Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 63

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 63
BÆKUR Nöfnin eru ekki á heimildaskránni samt hafa þau komið meira við sögu í bandarískum bókmenntum en margir aðrir áhrifavaldar. Þetta eru þöglu gestirnir í samkvæmislífinu, svefnher- bergjunum og undir borðunum. Þetta eru nöfn ágætra kunningja en líka helstu óvina. Þetta eru nöfn þeirra sem hefja slagsmálin, eyðileggja hjónabönd og hegða sér illa. Þetta eru Jack Daniels, Jim Beam og Johnnie Walker. Áfengi hefur spilað stórt hlutverk í bandarískum bókmenntum á þessari öld. Af þeim sjö bandarísku rithöfundum sem hlot- ið hafa nóbelsverðlaunin í bókmenntum hafa fimm verið alkóhólistar: Sinclair Lewis, Eugene O’Neill, William Faulkner, Ern- est Hemingway og John Steinbeck. í nýútkom- inni bók eftir Tom Dardis: The Thirsty Mu- | se - Alcohol and the American Writer, sem útlagst gæti á íslensku: Innblástur þorstans - Áfengi og amerískir rit- höfundar veltir Dardis fyrir sér þeirri almennt ríkjandi hugmynd að góðir höfundar séu drykkfelldir. Hann kemst að þeirri niður- stöðu að svo sé ekki, áfengi hafi ekkert með andagift eða inn- blástur að gera heldur dragi það úr sköpun- argleðinni og margir hæfileikamenn hafi brunnið út vegna áfengisneyslu fyrr en ella. Máli sínu til stuðnings lýsir Dardis lífi fjögurra heimsfrægra rithöfunda sem horfðu á heiminn drukknum augum, upphaflega vegna þess að þeir kusu það en síðar vegna þess að þeir gátu ekki annað. Faulkner, Fitzgerald, Hemingway og O’Neill voru allir stórkostlegir rithöfundar en þeir voru allir drykkjusjúklingar. Dardis segir að hæfileik- ar þeirra hafi notið sín í þeirra fyrstu verk- um en þegar áfengið hafi náð tökum á þeim hafi verk þeirra byrjað að dala. Líkamleg mótstaða þeirra gegn áfenginu var svo að segja engin. Þetta voru miðaldra drykkju- boltar sem eyddu því sem eftir var lífsins í að borga reikninginn fyrir veisluna sem þeir hófu á unga aldri. Aðeins einn þessara manna náði tökum á sjálfum sér tiltölulega ungur. Það var Eugene O’Neill en hann hætti að drekka 37 ára gamall. þá kominn út á ystu nöf. í kjölfarið skrifaði hann tvö merkileg verk um þá bæklun sem fylgir áfengissýki: The Iceman Cometh og Long Day’s Journey into Night eða Dagleiðin langa inn í nótt. Af hverju drukku þessir snillingar svona mikið? Dardis segist vera með tvö svör við því. Annað svarið liggur í erfðagenunum og hitt í umhverfisáhrifum. Nýjar rannsóknir benda til þess að áfengissýki sé arfgeng. Bæði Faulkner og O’Neill áttu drykkfellda ættingja. Hvað varðar umhverfisáhrif þá komust allir þessir menn til vits og ára á bannárunum þegar neysla áfengra drykkja var mjög í tísku og þótti bæði spennandi og eðli bóhema samkvæm. Sá sem drakk áfengi var ekki löghlýðinn smáborgari held- ur töffari í fínum kreðsum. Sú goðsögn var einnig við lýði að áfengi leysti hömlur úr læðingi sem ýttu undir sköpunargleði og ímyndunarafl. Með áfeng- isáhrifunum áttu rithöfundar að geta náð nýjum hæðum æðri vitundar: Ég drekk og því get ég orðið eða eins og franska ljóð- skáldið Baudelaire orð- aði það: „Vertu alltaf drukkinn. Það er allt og sumt: það er spurning- in . . .