Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 59
Estella Lefebure
Milla
Eva Herzigova
Monica Bellucci
Poulina Porizkova
Stephanie Seymour
Iman
kynþokkafull og opinská, al-
in upp hjá einstæðri móður í
smábæ í miðvesturríkjunum.
Estelle Lefebure er 23 ára,
frönsk, ljóshærð með náttúr-
lega fegurð. Hún er 175
sentímetrar á hæð og málin
eru 92-62-90. Hún er langvin-
sælasta franska fyrirsætan um
þessar mundir.
Paulina Porizkova hefur
verið áberandi undanfarin ár.
Fyrir utan fyrirsætustörfin
hefur hún leikið í nokkrum
kvikmyndum og getið sér
góðan orðstír. Paulina er
pólsk og uppáhaldsfyrirsæta
Estée Lauder í snyrtivöru- og
il mvatnsauglýsingum.
Sænska stúlkan Tatjana
Patitz er 23 ára og í hópi
þeirra allra eftirsóttustu. Hið
sama gildir um hina kanad-
ísku Lindu Evangelista sem
einnig er 23 ára. Hún er ein
fárra fyrirsæta á toppnum
sem er með hárið stuttklippt
og er 177 sentímetrar á hæð
en málin eru 86-68-88.
Þær eru ekki margar ít-
ölsku fyrirsæturnar sem hafa
náð toppnum en ein þeirra er
án efa Monica Belluci, 23 ára
gömul. 170 sentímetrar á hæð
og málin eru 89-60-89. Hún
geislar af ítölskum kynþokka
og er svo kvenleg að ljós-
myndarinn Frederic Meylan
sagði að orðið tíska gæti ekki
hvarflað að nokkrum sem
myndaði þessa þokkadís.
Þær fyrirsætur sem virðast
ná hvað mestum árangri í
tískuheiminum nú eiga margt
sameiginlegt. Þær eru allar
mjög hávaxnar og barmmikl-
ar, hárið sítt og munnsvipur-
inn áberandi, augnabrúnir
breiðar og húðin ólívulituð.
Áhersla á kynþokka er mikil
en sumar þeirra halda einnig
í barnslega ímynd eins og
Stephanie Seymour, 21 árs
stúlka frá Kaliforníu sem er
178 sentímetrar á hæð.
Þá eru að koma inn á sjón-
arsviðið fagrar austantjalds
fyrirsætur eins og Eva
Herzigova, sautján ára
tékknesk stúlka sem er tæpir
180 sentímetrar á hæð en við
hana eru bundnar miklar
vonir. Og sumar eru barn-
ungar eins og hin þrettán ára
gamla Milla frá Júgóslavíu
sem þegar er orðin eftirsótt
ljósmyndafyrirsæta og við
það að stíga sín fyrstu skref á
hvíta tjaldinu.
HEIMSMYND 59