Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 62

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 62
sem dansari en lagði einnig stund á nám í fiðluleik. Ferill hans sem fiðluleikari og tón- skáld hófst í París 1728 og var hann síðar ráðinn við hirð konungs. Síðustu æviár hans voru erfið en talið er að eig- inkona hans hafi myrt hann 1764 en þá höfðu þau slitið samvistum. Hann skrifaði nokkur verk fyrir fiðlu auk óperunnar Scylla et Glaucus. Ævintýrakonan Calamity Jane (Ólukku-Jana), sem var viðurnefni Mörtu Jane Burke, fæddist í Mont- anafylki í Bandaríkjunum í maí 1852. Staðreyndir um líf hennar eru nokkuð á reiki þar sem hún var þekkt fyrir að segja ýkjusögur af sjálfri sér auk goðsagna sem til hafa orðið um hana. Ævintýrakonan í villta vestrinu. Sem barn að aldri fór hún með foreldrum sínum í hest- vagni yfir Bandaríkin í átt til vesturstrandarinnar. Móðir hennar dó á leiðinni og faðir hennar skömmu síðar. Mun- aðarleysinginn stóð á eigin fótum og flæktist um í villta vestrinu. Hún vann fyrir sér sem matreiðslukona og dans- mær eða hvað sem til féll. Tuttugu og fjögurra ára göm- ul kom hún til Deadwood í South Dakota þar sem gull- gröftur stóð yfir og tók að sér að flytja vistir og tæki til gull- grafaranna. Þarna hitti hún Bill Hickok en sögusagnir eru um ástarsamband þeirra í milli. Bill Hickok var skotinn til bana á krá skömmu síðar en sagan segir að þau hafi Nýi ilmurinn þurfti að vera táknrænn fyrir eitthvað sem væri öllum karlmönnum sameiginlegt og egóisti varð niðurstaðan. NÝJUNGAR Það hefur hingað til ekki verið talið hrósyrði að segja um karlmann að hann sé egóisti. En snyrtivörufyrir- tæki Chanel ætlar sér að breyta því. Þann 23. apríl markaðssettu þeir nýja snyrtivörulínu fyrir karlmenn og línan sú ber einmitt nafnið Egoiste. í leit að nafni fyrir nýja ilminn höfðu starfsmenn Chanel þrennt að leiðarljósi: nafnið þurfti að vera sterkt, skiljast á sem flestum tungu- málum og vera táknrænt fyrir eitthvað sem flestum karl- mönnum væri sameiginlegt. Og egóisminn varð ofan á. Ekki í neikvæðri merkingu þó, heldur í þeim skilningi að egóistinn er óhræddur við að fara eigin leiðir og fylgja eigin sannfæringu. Hann er ekki hópsál heldur einstaklingur sem skilur að með því að setja sjálfan sig í fyrsta sæti kemst hann lengst. „Egóisti er maður sem veit hvað hann vill,“ segja þeir hjá Chanel, „og hann velur einungis það besta handa sjálfum sér.“ Starfsmenn Chanel hafa verið á þönum um alla Evrópu undanfarna mánuði að kynna þessa nýju herralínu og þeir setja markið hátt því markmiðið er að vera orðnir sölu- hæstir í herrailmi í Evrópu innan þriggja ára. Ekkert er til sparað og var Jean Paul Gaultier fenginn til að gera aug- lýsingakvikmynd, sem íslenskum bíógestum gefst nú kost- ur á að sjá í nokkrum kvikmyndahúsum borgarinnar. Fimmtíu fyrirsætum, hóp af kvikmyndagerðarmönnum og öðru starfsfólki var smalað saman og haldið til Brasilíu þar sem myndin var tekin. Kostnaðurinn var um tvær milljónir dollara, en það er ekki verið að spá í slíka smáaura þegar markmiðið er að leggja heiminn að fótum sér. hist löngu áður og átt saman dóttur sem komið var í fóst- ur. Svo mikill ævintýraljómi tengdist nafni konunnar Calamity Jane að blaðamenn voru farnir að skrifa langar greinar um hana og lífið í Deadwood áður en hún náði þrítugsaldri. Rúmlega fertug að aldri giftist hún Clinton Burke sem ók leiguvögnum og eftir það fór hún í sýningarferða- lög um miðríki Bandaríkj- anna og endaði í New York um aldamótin á sýningu Pan Am flugfélagsins á lífinu í Villta vestrinu. Hún var rek- in vegna drykkjusýki og sneri aftur til Deadwood flestum gleymd og grafin. Þýska tónskáldið Johannes Brahms sem skrifaði sinfóníur, konserta, píanóverk og yfir tvö hundruð lög á róman- tíska tímabilinu, fæddist þann 7. maí 1833 í Hamborg og dó 1897 í Vín. Hann samdi sitt þekktasta verk fyrir kór í Vín, Ein deutsches Requiem, sem var frumflutt 1868 og lauk fjórum sinfóníum á tímabilinu 1876 til 1885. Stóru B-éin þrjú en Brahms var eitt þeirra. Hæfileikar hans komu snemma í ljós. Faðir hans var félaus homaleikari en hjá honum fékk Johannes litli sína fyrstu leiðsögn. Níu ára gamall komst hann í einka- kennslu til virts píanókenn- ara, Eduard Marxsen, en sá ráðlagði föður Brahms frá því að senda soninn efnilega í tónleikaferð um Bandaríkin. Johannes var nemandi hans um árabil og lagði peninga til heimilis síns með því að spila 62 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.