Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 18

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 18
hafa aðgang að sjóðum en það gildir ekki lengur." Úr herbúðum stuðnings- manna Víglundar í þessum kosningum heyrist hins vegar að Valfells- og Vífil- fellsblokkin hafi lagt upp með tólf pró- sent atkvæða og þá hafi aðeins bæst við önnur tólf prósent. „Eg var nokkurn veginn öruggur með að fá fjórðung atkvæða. Vinir mínir töldu það sigur fyrir mig ef ég fengi yfir tuttugu af hundraði. Það eru um tvö hundruð aðilar skráðir í Félagi íslenskra iðnrekenda en 150 greiddu atkvæði í for- mannskjörinu. Eftir á að hyggja var þetta prúðmannlegur slag- ur og Víglundur er ágætur maður. Það væri betra að hafa hann hérna megin rimlanna en hinum megin,“ bætir hann svo við glott- andi. Hann segist vilja fá frið til að reka fyrirtæki sitt heiðarlega í sam- keppni við aðra. „Ég vil fá frið fyrir þessum donkíkótum sem eru alltaf að at- ast í okkur. Þegar Davið setti þessa verksmiðju á stofn var þess farið á leit við okkur að við gæfum eftir tíu pró- sent af okkar mark- aðshlutdeild. Ég spurði forsvarsmann hjá Sjóvá/Almenn- um hvort hann myndi vera tilbúinn að gefa Reykvískum endurtryggingum eftir tíu prósent af sinni markaðshlut- deild. Hvað eru þessir menn að hugsa? Þetta er svo lítið land að ef einn er hann kominn upp í nasimar á næsta manni. Hann spyr mig hvemig mynd verði dregin upp af honum í HEIMSMYND. „Þú mátt ekki segja að ég sé í ítölskum jakkafötum eins og Svavar Egilsson,“ segir hann brosandi og vísar í viðtal við hinn nýja spútnikk í viðskiptalífinu sem var í þessu blaði síðastliðið haust. „Ann- ars held ég að manninum í ítölsku jakka- fötunum ætli jafnvel að takast að bjarga Arnarflugi,“ heldur hann áfram með viðurkenningu í röddinni. „Ég held að hann sé svolítill ofurhugi. Hið eina skyn- samlega í stöðunni fyrir Arnarflug er að fá Flugleiðir til að kaupa félagið. Fyrir hans tilstilli gerðist Vífilfell hluthafi að Arnarflugi á sínum tíma þótt hann viður- kenni nú að félagið sé „alger bömmcr" fjárhagslega. „Okkur fannst þetta þjóð- þrifaverk en Arnarflugi var aldrei ætlað að skila arði. Eina vitið hefði verið fyrir Flugleiðir að kaupa Arnarflug þegar þeim stóð það til boða í fyrra,“ segir hann hreinskilnislega. Það eru fleiri fjárfestingar sem Lýður hefur staðið í sem ekki hafa skilað Vífil- felli arði fyrir utan smjörlíkisgerðina Akra og Arnarflug. Snakkiðjan, fram- leiðsla á laukhringjum og fleira snakki sem ekki var steikt upp úr olíu, var mis- tök og hann viðurkennir það. „Minute Maid ávaxtasafinn mætti ganga betur. Eimskip keypti af okkur skipafélagið Ok sem við höfðum keypt hlut í ásamt Hag- kaupsmönnum í fyrra og borguðu vel. Auðvitað hef ég gert ýmis mistök. Þegar lögfræðingur þeirra sem stóðu í málaferl- um við Pétur á sínum tíma þóttist hróð- ugur geta bent á að ég hefði nú gert þessi og hin mistökin varð ég fyrstur til að við- urkenna það. Ég sagði honum að þessi mistök sýndu að ég væri mannlegur.“ Hann segir Kóka kóla fyrirtæk- ið orðið það sterkt á mark- aðinurn hér, „að það er erfitt að hringla með okkur leng- ur.“ Hann viðurkennir að auðvitað hafi Kók reynt að hafa áhrif í af pólitík. „Al- bert Guðmundsson var til dæmis á sínum tíma okkar tengiliður við Sjálfstæðisflokkinn. En það má segja að okkur þyki akkur í því að hafa það mikil áhrif að við getum dregið úr skaðlegum áhrifum." „Það er satt að hluta,“ segir hann að pólitíkin sé sá vettvangur sem fyrirtækin bítist á. „Kóka kóla fyrirtækið hefur al- þjóðlega ímynd og því reyna margir að koma höggi á það. Oft er sagt að Kóka kóla sé kóróna kapítalismans og því verði það frekar fyrir árásum á meðan önnur fyrirtæki geta haldið sig í skuggan- um. Núverandi ríkisstjórn hefur leikið lausum hala í hálft annað ár með þeim afleiðingum að gosdrykkir og neysla þeirra sætir meiri skattlagningu en nokk- urs staðar annars staðar í heiminum. Kók er almenn neysluvara. Það er óá- fengt og ekki stétt- skiptur vamingur. Jafnt háir sem lágir geta veitt sér að drekka Kók óháð efnahag og því er fáránlegt að skatt- leggja neysluna svona mikið.“ Skrifstofa Lýðs í höfuðstöðvum Vífil- fells í Haga á Hofs- vallagötu er í hom- herbergi á efstu hæðinni. Handan gangsins er skrif- stofa Péturs Björns- sonar en í herbergi á milli þeirra situr einkaritarinn. Uppi á vegg á skrifstofu Lýðs hanga inn- römmuð prófskír- teini og málverk eft- ir Kjarval, Helga Þorgils bróður hans og Pétur Björnsson, forstjóra Kók, auk ljósmynda af dætr- unum. Við fundar- borð eru sex svartir dúnmjúkir leðurstól- ar og gamaldags kókkælir í hominu. Rosa Danica vindla- pakki er á skrifborð- inu og kaffikanna. Hann drekkur um tvo lítra af kaffi á dag og reykir tíu stóra vindla. „Það er ógeðsleg tilhugsun,“ seg- ir hann. Það hvarflar að manni hvernig stjórn- andi þessi ungi maður er. Hann hefur þegar sagt mér að stefna hans hjá Kók sé að borga fólki betur en almennt gerist í einkageiranum. „Kannski borgum við of há laun. Ég veit það ekki en hitt er víst að ég geri líka miklar kröfur. Það er erf- itt að vinna fyrir mig. Það má kalla þess- ar yfirborganir óþægindaálag. Ég geri þær kröfur að fólk vinni mikið og leggi mikið á sig. Ég hika ekki við að hringja í starfsfólk mitt á kvöldin og um helgar enda er sýnt að afköst á hvem starfs- mann hér eru hærri en gerist og gengur. Keppinautar hafa reynt að ræna frá okk- ur fólki en við reynum líka að gera vel við okkar starfsmenn og viljum engan reka. Nú er svo komið að við erum með hæstu framleiðni Kókfyrirtækjanna á Norðurlöndum. Á fundarborðinu liggja bæklingar í rauðum kápum sem Lýður Á skrifstofunni ásamt samstarfskonunum Hrafnhildi og Kristbjörgu. 18 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.