Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 57

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 57
ritið Ný æska. Ritstjóri þess var þekktur menntamaður sem óhræddur réðst gegn ríkjandi kerfi og hugmynd- um. Þessi nýja hreyfing gagn- rýndi hefðbundnar kenningar Konfúsíusar en vakti athygli á vestrænum lýðræðishug- myndum og vísindahyggju. Þann 4. maí, 1919 gerðist svo sá atburður sem hreyf- ingin er kennd við. Þá söfn- uðust þrjú þúsund stúdentar í Peking saman og efndu til mótmæla vegna friðarráð- stefnunnar í Versölum þar sem bundinn var endi á fyrri heimsstyrjöld og gerðir samningar þar sem Japanir áttu að fá kínversk landsvæði sem höfðu verið undir yfir- ráðum Þjóðverja. Kínversk stjórnvöld höfðu samþykkt þessa ákvörðun og olli það reiði námsmannanna sem brenndu hús eins ráðherra ríkisstjórnarinnar. Vikurnar í kjölfarið urðu uppþot víða um landið og margir ungir menn létu lífið. Kaupmenn og verkamenn í Shanghai og víðar fóru í samúðarverkföll með námsmönnunum og á endanum fór stjórnin frá og hætt var við að skrifa undir friðarsamninginn við Þjóð- verja. Menntamannahreyfingin átti eftir að hafa víðtæk áhrif í kínversku þjóðlífi. Kuomin- tang eða þjóðernisflokkurinn sem Chiang-Kai-shek síðar leiddi var endurskipulagður og grundvöllur lagður að stofnun kínverska kommún- istaflokksins um leið. Faðir stjórnkænskunnar. Italski stjórnvitringurinn og fræðimaðurinn Niccolló Machiavelli fæddist þann 3. maí árið 1469 í Flórens og dó þar líka 58 Hanna María Karlsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. LEIKHÚS Hvað gerist þegar fjörutíu og tveggja ára gömul móðir og húsmóðir, sem finnst líf sitt hvorki fugl né fiskur, tekur sig til, pakkar niður í töskur og skilur eftir miða á eldhúsborðinu: „Er farin til Grikklands. Kem eftir hálfan mánuð“? Svör við því fáum við í leik- ritinu Sigrún Ástrós eftir Willy Russell sem frumsýnt verð- ur á litla sviði Borgarleikhússins í byrjun maí. Þetta er ein- leikur og það er Margrét Helga Jóhannsdóttir sem fer með eina hlutverkið í leiknum, hlutverk Sigrúnar Astrósar. Margrét Helga valdi verkið sjálf og fékk Hönnu Maríu Karlsdóttur til að leikstýra og er þetta fyrsta leikstjórnar- verkefni Hönnu Maríu hjá atvinnuleikhúsi. Saga Shirley Valentine, eins og Sigrún Ástrós heitir á frummálinu, hef- ur verið kvikmynduð og hlaut Pauline Collins Globeverð- launin sem besta leikkonan fyrir túlkun sína á hlutverkinu. En hver er þessi Sigrún? Hún er ósköp venjuleg húsmóðir sem hefur látið lífið renna sér úr greipum, án þess eiginlega að taka eftir því. Eiginmaður hennar og börn líta á hana sem hvert annað húsgagn og þótt bömin séu nú flutt að heiman og farin að lifa eigin lífi vilja þau hafa mömmu í bakhöndinni ef eitt- hvað kemur upp á. Sigrún er því læst í hlutverki hinnar alltumvefjandi húsmóður og hefur fátt annað sér til upp- lyftingar en að staupa sig á hvítvíni á meðan hún býr til kvöldmatinn og velta því fyrir sér hvað hafi orðið af ungu kjörkuðu stúlkunni sem giftist honum Jóa fyrir margt löngu og settist að í þessu húsi. En Sigrún Ástrós er þó ekki með öllu útilokuð frá lífinu. Vinkona hennar manar hana