Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 14

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 14
mælikvarði settur á hann,“ segir forkólf- ur í atvinnulífinu. „Þá reynir á hvort við- komandi er vel máli farinn, öruggur í framkomu og fær um að tala máli sam- takanna," segir þessi sami aðili. „Lýð hefur lengi dreymt um að verða formaður iönrekenda," segir einn félag- anna í FII. Þekktur maður í Reykjavík, sem hefur eldað grátt silfur við Lýð, seg- ir hann ofvaxið dekurbam sem haldi að hann geti náð öllu sínu fram með Kóka kóla peningum, enda hafa miklu fé verið eytt undanfarin ár til að koma Lýði Frið- jónssyni í sem flestar stjórnir fyrirtækja til að auglýsa hann upp. Þessi maður benti á að í blaða- viðtali hefði Lýður talað eins og hann hefði unnið sig upp með blóði, svita og tárum innan Kóka kóla fyrirtækisins. „Frá því að hann tók við rekstri Vífilfells hafa ýmsir toppar sem ekki hafa verið jámenn Lýðs verið látnir hætta,“ segir maður sem telur sig þekkja til fyrirtækis- ins. í drykkjarvöru- iðnaðinum láta sum- ir keppinauta hans hann einnig fá það óþvegið. „Þetta er sveitastrákur í tré- klossum og hann gifti sig til að ná völdum í Kók.“ Þannig kom Lýð- ur mér einnig fyrir sjónir fyrst. Það var í fjölmennu sam- kvæmi þar sem með- al annars voru staddir stórforstjórar Kóka kóla á al- þjóðavettvangi. Annar var jafnframt leikhússtjóri í Brussel og hinn var spænskur aðalsmaður. Lýður reykti stór- an vindil og þeir töluðu um daginn og veginn. Tahð barst meðal annars að fjöl- miðlum. „Markmiðið hlýtur að vera að ná hámarkshagnaði og það er allt og sumt,“ sagði Lýður. „Það er nú sitthvað fleira sem felst í fjölmiðlun,“ sagði sá spænski og þannig þrefuðu þeir áfram. Þá hvíslaði sá belgíski að mér og sagði hvernig segir maður þetta á íslensku og sagði svo hlæjandi: Lýður, þú ert nú meiri asninn. Honum stökk ekki bros á vör heldur tók upp vasareikni og hóf að rökstyðja mál sitt með tölulegum út- reikningum og tilvísun í ákveðið dæmi. Þegar þetta atvik átti sér stað var Lýð- ur nýtekinn við rekstri Vífilfells. Nú nokkrum árum síðar er ljóst að Vífilfell undir hans stjórn hefur stóraukið mark- aðshlutdeild sína. Neysla gosdrykkja á Islandi er í þriðja sæti á eftir kaffi og mjólk og meiri en gengur og gerist á öðr- um Norðurlöndum og í Evrópu. Mark- aðshlutdeild Kók á íslenska gosdrykkja- markaðinum er um sjötíu prósent og hlutdeild í hagnaði geysilega mikil. Eigið fé fyrirtækisins hefur aukist verulega frá því að Lýður Friðjónsson kom inn en Vífilfell velti um 1650 milljónum árið 1989. Lýður Friðjónsson var 25 ára gamall þegar hann réðst fyrst til Kóka kóla. Hann var þá nýkvæntur Astu, elstu dótt- ur Péturs Björnssonar, forstjóra Vífil- fells, og hafði lokið prófi í viðskiptafræði við Háskóla Islands. „Pétur bauð mér starf en ég var ekki viss hvort ég vildi vinna hjá fyrirtækinu og talaði meira að segja við nokkra skólafélaga mína um það hvort þeir hefðu áhuga.“ Mörgum finnst þetta ótrúlegt og þeir sömu eru til- búnir að segja að það hafi lengi vakað fyrir Lýð að komast á toppinn hjá Kók. Asta konan hans hlær að þess- um orðrómi og segir að þeg- ar þau Lýður hafi hist í há- skólanum hafi hann ekki haft hugmynd um hverra manna hún var. „Og það var heldur ekki eins og ég væri einhver auðkýfingsdóttir," segir Ásta sem er rúmlega þrítug nú og eiga þau Lýður þrjár dætur. „Alveg frá því að ég var unglingur talaði fólk um mig eins og milljónaprinsessu en sú var ekki raunin. Öll mín uppvaxtarár bjugg- um við í lítilli íbúð á Hagamel með fá- brotnum húsbúnaði. Skólafélagar mínir og kunningjar góndu gjarnan þegar þeir komu fyrst heim á æskuheimilið mitt því þeir höfðu búist við allt öðru. Eg hafði aldrei sérherbergi. Það var ekki fyrr en ég var komin yfir tvítugt að mamma og pabbi fluttust í þetta einbýhshús í Amamesinu og það er sko allt öðmvísi umhverfi held- ur en við systumar ólumst upp við. Við Lýður urðum hrifin hvort af öðm þegar við hittumst og það var ekki fyrr en við vorum byrjuð saman að hann komst að því að pabbi var einn eig- enda Kóka kóla.“ Þau giftu sig árið 1979 og ári seinna fæddist fyrsta dóttir þeirra. Árið 1983 fóru þau til Sviss þegar Lýður fékk skólavist á Imede- skólanum í Laus- anne og voru þau þar í heilt ár. „Þá var ekki borðliggj- andi að ég tæki við fyrirtækinu," segir hann nú. „Þegar við komum heim stóðu erfingjamir í mála- ferlum þar sem ein systir Péturs hafði arfleitt hann að sín- um hlut í fyrirtækinu og vildu hin systkin- in ekki fallast á að hann ætti meiri- hluta. Þau fóru í mál og sögðu að hún hefði ekki verið fær um að gera erfða- skrá. Þegar ég hóf störf hjá Kók vorum við ekki í meirihluta og það eina sem dugði til að fá sínum málum framgengt var frekjan. Þó voru allir sammála um það að meðan þessi mál voru ekki út- kljáð skyldi hagur fyrirtækisins ekki líða fyrir þennan málarekstur. Á meðan þetta mál var fyrir dómstólum var fyrir- tækið milli skers og báru og málin kom- ust ekki á hreint í hálfan áratug. Pétur var orðinn þreyttur á þessum eilífu skær- um og ófriði og vildi að ég tæki við hin- um daglega rekstri. í dag ríkir sátt í fyr- irtækinu." Þegar HEIMSMYND fór þess á leit við Lýð Friðjónsson að hann kæmi í við- tal var hann á báð’ tn áttum. Nokkrum mánuðum áður haföi hann farið í stutt viðtal við Pressuna og vakið athygli í umræddri sjónvarpsauglýsingu. „Hvem- ig kom ég fyrir,“ spurði hann vin sinn hálftaugaóstyrkur. „Mjög vel,“ svaraði hinn en Lýður horfði á hann hálfvan- trúa. „ímyndin skiptir miklu máli,“ sagði hann við mig. „Eg má ekki skaða ímynd Samkvæmt stjörnuspekinni á þetta hjónaband alls ekki að geta gengið.“ Ásta og Lýður fyrir framan málverk eftir Helga Þorgils. 14 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.