Heimsmynd - 01.05.1990, Page 37

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 37
The WorldPaper VAXTARJAÐAR HUGSUNARINNAR Umh ver fisver nd artoll verða allir að greiða Frammámaður Lufthansa ræðir ávinninga og gufustróka Eftir Heinz Ruhnau í Frankfurt, Vestur-Þýskalandi Umhverfismengun er ekkert nýtt. Strax í fomöld hjuggu Rómverjar niður skóga umhverfis Miðjarðarhafið til að byggja skip sín. Enn þann dag í dag, tvö þúsund árum síðar, eru ummerkin sjáanleg. Á miðöldum kynntust menn dauðum ám og dauðum skógum, eyðilögðum af skaðlegum eimi frumstæðra málm- steypusmiðja. Iðnbyltingin hefur marg- faldað hæfileika mannsins, þar með hæfileika hans til að eyðileggja um- hverfi sitt. Við lok tuttugustu aldarinn- ar er staðbundin eyðilegging orðin heimsháski. Samtímis því að hagkerfi þjóðanna verða æ nánar samofin hvert öðru verðum við hvert öðru háðara vist- fræðilega. Niturdíoxíð og brennisteins- díoxíð stoppa ekki við landamæri. Það gera ekki heldur þungmálmar í vötn- um. Þeir sem ekki taka tillit til vistkerf- islegra afleiðinga gerða sinna lifa á lán- um. í dag getur enginn sloppið undan sameiginlegri ábyrgð okkar - ekkert land, enginn einstaklingur og ekkert viðskiptafyrirtæki. Þannig verðum við öll að greiða okk- ar hlut til verndunar umhverfinu og til bóta á þeim skaða sem þegar er orð- inn. Að einhveiju leyti mun ríkið dreifa byrðunum. í því tilfelli mun reikningurinn birtast okkur í formi skatta. En almenna reglan verður sú að Heinz Ruhnau er stjórnarformaður Lufthansa flugfélagsins. Pessi grein er útdráttur úr fyrirlestri sem hann hélt á WorldPaper námsstefnunni meng- un, perestrojka og pólitík, sem haldin var í Moskvu í nóvember. við verðum öll að borga fyrir heilsu- samlegra umhverfi ofan á og ofan við verðið á vörum og þjónustu. 'V" Ekki lengur undan vikist: Iðnaðurinn verður að mæta áskoruninni. í Þýska sambandslýðveldinu til dæm- is seytla milljónir teningsmetra skolps úr lekum skolpleiðslum út í jarðveginn á hverju ári. Þegar til lengdar lætur ógnar þetta drykkjarvatninu. Á kom- andi árum verður að umbyggja nálega allt skólpleiðslukerfið. Áætlaður kostn- aður: tíu milljarðar marka (350 millj- arðar króna). Einkaheimili jafnt sem iðnfyrirtæki verða endanlega að greiða reikninginn ofan á venjulegan vatns- kostnað. Hreinsun gamalla sorphauga, hreins- un vatns og lofts, samdráttur á löngum tíma í notkun jarðefnaorkugjafa - allt mun þetta kosta þúsundir milljarða dala um allan heim á næstu árum. Að- eins hið iðnvædda tæknisamfélag nú- tímans með sínar óhemjuauðlindir mun geta aflað þeirra fjármuna og skapað þau tæki og tól sem til þarf til að gera framtíðina þess virði að lifa hana. Menn munu verða að leggja hart að sér til að að afla þessa fjár. Það verður okkur, sem lifum í iðnvæddu löndun- um, erfitt. En þróunarlöndunum og þeim löndum sem nú eru stödd á þröskuldi heimanna tveggja verður þetta enn erfiðara þar sem óheft íbúa- fjölgun bætist ofan á allt annað. Þess þýðingarmeira er að við stýrum „vist- stefnu“ okkar með fullri vitund. Þetta er þar að auki siðferðileg skylda. Þeirra peninga, sem látnir eru renna til rangra verkefna, mun í besta falli verða vant þar sem þeir gætu bætt úr sárri neyð. í versta falli mundu þeir auka á eyðilegginguna. Á sviði flugsins til dæmis hafa ýmsir vísindamenn áhyggjur af því að gufu- strókar þotanna kunni að eiga þátt í gróðurhúsaáhrifum. Samt eru heimildir um gufustróka þessa og áhrif þeirra á geislun ekki fáanlegar. Hvemig eigum við að hegða okkur við þessar aðstæð- ur? í versta falli þyrftum við að draga úr flughæð til að hindra aukna skýja- myndun. Á því tæknistigi sem við stöndum á núna mundi loftumferð teppast vegna skorts á rými. Annar þáttur, sem er jafnvel ennþá kvíðvæn- legri - eldsneytisbrennsla mundi aukast um 8 til 10 prósent. Allur sá ágóði sem við höfum með herkjum náð á síðustu árum yrði þurrkaður út. Það er víða sem slíkar aðstæður koma upp. Þess vegna verður leikáætlun okkar að byggjast á því að mæla, skil- greina og hefjast handa - nákvæmlega í þessari röð.* The WorldPaper features fresh perspectim from around the mrld on matters of global concern, appearing monthly in English, Spanish, Chinese or Russian editions in the following publications: ASIA China & the World Beijing Economic Information Beijing Mainichi Daily News Tokyo The Business Star Manila Executive HongKong Korea BusinessWorld Seoul Business Review Bangkok The Nation Lahore Daily Observer Colombo Business India Bombay LATIN AMERICA The News Mexico City Actualidad Económica Sanjosé Gerencia Guatemala City Estrategia Bogotá E1 Diario de Caracas Caracas Daily Joumal Caracas E1 Cronista Comercial BuenosAires La Epoca Santiago Debate Lima Hoy Quito MIDDLE EAST Cairo Today Egyþt Jerusalem Star Amman USSR New Times Moscow NORTH ATLANTIC Heimsmynd Reykjavik AFRICA Business Lagos £ WokipTimes r tTRIBCNEMONDlAuT x TiempoMcndiai - President & Editor in Chief CrockerSnow, Jr. The WorldPaper / TO)rld Times Inc. 210 Wforld Trade Center, Boston MA 02210, USA Tel: 617-439-5400 Telex: 6817273 Fax: 617-439-5415 Volume XII, Number 4 e Copyright Vferld Times HEIMSMYND 37

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.