Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 15

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 15
Kók og hagur fyrirtækisins skiptir mestu máli.“ Hann er áfjáður í að heyra álit annarra um sig og hann virðist ekki kippa sér upp við það þótt fólk segi honum til syndanna, þótt það eigi kannski ekki við um samstarfsfólkið. Hann ólst upp í Búðardal og síðar Stykkishólmi þar sem faðir hans, Friðjón Þórðarson alþingis- maður og fyrrverandi ráðherra, var sýslumaður. Hann var næstyngstur fimm systkina og átti þijá eldri bræður. Þeir slógust mikið og móðir þeirra brá á það ráð að birtast með blauta gólftusku þeg- ar henni var nóg boðið. Lýður litli var sérlega ódæll á köflum og sagði afi hans einu sinni við guttann að hann ætti að hypja sig út í fjárhús með hundunum, þar ætti hann heima. En það hefur ræst vel úr systkinahópnum og eru þrír bræðranna þjóðþekktir. Þórður sá næst- elsti er forstjóri Þjóðhagsstofnunar og Helgi Þorgils þekktur myndlistarmaður. Elsti bróðirinn Sigurður Rúnar er mjólk- urbústjóri á Búðardal og yngsta barnið, Steinunn, flugfreyja hjá Flugleiðum. Þegar faðir hans Friðjón fór á þing í Reykjavík f974 fluttist fjijlskyldan þang- að og var yfir vetrartímann. Lýður gekk í Menntaskólann í Hamrahlíð og þegar hann varð stúdent átti hann orðið íbúð. „Kjallaraholu,“ segir hann sjálfur. Hann var í sex sumur á sjó, þar af eina neta- vertíð, og vann oftast með námi. Lýður var einnig lögregluþjónn háskólaárin eins og kom í ljós þegar við hittumst í kaffi á sunnudagseftirmiðdegi á Hard Rock í Kringlunni. Inn snarast Lýður í leðurúlpu, gallabuxum og tréklossum. „Ég kem alltaf með nemend- ur mína hingað árlega og Tommi segir þeim frá lífshlaupi sínu,“ segir hann. Tommi er Tómas Tómasson, eigandi Hard Rock og fleiri staða með litskrúð- ugan feril að baki. Nemendurnir sem hann talar svo stoltur um eru nemendur hans í Háskóla Islands þar sem hann er í hálfri lektorstöðu í viðskiptafræðideild- inni. Hann er kolbrúnn og nýkominn frá Austurríki þar sem hann var á skíðum í viku. Fyrr í vetur var hann í Singapore í viku með nemendum sínum sem voru að útskrifast úr viðskiptafræðideildinni. „Ég skil ekki hvernig hann nennir þessu,“ segir annar veraldarvanur forstjóri. En Lýður nennir. Kvöld eftir kvöld fer hann á veitingahús með erlendum gestum og segir hálfmæðulega: „Það er þreytandi. Þetta kemur í gusum en hvað gerir mað- ur ekki fyrir Kók.“ Og hann fer líka er- lendis til að hitta Kóka kóla menn sex til sjö sinnum á ári. Einn stórforstjóranna er bandarískur, búsettur í Kólombíu. Þangað hefur Lýður farið með tengda- foreldrum sínum og konu en þá hefur forstjórinn sótt þau í einkaþotu til Miami og siglt með þau á snekkju sinni um Magdalena fljótið. Þess á milli búa þau í einkahýbýlum hans þar sem níutíu líf- verðir gæta hans. Lýður sýnir mér ljós- Tvöfaldur raki ACO Fuktlotion! Með og án ilmefna. Fæst aðeins í apótekinu RIRTAK hf. sími 91-3 20 70 ACO FUKTLOTlON gefur húð þinni tvö náttúruleg rakabindiefni. Finndu sjálf hve ACO Fukt- lotion smýgur hratt inn í húð- ina án þess að klægi eða svíði undan og hve húðin verður mjúk. ACO FUKTLOTION ilmar einnig þægilega. Heldurðu að þú finnir betri húðmjólk? Hún er notaleg fyrir allan líkamann. HEIMSMYND 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.