Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 60

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 60
„Ég kom mér út úr leigufluginu fyrir hálfu öðru ári vegna vinnutímans,“ segir 56 ára gamall flugmaður sem nú flýgur forstjóraþotu. „Ég hafði á tilfinningunni að ég færi yfir um ef ég bætti enn einu sumri við í þessu. Þetta er ömurleg leið til að sjá sér farborða.“ etta kom meðal annars fram í grein Russels Miller í sunnu- dagsblaði Sunday Times í fyrra, sem fjallaði um flugvélar sem rifna, flug- menn, sem sofna í stjórnklefanum og flugumsjónarmenn sem eru hættir að ráða við örtröðina í loftinu. Sum af þeim vandamálum, sem Miller veltir upp, eru íslendingum beinlínis nálæg, þar sem þau varða flugvelli sem íslensk flugfélög fljúga til og þótt önnur séu fjarlægari fer þeim Islendingum fjölgandi sem fljúga með erlendum flugfélögum eða notfæra sér þjónustu leiguflugfélaga erlendis. Því er ekki úr vegi að kynna hér þær hættur, sem hugsanlega kunna að bíða þeirra, um leið og minnt er á að enn er flugið einhver öruggasti ferðamátinn sem menn geta valið til að koma sér milli staða. Æ fleiri flugmenn, einkum þó á vegum leiguflugfélaganna, kvarta yfir þreytu, ónógum svefni og hvíld. Víða um heim hefur verið komið upp þjónustumið- stöðvum sem taka við nafnlausum skýrslum atvinnuflugmanna, þar sem þeir geta játað mistök sín, komið kvört- unum á framfæri og létt af sér áhyggjum (sjá ramma). Hvers vegna nafnlausum? Vegna þess meðal annars að fastskorðað starfsfrömunarkerfi dregur mjög úr áhuga flugmanna á því að vera með sí- endurteknar aðfinnslur. Fyllstu kröfur um öryggi eru oft dýrar og saxa á ágóða- hlut flugfélagsins. „Nöldurseggir“ og „vandræðagemlingar“ eru ekki vel séðir hjá þeim sem ábyrgðina bera á rekstrin- um og þurfa að standa hluthöfum reikn- ingsskil gerða sinna. Flugmaður, sem verður að skipta um félag, verður að byrja að nýju í lægsta þrepi stigans og bíða jafnvel árum saman eftir að komast í flugstjórasessinn á ný. Því telja flugfé- lögin sig yfirleitt geta treyst því að flug- stjórinn láti hag félagsins sitja í fyrirrúmi fyrir umhyggjunni fyrir hag farþega og áhafnar. Þrýstingurinn á flugmanninn að snúa til baka til heimavallar, hvað sem líður þreytu og líkamlegu ásigkomulagi, er líka gífurlegur af félagslegum og arðsem- isástæðum. Flugvél sem stæði aðgerða- laus klukkustundum saman á fjarlægum flugvelli, meðan óbilgjörn áhöfn tæki sér tilskilda hvíld samkvæmt reglugerðinni, gæti eyðilagt áætlanir vikur fram í tím- ann og haft bein áhrif á niðurstöðutölur bókhaldsins. Þar við bætist vandi farþeganna sem hér um bil alltaf koma að „volgu rúmi“. Það þýðir að komufarþegar með leigu- flugvél til sólarstranda taka við herbergj- um þeirra farþega sem þegar bíða í flug- stöðvarbyggingunni, reiðubúnir til heim- ferðar. Það þarf hugrakkan flugstjóra til að tilkynna yfir tvö hundruð farþegum, sumum þegar þéttdrukknum, að þeir verði að bíða átta tíma í flugstöðinni meðan hann fari og leggi sig. Af þessum ástæðum fullyrðir Russell Miller að mörgum þeim flugvélum, sem nálgast Bretland í morgunsárið, sé flogið af áhöfnum svo þreyttum að þær verði að treysta á adrenalínið í blóðinu til að halda sér vakandi til lendingar. Það kaldhæðnislega sé að það reyni mest á hæfni þeirra og árvekni, eimitt þegar þær séu þreyttastar - í lok langrar nætur. „Maður er verst upplagður í dögun,“ segir reyndur flugstjóri, „og álagið er gíf- urlegt þegar vélin er í biðstöðu og fyrir- mæli um hæð, hraða og stefnu berast stöðugt frá flugumsjón. Hver taug er spennt og yfirvegunar og fyllstu ná- kvæmni er þörf. A þessari stundu þarftu einmitt að vera í þínu fínasta formi, ekki í lágmarksástandi. “ Uppsöfnuð þreyta flugmanna eftir endurteknar næturflugferðir er versta hættan sem stefnir að fluginu í dag, segir dr. Ian Perry, sérfræðingur í fluglæknis- fræði, sem um tuttugu ára skeið hefur sérstaklega kynnt sér þetta vandamál. „Flugmenn eru látnir vinna allan þann tíma sem mögulega er hægt að kreista út úr þeim. Að vinna ýmist að nóttu eða degi, án nokkurs konar vaktakerfis, hef- ur í för með sér óreglu á svefni og hvíld, sem fyrr eða síðar leiðir til ofsaþreytu. Sé þessu haldið áfram nógu lengi verður þreytutilfinningin samfelld.“ Dr. Perry segir að flugliðar í ferðum yfir Atlantshafið falli svo oft í svefn að þess séu dæmi að vélar snúi við á miðri leið og stefni aftur heim á leið. „I sum- um gömlu vélanna gefurðu tölvunni tíu áfanga, sem taka þig hálfa leið yfir hafið, og síðan þarftu að bæta tíu við. Ef þú gerir það ekki snýr sjálfvirkur öryggis- búnaður vélinni við. Sem betur fer verð- ur alltaf einhver til að öskra í heyrnartól- in og vekja þig.“ Island hefur þá sérstöðu að vera í miðju Atlantshafinu og því undan- tekning að sama áhöfn fljúgi alla leið yfir hafið, það er ef flugvellir lokast hér og halda verður áfram alla leið. „Ég hef aldrei orðið var við þetta vandamál hjá okkur,“ sagði flugmaður hjá Flugleiðum, sem við bárum þetta undir. Þar með er þó ekki sagt að vandamál þessu skyld komi ekki upp á yfirborðið öðru hverju. Svo undarlega vill til, að Island, eitt ná- lægra landa svo vitað sé, hefur engar op- inberar reglur um vinnutíma flugmanna. I reglugerð um flugrekstur frá 24. júlí 1989 er það falið flugrekanda að „semja reglur sem takmarka fartíma og flug- skyldutíma flugliða í þjónustu hans“. í reynd þýðir þetta að um vinnutíma er samið í hverjum kjarasamningum og flugrekendur leggja auðvitað á það höf- uðáherslu, að geta haft hann eins rúman og sveigjanlegan og hentugt kann að þykja til að ná sem hagkvæmustum rekstri á farkosti sína. Sú freisting er þá alltaf fyrir hendi að flugmenn slaki á ítr- ustu öryggiskröfum fyrir launabætur eða önnur fríðindi. Flugmenn hafa hingað til árangurslaust reynt að fá því framgengt að öryggi farþega sé að þessu leyti varið af opinberum rammareglum og samning- ar fari síðan fram innan þess ramma. Þessar deilur hafa meðal annars komið fram opinberlega vegna ágreinings um leiguflug nýju Boeing véla Flugleiða, sem ekki ná alltaf að fljúga innan þess fimmtán stunda hámarksvinnutíma, sem HVERS VEGHA HRAPA FLUGVÉLAR? 60 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.