ir að ég kom heim og að geta ekki verið meira utan dyra. Veðurfarið í Kaliforníu á mjög vel við mitt skaplyndi og ég við- urkenni að ég sakna þess svolítið ennþá. Ég vil hafa dimmt á nóttinni og bjart á daginn og sumarbirtan hér á nóttinni ruglar mig svolítið í ríminu.“ 46 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.