Heimsmynd - 01.05.1990, Page 16

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 16
myndaalbúm þar sem eru myndir frá húsi sem hann á í Cartaghena. Við sváf- um í sama herbergi og Robert de Niro þegar kvikmyndin Mission var tekin en þessi forstjóri kemur hingað á hverju sumri í laxveiði." [Jegar við komum út úr Hard Rock bíður glansandi Range Roverinn hans og bílasíminn hringir. Minn bíll er hins veg- ar læstur, lykill sem aukalykill inni. Lög- regluþjónninn fyrrverandi hleypur inn aftur og nær í herðatré til að opna. „Ég var sérfræðingur í þessu í löggunni, best- ur í að opna bíla,“ segir hann. En læsing- in er innan á hurðinni og það verður að kalla á lögregluna. Þeir koma og annar er númer 172 rétt eins og Lýður var. „Ég byrjaði í 220 en komst niður í 172 þegar ég hætti. Hver veit nema ég hefði endað sem yfirlög- regluþjónn hefði ég haldið áfrarn," bætir hann við. Þar sem margir hafa kveðið fast að orði og segja hann eiga lán sitt að þakka fjölskyldu- tengslunum við Kók er það einkennileg tilviljun að næsta spjaÚ okkar hefst á því að Lýður segir: „Ég er svolítið þreyttur á öllum þessum silfurskeið- armönnum." Ha? „Ég er þreyttur á öllum þessum fjöl- skyldutengslum, “ bætir hann við hlæj- andi og vísar í dæmi um alls konar sam- tryggingu. „Þetta er svo pínulítill mark- aður hér að það er ekki hægt að hjálpa einum nema á kostnað annars. Menn í fyrirtækjarekstri eru í alls konar valda- brölti og meðan flæðir allt undan þeim í fyrirtækjunum. Menn í viðskiptum eiga að hugsa um krónur og aura. Þeir mega svo sem reyna að hafa pólitísk áhrif í þá veru að komast hjá því að fyrirtæki þeirra skaðist ef óhagstæð pólitísk öfl ná völdum en þar við situr. Þegar við vor- um í þeim pælingum að kaupa Stöð 2 fyrir áramót var ég alfarið á móti því að reyna að hafa áhrif á fréttaflutning með ritskoðun en einhvetjir voru ekki á sama máli. Ég rek fyrirtæki. Ég er markaðs- maður og mitt eina mottó er að vera duglegur að selja.“ Hann talar um auladýrkun á Islandi. „Það má kannski ekki nota þetta orð. Ef þessir fimm aðilar sem vildu kaupa Stöð 2 á sínum tíma hefðu fengið sínu fram- gengt hefði dæmið litið allt öðruvísi út. Þetta voru mjög fjársterkir aðilar en það er eins og fólk vilji vesen og nú er komið á daginn að Stöðvar 2 dæmið er heilmik- ið vesen. Mér skilst að tapið á síðasta ári hafi verið hátt í hundrað milljónir. Strák- arnir sem fóru þarna inn héldu sig vera að bjarga stöðinni en björguðu óviljandi aðeins verslunarbankanum.“ Fyrirtækin fimm sem sóttust hart eftir því að kaupa Stöð 2 fyrir áramót töldu sig hafa verið dregin á asnaeyrunum af forráðamönnum Verslunarbankans. „Þeir héldu okkur uppi á snakki í þrjá mánuði og gáfu okkur síðan langt nef á gamlársdag. Þegar í ljós kom með hvaða hætti Verslunarbankinn ætlaði að bjarga Stöð 2 fyrir horn var mér skapi næst að moona framan í þá þar sem við höfðum verið ræstir út á fund í býtið á gamlárs- dag. Við gengum út mjög sármóðgaðir en Ingimundur Sigfússon sá um að þakka fyrir okkur,“ segir hann og hlær við. þetta viðtal kom við hann í HEIMS- MYND þar sem hann tæpti á framtíðar- áformum fyrirtækis síns