Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 53

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 53
kallað er mannsæmandi líf af sífellt ríkulegri, margauglýstum fyrirmyndum. Öllum er gefinn draumur um status sem aldrei getur ræst til fulls. Kröfur um sífellt lengri skólagöngu og hátíðleg próf til að mega gegna einföldustu störfum ná fram að ganga. Eyða tíma margra til lítils, gera hvers konar sérfræðiþjónustu dýra og stórauka útgjöld til skólahalds. Húsnæði batnar, fæði verður fjölbreyttara og heilsufar verður með besta móti en kostnaður við heilbrigðiskerfi umbúðaþjóðfélagsins vex þó hraðari skref- um en nokkur önnur opinber þjónusta. Ný stórvirk tækni er tekin upp við húsbyggingar en samt þrefaldast kostnaður við hvern rúmmetra íbúðarhúsnæðis á íslandi miðað við fast verð- lag á tímabilinu frá f940 og þangað til í ár. Nýrri tækni og auk- inni kunnáttu er beitt við fiskveiðar en það tekur verkamann á meðallaunum að minnsta kosti sex sinnum lengri tíma að vinna fyrir soðningunni nú en 1950. Umbúðir um slátrun, geymslu, flutninga og sölu lambakjöts aukast þar til svo er komið að kaupliður bóndans er aðeins fjórðungur verðsins sem neytandinn greiðir. Byggð er skipulögð þannig að bifreið fer að teljast ómissandi heimilistæki. Jafnframt verður rekstur þess tækis hlutfallslega dýrari er árin líða og kemur þar á ní- unda áratugnum að ekki munar miklu á kostnaði vísitölufjöl- skyldunnar við að komast milli staða og kostnaði við að borða. Árið J986 var liður, sem Hagstofan kallar rekstur eigin bíls kominn í 15,4 prósent af útgjöldunum þeirrar dæmigerðu fjölskyldu en matvörur tóku 20,6 prósent af útgjöldum henn- ar. Þegar þetta er framreiknað kemur í ljós að miðað við jan- úar í ár reiknast vísitölufjölskylda þeirra Jóns og Gunnu nota 464 þúsund krónur á ári í matvörur en 362 þúsund krónur til að reka bílinn sinn! Dæmigerða fjölskyldan var nú lokuð inni í vítahring um- búðakostnaðarins. f*að var orðið tímabært fyrir hana að at- huga sinn gang og hyggja að því hvaða umbúðir kynni að vera unnt að losa sig við. Spyrja með Gunnu: „Hverjir plokka okk- ur? Er kannski hægt að hafa það betra með því að hafa minna * umleikis?“ SVIKAMYLLA Á ÁBYRGÐ RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA Hvemig skyldu þeir sem Jón og Gunna kusu síðast á þing eða í sveitarstjórn standa sína plikt og gæta almannahagsmuna gegn sérhagsmunahópum? Það blasir við að öllum stjórnmála- öflum þjóðarinnar er mun sýnna um að beita sér fyrir því að auka opinbera starfsemi og þjónustu en að stjórna því hvernig fjármunirnir, sem heimtir eru til að standa undir henni, nýt- ast. Þau eru föst í hugmyndafarinu: meira af því sama er betra. Almannahagsmuna er gætt með hangandi hendi og lítið gert þótt fjárstreymi úr ríkissjóði til hálaunaðra forréttinda- hópa gerist sífellt stríðara. Átakanlegustu dæmin er að finna í heilbrigðisþjónustunni. Þar er auðvelt að finna dæmi um tí- faldan launamun þótt reksturinn sé á ábyrgð ríkis og sveitar- stjórna. Sérfræðingur, sem fær föst laun hjá sjúkrahúsi og fær síðan að senda Tryggingastofnun ríkisins reikningana fyrir all- ar heimsóknir og aðgerðir á einkastofunni sem hann vinnur líka á, getur auðveldlega haft tíföld laun eldhússtarfsmann- anna á spítalanum og þeirra sem sjá um ræstinguna. Fyrir álíka langan vinnutíma. Enn meiri tekjumunur kemur í ljós þegar litið er til lyfsöl- unnar. Um fjörutíu apótekarar hafa lögum samkvæmt einka- leyfi á lyfsöíu í öllum ábatasömum lyfsöluumdæmum en í þeim fámennustu annast heilsugæslustöðvar og héraðslæknar lyfsöluna. Enn er þeim heimilt að leggja 65 prósent á lyf í smásölu og í fyrra var álagningin í þessari arðvænlegu verslun 68 prósent. Hefði hún svarað til