Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 8

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 8
VALD ÞEIRRA VALDALAUSU áclav Havél skrifaði rúmum áratug áð- ur en hann varð forseti Tékkóslóvakíu að oft þurfi mannfólkið að sökkva nið- ur í dýpstu eymd til að skilja sannleik- ann. I ritsmíð um vald hinna valda- lausu talar hann um hugmyndafræði al- ræðisins sem brú réttlætinga milli kerfisins og einstaklinganna. Brú sem spannar hyldýpið milli hagsmuna kerf- isins annars vegar og lífsins sjálfs hins vegar. í alræðisríkjum er hugmynda- fræðin notuð til að dulbúa hagsmuni kerfisins sem þeir væru hagsmunir fólksins. Þetta er heimur hræsni og lyga þar sem kerfið á að virka í þágu fólksins, þar sem kúgaður einstaklingur á að heita frjáls, þar sem heft upplýsingaflæði á að heita fjölmiðlun, þar sem valdið er notað til að kúga fólk í skjóli þess að það sé vald alþýðunnar, þar sem skákað er í skjóli laganna við misbeit- ingu valdsins, þar sem kosningar eru skrípaleikur einn, þar sem kerfið viðheldur sjálfu sér með því að þvinga þegna sína til að lifa í lygi. Havel segir sögu af grænmetissala sem setur skilti með slag- orðum flokksins út í glugga á milli tómatanna og gulrótanna. Hann gerir þetta eins og allir aðrir af ótta við valdhafa. Hann setur skiltið út í glugga án þess að hafa minnstu tilfinningu fyr- ir þeirri hugmyndafræði sem þarna er boðuð því hún er fals eitt, laus úr öllum tengslum við veruleikann. Hann er búsettur í alræðiskerfi en ekki þingræðisríki þar sem samkeppni fleiri flokka um völdin leiðir til þess að almenningur getur haft eitt- hvað um það að segja hvernig valdinu er beitt. Hverjir sem gallar vestrænna þingræðiskerfa kunna að vera gera valkost- irnir það að verkum að hugmyndafræði verður aldrei hafin yf- ir gagnrýni. I alræðiskerfunum er hugmyndafræðin undirstaða kerfisins, safn orða og hugtaka einhvers gerviveruleika sem viðheldur kerfinu. Við aðstæður sem þessar verður andófið til - ekki hin sí- gilda stjómarandstaða sem við þekkjum á Vesturlöndum - heldur andóf hinna hugrökku einstaklinga sem leggja líf sitt að veði í þágu sannleikans. Andófsmenn Austur-Evrópu vöktu heimsathygli vegna þess hugrekkis sem þeir sýndu. Þeir voru ekki að keppast við að ná völdum eins og stjórnarand- stöðuflokkar vestrænna þingræðisríkja sem eru í sjálfu sér hluti af valdakerfinu en standa ekki utan þess. Andófsmenn- irnir í austrinu voru ekki að sækjast eftir viðurkenningu eða völdum. Andóf þeirra spratt af þörf fyrir að segja sannleikann og af ábyrgðinni sem fylgir því að vera manneskja. Ef til vill býr í hverjum einstaklingi einhver réttlætiskennd, vottur af siðferði, frelsisþrá og tilfinning fyrir stórfengleika æðri raunveruleikanum. Ef til vill býr líka í hverjum manni vottur af hópsál. Hópsálirnar fljóta með straumnum í farvegi hins falska veruleika. Grænmetissalinn hans Havel setti skiltið með slagorðum flokksins út í glugga af því að það var þægilegra að fljóta með straumnum. Einn góðan veðurdag kviknar eitthvað í brjósti þessa manns sem segir honum að hætta að lifa í lyginni. Hann tekur skiltið úr glugganum. Næst hættir hann að taka þátt í þeim skrípaleik sem kosningarnar eru og loks stendur hann upp á fundi og segir það sem hon- um býr í bijósti. Hann finnur jafnvel styrk hjá sér til þess að lýsa yfir samstöðu með þeim sem samviskan býður honum. Grænmetissalinn er lækkaður í tign. Hann fær ekki lengur að standa á bak við búðarborðið og er fluttur í vöruskemmuna. Launin hans lækka og hann kemst ekki leng- ur í sumarfrí til Búlgaríu. Samstarfsfólk hans sniðgengur hann af ótta við valdhafa. Það kaus að halda áfram að lifa í lyginni. Havel segir að í Austur-Evrópu hafi ætíð verið litið á and- ófsmenn sem brotabrot þjóðanna, örfáar sálir sem lögðu líf sitt að veði til að segja sannleikann. Andófsmenn reyna að hafa áhrif á samfélag sitt. Þeir hugrökkustu reyna að fletta grímunni af valdhöfum en ekki til að setja hana upp sjálfir. Þeir líta ekki á sig sem frelsara eða hóp sem þurfi að hafa vit fyrir öðrum. Sovéski andófsmaðurinn Solzhenitsyn flutti ræðu við Har- vardháskólann árið 1978 og ræddi blekkingu frelsisins. Bæði hann, Havel og ótal fleiri sem höfðu verið hnepptir í fangelsi fyrir skoðanir sínar voru einnig gagnrýnir á frelsi einstaklinga í vestrænum lýðræðiskerfum. Þeir viðurkenndu að fólk þar nyti að sjálfsögðu meiri mannréttinda en þeir bentu einnig á að íbúar hins vestræna heims væru fórnarlömb tæknihyggju og neysluæðis en ekki virkir þátttakendur í mótun samfélagsins. Þar væri líka þögull meirihluti sem flyti með straumnum. Kerfi kommúnisma Austur-Evrópu voru alræðiskerfi af verstu tegund en það þýðir ekki að okkar kerfi séu fullkomin. Því fer fjarri. Af þeim sökum halda andóf og stjómarandstaða áfram að vera til. Og það er aðeins mannsandinn sem viðheld- ur frelsisþránni. Eins og Havel segir eiga stofnanir eða flokkar að þjóna tímabundnum hagsmunum, spretta upp þegar þeirra er þörf og leggjast niður þegar hlutverki þeirra er lokið. Fram- tíð okkar veltur á því fólki sem daglega berst í orði og æði fyr- ir betra lífi án þess að fá nokkra umbun fyrir. 8 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.