Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 40

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 40
The WorldPaper Body Shop uppgötvar að hreinleiki borgar sig Umhverfissinnuð framtaksmanneskja Eftir Amber Kennedy í London, Englandi Árið 1976 tók Anita Roddick 400 þúsund króna lán til að opna litla versl- un milli tveggja útfararstofa í ensku borginni Brighton, sem er kunnur ferðamanna- og baðstaður. „Við mál- uðum veggina græna,“ segir hún, „af því að það var eini liturinn, sem gat hulið rakann. Sem ílát undir fram- leiðsluvöruna notuðum við þvagsýnis- flöskur af því að þær mátti fá ódýrt.“ Ur þessum fátæklegu byrjunarað- stæðum hefur litla búðin - The Body Shop - vaxið upp í fegrunarlyfjafyrir- tæki, sem metið er á 3,6 milljarða króna. Þeir grunnþættir þarfar og tilviljunar sem komu saman við stofnun fyrstu búðarinnar urðu sigursæl formúla og alþjóðlegt fyrirtæki með 457 sölustöð- um. Græna rakaþekjan hefur samtímis orðið tákn fyrir þá umhverfisverndar- hreyfingu sem komist hefur í tísku og sambærilega stefnu Body Shop gagn- vart seldum framleiðsluvörum og að- föngum við verslunarreksturinn (ekk- ert CFC leyfilegt); bifreiðar fyrirtækis- ins (blýfrítt bensín - reiðhjól í athugun); prófanir á dýrum (bannað- ar); endurvinnsla og Þriðji heimurinn (viðskipti ekki styrkir). The Body Shop rekur núna starfsemi í þrjátíu og átta löndum, með 140 versl- anir í Bretlandi (flestar einkareknar með sérleyfi), 159 í öðrum löndum Norður-Evrópu, 72 í Kanada, 14 í Bandaríkjunum, 9 í Karabíska hafinu, og nokkrar í Mið-Austurlöndum (Bahrein, Oman, Sameinuðu Araba- furstadæmin og Qatar). Fyrirtækið á líka fulltrúa í Malajsíu, Hong Kong og Taiwan og mun opna verslun í Japan í maí. Viðskipti Roddicks hafa þanist út með græningjahreyfingunni og árangur hennar hefur ekki síður verið þakkað- ur umhyggjusömum kapítalisma en hæfni hennar og framtakssemi. Verð- launaútnefning hennar sem viðskipta- konu ársins í Bretlandi 1985 og verð- laun Body Shop sem fyrirtækis breska Amber Kennedy er blaöamaður sem starfar sjálf- stætt í London. konungdæmisins 1987 og smásöluversl- unar ársins 1989 var fylgt eftir með út- nefningu Sameinuðu þjóðanna á um- hverfisverðlaununum Global 500. Gluggaplássi Body Shop verslana er ekki eytt í útstillingar á framleiðsluvör- unum, heldur tekið undir kjörorð eins Stöðvum skógabrennuna - átt við brasi- h'sku regnskógana - eða Gegn efna- prófunum á dýruniT Með þessum kjörorðum og flugritum, sem stungið er með framleiðsluvörunum, eru 500 þúsund breskir viðskiptavinir vikulega látnir fylgjast með því helsta sem veld- ur umhverfisverndarsinnum áhyggjum og þeim aðgerðum sem gripið er til. Það er líka komið til móts við samfé- lagsvitund neytendanna. Samkvæmt upplýsingabæklingum Body Shop, greiðir fyrirtækið Fyrsta heims laun „án arðráns og yfirlætislegrar góðvild- ar“ í Þriðja heims löndum, þar sem fyr- irtækið „örvar byggðasamfélög til að rækta jurtir og framleiða vörur fyrir sig.“ Á síðastliðnu ári heimsótti Rodd- ick sjö Þriðja heims lönd, þar sem hún kynnti sér hefðbundnar aðferðir um meðferð hárs og hörunds, að því er virðist án fyrirfram mótaðra hugmynda um yfirburði vestrænna „framfara“. Anita Roddick hefur á virðulegan hátt flutt trúboðsákafa inn í heim við- skiptanna. En hinn leynilegi efnisþátt- ur í framleiðsluvörum Body Shop er hrifning hins auðuga hluta heimsins á öllu náttúrlegu og „frumstæðu“, og saknaðarfull leit að glötuðu sakleysi. Að sjá Þriðja heiminn fyrir sér eins og Edensgarð fyrir syndafallið ber samt á vissan hátt í sér góðviljað yfirlæti og keim af arðráni, því að sú sýn tekur ekki tillit til efnishyggjuvæntinga íbúa þróunarlandanna. Viðskipti sem byggj- ast á þeirri forsendu að framfarir megi afmarka við þann hluta heimsins, sem þær hafa þegar átt sér stað í, bjóða heim ýmsum spumingum. Þrátt fyrir árangur Body Shop hing- að til verður að hafa í huga að kapítal- isminn - umhyggjusamur eða eitthvað allt annað - er brigðull og breyttar efnahagskringumstæður geta skorið niður viðskiptavöxt, hvort sem hann hefur verið knúinn fram af ágóðavon eða háleitara gildismati. Breskir smá- salar verða nú illþyrmilega fyrir barð- inu á háum vöxtum og leiðarljós ní- unda áratugarins eins og Habitat, hús- gagnabúðin vinsæla, og The Sock Shop, sjá fram á fyrri gróða snúast upp í alvarleg töp. The Body Shop er enn ekki komið að þeim tímamótum, en fjármálasérfræðingar eru nú famir að spá skörpum samdrætti í viðskiptavexti fyrirtækisins. Enn brýnna vandamál hefur komið upp. The Body Shop verður að bregð- ast við nýjum drögum að reglugerð Evrópubandalagsins, sem virðist krefj- ast þess að öll fegrunarlyf undirgangist skylduprófun á dýrum. Roddick kallar þetta enn eitt dæmið um „skrif- finnskurusl“ og heitir því að „við mun- um ekki loka búð og ekki heldur fara út í prófanir á dýmm. Við munum aldrei, aldrei hverfa frá gildismati okk- ar.“ En umhverfisvemdarsinnar hafa ekki einokun á dyggðinni; neytenda- vemd er líka málstaður sem vex að styrk og áhrifum. Ágreiningur milli þessara tveggja hreyfinga getur auð- veldlega farið vaxandi. Þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki þannig að allt sem er náttúrlegt sé einnig öruggt.* 40 HEIMSMYND AMBER KENNEDY; AP/WIDEWORLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.