Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 47

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 47
KARLMAÐUR STENDUR UPP FYRIR KONU fyrr en eftir á hver fyrirmyndin var. Yfirleitt eru þetta þó menn sem mætti kalla mjúka ævintýra- menn sem prófa eins margt og þeir þola og ef til vill aðeins meira.“ Hans Kristján hefur ekki verið bundinn við sama heygarðshornið allt sitt líf heldur hefur reynt sitt af hverju. „Fyrir um það bil fimm til sex árum vann ég til dæmis sem fóstra á barnaheimili. Eg hef verið kvæntur og verið fyrirvinna heimilisins. Þá hef ég verið heima- vinnandi og nánast séð um heimilið meðan konan vann úti. Nú er ég hins vegar fráskil- inn og sé því einn um heimilishaldið á mín- um bæ.“ Að hans mati er það rétt að hlut- verk fyrirvinnunnar sé ríkur þáttur í karl- ímyndinni líkt og það að eiga frumkvæðið að samskiptum við hitt kynið. „Mér finnst það meira viðeigandi að karlinn eigi frumkvæðið og því hefur oftar verið þannig háttað í samskiptum mínum við konur. Mér finnst það hins vegar aðdá- unarvert ef kona tekur af skarið hvort sem það er úti á vinnumarkaðnum eða í einkalífinu." Hans Kristján bendir hins vegar á að algjör bylting hafi orðið í samskiptum karla og kvenna og að af- leiðing þessa hljóti að vera sú að smám saman breytist hin hefðbundna karlímynd Það vefst ekki fyrir Hans Kristjáni að svara spurningunni hvað sé kvenlegt. „Það er kvenlegt að vera opinn tilfinninga- lega og geta sýnt hlýju í stað þess að brynja sig gegn umhverf- inu.“ Að hans mati liggur galdurinn að baki kvenlegum þokka fyrst og fremst í því að gera sér grein fyrir að þó heimurinn sé að breytast og hlutverk kynjanna séu í sífellt auknum mæli að renna saman er samt mikill munur á konum og körlum. „Það eru einmitt þessir leikir karls og konu sem gefa líf- inu gildi. Kona sem notar þokka sinn og persónueink- enni þannig að úr verður veisla er heillandi í augum karlmanna þó hún sé ef til vill ekki nein fegurðardís frá nátt- úrunnar hendi.“ Þessa eigin- leika telur hann hins vegar að mjög fáar íslenskar konur kunni að notfæra sér. „íslenskar konur eru feimnar við að vera kynverur og nota allt sem þær hafa til að kalla fram konuna í sér. Þá list kunna fáar jafnvel og evrópskar konur. Þeim tekst á ógleymanlegan hátt að gera konfektkassa úr hvers- dagsleikanum." Það sama á við fyrir karlmenn að mati Hans Kristjáns. „Karlmaðurinn verður að draga fram það sem hann hefur. Ég legg mikið upp úr öllum núönsum í samskiptum kynjanna því það eru einmitt þeir sem gera samskipti kynjanna falleg, spenn- andi og skemmtileg. Með því að steypa alla, konur og karla, í sama mótið myndi margt af því sem gefur lífinu gildi tapast.“D LITBRIGÐIN áhugaverð.“ Sem dæmi um hegðum sem honum þykir kvenleg nefnir Sigurður þó það að beita andliti og höndum til að leggja áherslu á orð sín. „Það þykir mér afskaplega kvenlegt en er þó tiltölulega sjaldgæft meðal íslenskra kvenna.“ Sigurður segist hafa gaman af ýmsum siðvenjum, í samskiptum kynjanna og telur þær ekkert hafa með jafnrétti að gera. „Sumar konur fyrtast við ef maður bregður fyrir sig þessum núönsum sem í flestum tilfellum flokkast aðeins undir al- menna kurteisi, eins og það að kveikja í sígarettu fyrir konur, opna fyrir þeim hurð eða láta konu ganga á undan inn í lyftu. Mér finnst þessi viðbrögð kvenna hreint hallærisleg. Mér fyndist það sorglegt ef með því að steypa alla í sama mótið glöt- uðust þessir smáhlutir sem gera samskipti kynjanna spennandi. Ég vil halda að einhverju leyti í þann mun sem er á konum og körlum.“ Konur hafa á undanförnum áratugum gengið í gegnum gagnmerka naflaskoðun sem enn er ekki séð fyrir endann á. Verður afleið- ing alls þessa sú að karlar lenda í einhvers kon- ar sjálfsvitundarkrísu? Sigurður tekur undir með þeim sem telja að þetta kunni að vera það sem næst verður uppi á teningnum. „Ég upplifði til dæmis fyrir skemmstu hlut sem ég hefði seint trúað að ég ætti eftir. Börnin mín tvö, sem til þessa hefur aldrei dottið sá möguleiki í hug að móðir þeirra kæmi inn á heimilið í stað þess að vinna, tóku að beita mig þessum þrýstingi. Við- kvæðið „pabbi af hverju kemur þú ekki heim?“ tók að glymja í eyrum mér. Viðbrögð barnanna komu mér í opna skjöldu og ég upplifði þessa sektarkennd sem einvörðungu konur hafa þurft að burðast með til þessa.“ Sigurður kvaðst hafa velt því gaumgæfilega fyrir sér hvort sá möguleiki að vinna hálfan eða allan daginn heima kæmi til greina en segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að karlímynd sín myndi sennilega ekki þola það, í það minnsta myndi hún eiga verulega erfitt uppdráttar. „Það er hluti af karlímynd- inni að standa sig út á við án þess að hafa neina hækju. Konur á hinn bóginn virð- ast sífellt geta beitt kynferðinu fyrir sig. Ef þeim er hafnað eða fá á sig gagnrýni virðist oft stutt í að þær skýli sér bak við kynferði sitt.“ Karlmaðurinn samkvæmt hinni hefðbundnu ímynd er óskaplega lok- aður og var um tilfinningar sínar og tekst mun frekar en konum að múra þær inni. „Þarna má segja að leiðir mínar og hans skilji. Ég reyni ekki að byrgja tilfinningar mínar inni. Ef ég væri spurður hvort ég teldi mig karlmannlegan myndi ég svara því neitandi,“ segir Sigurður að lokum. HEIMSMYND 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.