þess sem gerist annars staðar á Norðurlöndum og verið ákveðin með hliðsjón af almanna- hagsmunum hefði mátt spara lyfjanotendum og ríkinu rúm- lega 500 milljónir í fyrra. Ég miða þá við heildarkostnaðinn af lyfjanotkun, rúmlega 3 milljarða, og að álagning hefði verið lækkuð í 40 prósent. Og býst við að það hefði nægt lyfsölun- um til að skipa áfram efstu sætin í skattskrám um allt land ásamt tannlæknum. Hér gæta stjórnvöld ekki almannahags- muna. Sérhagsmunir ráða í skjóli gildandi laga og aðgerðar- leysis. Það má víða finna dæmi þess í opinberum rekstri að sér- hagsmunir ráði en almannahagsmunir víki. Alkunna er til dæmis að yfirvinna nýtist illa, skilar hlutfallslega minna en reglulegur átta stunda vinnutími. í mars var greint frá því á Alþingi að þriðjungur af launum ríkisstarfsmanna færi til yfir- vinnugreiðslna. Jafnframt var upplýst að þeir sem drýgja laun sín einkum þannig eru þeir hæst launuðu. Starfsmenn ríkis og sveitarfélaga fá svo þar fyrir utan þeim mun meiri greiðslur fyrir yfirvinnu. sem ekki er unnin, sem þeir standa hærra í launastiganum! Jafnvel kennurum hefur tek- ist bærilega að snúa á Jón og Gunnu í skjóli hins ríkisrekna skólakerfis. Þau borga brúsann án þess að mögla þótt barni þeirra í grunnskóla sé ekki boðin kennsla nema tuttugu og átta vikur á ári og þegar kemur í framhalds- og háskóla aðeins tuttugu og sex vikur á ári! Og æ algengara verður að kennsla sé hreinlega felld niður á þess- um stutta kennslutíma vegna svonefndra „starfsdaga" hjá kennurum. Virðuleg orðsend- ing berst til barnafjölskyldna um undirbúnings- og skipu- lagsstörf. Þær neyðast þá til að reyna að bjarga degi barnanna samhliða vinnumarkaðsskyld- um sínum eftir bestu getu. Á útmánuðum vakti nokkra athygli hvernig arkitektar og hönnuðir maka krókinn á kostnað almennings. I mars var hönnunarkostnaður við ráðhús Reykjavíkur kominn í 375 milljónir og virtist kostn- aður við hönnun og eftirlit stefna í 21,5 prósent af bygg- ingarkostnaði. Við Borgarleik- húsið reyndist þessi kostnaður 17,5 prósent. Um svipað leyti var upplýst á Alþingi að hönn- unarkostnaður vegna breytinga á Þjóðleikhúsinu væri orðinn 48,9 milljónir. Dagblaðið Tíminn skýrir svo frá 9. mars síðast- liðinn: Nokkrir þingmenn urðu til að stíga ípontu og gagnrýna of mikinn kostnað við tiltölulega litla liði í endurbyggingu Pjóðleikhússins og tók menntamálaráðherra undir þá gagn- rýni. En enn hefur enginn fjölmiðill greint frá neinum aðgerð- um ráðherrans, þingsins, nú eða borgarstjórnar Reykjavíkur, til að koma í veg fyrir þetta plokk. Hvers vegna neita þeir ekki að borga fáránlega reikninga? Er ekki búið að leggja nóg af þungbærum byrðum á alla litlu skattgreiðendurna vegna slíkra reikninga frá hálaunahópunum? SVIKAMYLLA EINKAFRAMTAKSINS Þær byrðar, sem leggjast á herðar Jóns og Gunnu vegna svikamyllu sem aðilar í einkarekstri hafa komið upp. eru ekki síður gagnrýniverðar en þær sem mala hálaunuðum sérfræð- ingahópum gull innan opinbera geirans. Einna mesta athygli á seinni árum vakti hvernig Hafskip hf. tókst að veita fé úr Ut- vegsbankanum til eigendanna í formi afsláttar og til forstjór- anna í formi hárra launa. Á kostnað ríkssjóðs sem axlaði byrðar gjaldþrotsins. Byrðar sem nema hátt í tveimur milljörðum þegar lífeyrisskuldbindingar vegna bankastjóra og fleiri, sem ekki stóðu í stykkinu, eru taldar með. Gjaldþrotaleikurinn átti þó eftir að æsast til muna á næstu árum og kosta almenning milljarða vegna ógreiddra skatta og þjófnaðar á fé sem innheimt var við kassann sem söluskattur. Um áramót voru samkvæmt upplýsingum Ríkisendurskoðun- ar tveir milljarðar enn í vösum þeirra sem skattinn höfðu inn- HEIMSMYND 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.