að eiginfjárstaða Sólar og Smjörlíkis byði ekki upp á frek- ari fjárfestingar. En það er nú þannig með hann Davíð að hann nýtur svo mik- illar samúðar alls staðar og allir keppast við að hjálpa honum. Hann sagði líka í þessu sama viðtali að eini keppinautur- inn sem væri eftir væri Kók en stað- reyndin er sú að við stöndum með pálm- ann í höndunum en undanfarin ár hafa verið heljarmikill slagur. Keppinautar okkar eru nú flestir ef ekki allir að leita sér eftir samstarfsaðilum erlendis eða björgunarmönnum. Og það er ekkert launungarmál að ég bauð mig fram gegn Víglundi Þorsteinssyni sem formaður Félags íslenskra iðn- rekenda af því að það fer í taugarnar á mér og þeim sem studdu mig hvernig þessir menn nota aðgang sinn að sjóð- um. Ég kalla hann í gríni Víglund Val- geirsson. En hann mátti ekki við því að tapa þessum kosn- ingum og áfram- haldandi for- mennska hjálpar honum og vinum hans. Ég fann að það voru sterk öfl sem vildu halda mér úti í þessum kosn- ingum en fannst ágætt að gera þetta með stæl.“ Fjölskyldan í eldhúsinu, dæturnar Anna Lilja, Sigrún og Kristín. í kjölfarið stofnuðu þessir aðilar fyrir- tækið Áramót og nokkrir þeirra fjárfestu síðan í sjónvarpsstöðinni Sýn sem á að veita Stöð 2 verulega samkeppni. Hann viðurkennir þó að þær fjárfest- ingar sem hann hefur tekið þátt í fyrir Vífilfell hafi ekki allar skilað hagnaði. „Kaup okkar á smjörlíkisgerðinni Akra voru mistök en Davíð Scheving sá of- sjónum yfir því heyrði ég og ræddi víst málið á miðstjómarfundi Sjálfstæðis- flokksins!" Hann hlær. „Ég vissi ekki hvort ég mátti búast við því að formað- urinn hringdi í mig einhverja nóttina og andaði í símann." amkeppni þeirra Kókmanna við Davíð Scheving, sem í viðtali í þessu sama blaði fyrir nokkrum árum var kallaður Davíð Kon- ungur, virðist hafa farið fyrir , bijóstið á báðum aðilum. „Dav- íð sagði eitt sinn að hann gæti kennt svona háskólastrákum eins og mér sitthvað. Sjálfur var ég búinn að segja Davíð um líkt leyti og Sagan segir hins vegar að Lýður hafi hringt í Víglund Þorsteinsson og sagst ætla að gefa kost á sér í formennsku gegn honum en það sem hafi raunverulega vakað fyrir Lýði Friðjónssyni hafi verið það að Víg- lundur yrði óttasleginn og byði honum varaformennsku. Víglundur á hins vegar einfaldlega að hafa sagt: „Gerðu svo vel.“ „Það er ekki rétt. Ég hótaði ekki að bjóða mig fram til að Víglundur byði mér varaformennsku. Ég hefði ekki vilj- að vera varaformaður hjá Víglundi. Þessar kosningar voru ákveðið útspil af minni hálfu. Ég bauð mig fram og náði með því móti að skapa mér stöðu gegn ráðandi öflum í félaginu í stað þess að vera einhver óánægð lumma út í horni. Þetta hefur styrkt mig sem slíkan enda lýsti ég yfir fullum sigri í sjónvarpinu sama kvöldið. Ég held að Víglundur hafi unnið hálf- gerðan Phyrrosarsigur í þessum kosning- um, sigur hans hafi verið dýru verði keyptur. Hann gekk hart að mönnum til að fá þá til að kjósa sig. En viðskiptaum- hverfið er að raskast núna. Það er ekki nóg að vera í flokki. Þú verður að hafa þína hluti í lagi. Aður var auðvelt að 16 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.