“ Dardis er ekki þeirrar skoðunar að áfengi ýti undir snilli- gáfu, það ýti aðeins undir áfengissýki. Það er allt og sumt. ý/ Með tilliti/til þess hve áfengi hefur komið mik- ið við sögu í bandarísk- um bókmenntaheimi kunna ýmsir að velta því fyrir sér af hverju þetta viðfangsefni hafi ekki verið valið fyrr. Dardis segir ævisöguritara frægra rithöfunda hafa veigrað sér við að taka á áfengissýki þeirra ef til vill af ótta við að sýna fram á tengsl milli dalandi afkastagetu og drykkjusýkinn- ar eða af ótta við að sýna fram á að hæfi- leikar þessara snillinga hafi þorrið. Önnur ástæða fyrir því að enginn hefur valið þetta viðfangsefni áður kann líka að vera sú að það er hundleiðinlegt. Eitt er snilligáfa annað áfengissýki og hún er eins í flestum tilfellum: fyllirí dögum saman, minnisleysi, deleríum tremens og timburmenn. Höfundurinn Dardis reynir að setja þetta ferli í samhengi við aðra atburða- rás í lífi höfundanna sem hér um ræðir en hjakkar stöðugt í sama farinu: Hann drakk eins og svampur, féll í brennivínsdá, vakn- aði upp á sjúkrahúsi, reyndi að hætta, hann drakk eins og svampur . . . Þetta er sama sagan endurtekin í fjórum útgáfum. Bókin þykir ekki illkvittin en viðfangsefn- ið gerir það að verkum að lesandinn situr eftir með þá hugmynd að hér hafi ekki verið fjallað um líf fjögurra rithöfunda sem drukku heldur fjögurra áfengissjúklinga sem skrifuðu. Eins og einn gagnrýnandi benti á er hér verið að fjallað um menn sem skildu eftir sig nokkrar helstu perlur bókmennt- anna á þessari öld og hver er tilkominn að segja að þeir hefðu gert betur án sopans. Þetta voru þjáðar sálir og krónískar fylli- byttur en það kann líka að vera ein útskýr- ingin á snilligáfu þeirra. Nóbelsverðlaunahafinn Ernest Hemingway. Rithöfundur sem drakk eða áfengissjúklingur sem fékkst við skriftir? á krám í hafnarhverfinu í Hamborg. Sautján ára kynnt- ist hann ungverskum fiðlu- leikara og þeir héldu saman konserta. Varð Johannes ungi fyrir miklum áhrifum af ungverskri þjóðlagatónlist sem fylgdi honum allt lífið. Um tvítugt kynntist hann Schumann og tókst strax innileg vinátta með þessum tónskáldum en Schumann skrifaði lofsamlega gagnrýni um verk Brahms í virt rit sem gerði það að verkum að hann varð þekktur og viðurkennd- ur í tónlistarlífinu. Þegar Schumann varð geðveikur nokkrum árum síðar varð Brahms stoð og stytta eigin- konu hans Clöru. Vinátta þeirra hélst eftir dauða Schu- manns en sagt er að Brahms hafi verið ástfanginn af henni. Brahms fluttist til Vínar 1863 en þá hafði honum ver- ið hafnað sem stjórnanda sin- fóníuhljómsveitarinnar í Hamborg. Tónskáldin Wagn- er og Liszt settu sig upp á móti verkum hans þar sem hann var ekki af neo-þýska skólanum heldur á íhalds- sömu línunni eins og Schu- mann. Aðdáendur Brahms reyndu að setja Wagner nið- ur en sjálfur talaði Brahms alltaf um hann af virðingu. Þá reyndist hann öðrum tón- skáldum vel, bæði Dovrak og Mahler. Brahms komst í röð viður- kenndustu tónskálda samtím- ans þegar kórverk hans, Ein deutsches Requiem, var frum- flutt 1868 en það þykir eitt merkasta verk sinnar tegund- ar á 19. öldinni. Eftir því sem vegur hans sem tónskálds óx því efnaðari varð hann en hann hafði lítið fjármálavit og útgefandi hans eyddi pen- ingunum. Sjálfur lifði hann fábrotnu lífi en var örlátur á fé við fjölskyldu sína og aura- laus tónskáld. Samtímamenn hans töluðu um stóru B-éin þrjú, Bach, Beethoven og Brahms þótt áhangendur Liszts og Wagn- ers héldu áfram að líta á framlag hans til tónlistarinn- ar sem gamaldags. Clara, ekkja Schumanns lést 1896 og sagði Brahms þá að hún hefði verið hans „fegursta lífsreynsla, mesti auður og megininntak." Heilsa hans sjálfs fór versnandi og hann lést úr krabbameini vorið 1897. HEIMSMYND 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.