upp í að koma með sér í hálfs mánaðar ferð til Grikk- lands og eftir miklar bollaleggingar og rökræður við sjálfa sig slær Sigrún til. Þessi ferð verður til þess að hún tekur líf sitt til endurskoðunar, uppgötvar að hún getur staðið á eig- in fótum og þarf ekki að fela sig á bak við hlutverk móður og eiginkonu. Hún rís úr öskustónni eins og hver önnur nútíma Öskubuska og tekur stjórn lífs síns í eigin hendur. Það er mikil þraut að halda athygli áhorfenda einn á sviðinu í tvo tíma og Margrét Helga viðurkennir að þetta sé með þyngri þrautum sem hún hafi tekist á hendur en vissulega vel þess virði. „Þetta er svo gott verk,“ segir hún, „textinn er svo margræður og skilur svo mikið eftir sig að hann hjálpar mér mikið. Þetta er eitthvert erfiðasta en jafnframt mest gefandi verkefni sem ég hef tekist á við á mínum ferli og er þó af nógu að taka.“ Það var Þráijdur Thoroddsen sem þýddi verkið og stað- færði og gerði Sigrúnu Ástrós að dæmigerðri íslenskri hús- móður sem við öll könnumst við. Og nú er bara að drífa sig í Borgarleikhúsið og sjá með eigin augum hvernig hún Sigrún okkar Ástrós spjarar sig í útlandinu.D ára gamall. Hann var mikill ættjarðarsinni og fyrsti stjórnmálafræðingurinn en merkilegasta verk hans Furst- inn hefur gert hann ódauð- legan í heimi stjórnvísind- anna. Machiavelli var kominn af efna- og áhrifafólki. Faðir hans var doktor í lögum og sá eini í ættinni sem bjó við fá- tækt. Vegna skulda sinna fékk hann ekki að gegna op- inberu embætti en var í að- stöðu til að hirða arð af land- svæði sem hann hafði erft. Enda skrifaði sonur hans síð- ar að hann hefði lært að vera án hlutanna áður en hann lærði að njóta þeirra. Fátækt- in gerði það að verkum að Niccoló fékk ekki þá mennt- un sem sæmt hefði hæfileik- um hans og gáfum. Hann lærði latínu hjá lélegum kennurum og annarrar menntunar aflaði hann sér sjálfur af bókum sem voru einu gæðin sem æskuheimilið bjó yfir. Þessi sjálfsmenntun gerði það að verkum að hann náði að þroska sérstæðar gáf- ur sínar án þeirra tísku- strauma sem ríktu í menntun og upplýsingu samtímans. Hann komst í nokkuð áhrifamikið embætti í Flór- ens, gegndi stöðu sendifull- trúa og var við frönsku hirð- ina um aldamótin 1500. Þá var hann einnig um fimm mánaða skeið handan Alp- anna og kynntist þar sterkri þjóð sem bjó í einingu undir stjórn eins fursta. Þegar hann kom aftur til Flórens var hinn spillti Cesar Borgia við það að eyðileggja stjórnkerf- ið þar með tilraunum sínum til að stofna eigið fursta- dæmi. Machiavelli var óhræddur við að takast á hendur hættu- leg ferðalög enda fremur maður athafna en orða. í fyrsta verkinu sínu um tengsl við byltingaröfl kom hann fram með þá kenningu að heimurinn hefði alla tíð verið byggður fólki með sömu hvatir og þrár. Einna mesta athygli hans vakti samt hinn metnaðargjami Cesare Borg- ia og er hann talinn fyrir- myndin að furstanum. En að- dáun hans á stjórnarháttum furstans fór ekki saman við andúð hans á manninum Cesare Borgia. Þegar faðir Cesare, Alexander VI páfi, dó fór að halla undan fæti hjá Borgia fjölskyldunni og HEIMSMYND 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.