Heimsmynd - 01.11.1990, Page 84

Heimsmynd - 01.11.1990, Page 84
Stefán Pálsson tannlæknir (1915-1969) var í stjórn Þjóðvarnarfélags Reykjavíkur. Þorbjörg Pálsdóttir myndhöggvari, gift Andrési Asmundssyni lækni. víkur, var að honum var ásamt Steingrími Arasyni kennara falið árið 1921 að rannsaka allt ásigkomulag og starfsemi Barnaskólans í Reykjavík. Pcir félagar skiluðu skýrslu þar sem fram kom að skólahúsið (Miðbæjarskólinn) rúmaði ekki helming reykvískra barna, skólatíminn væri aðeins lítið brot þess skólatíma, sem börnum væri almennt ætlaður í menning- arlöndum, kennsluáhöld ónóg og ófullkomin og svo framveg- is. Svo hreinskilin og opinská var skýrslan að hún kom eins og sprengja inn í hið kyrrstæða reykvíska samfélag. Kennarar skólans mótmæltu vinnubrögðum tvímenninganna og varð um hríð hálfgert stríðsástand í skólanum. Gunnlaugur Claessen bæjarfulltrúi lét svo um mælt að það væri eins og sprengikúlu væri kastað inn í bæjarstjórnarsalinn í hvert sinn sem fundar- gerð skólanefndar væri til umræðu. Svo fór þó að ýmsar fram- úrstefnulegar hugmyndir þeirra Steingríms og séra Ólafs frá Hjarðarholti voru teknar til greina og má þar nefna sumar- skóla og kennslu með skuggamyndum og kvikmyndum. í þessu máli kom fram sá eiginleiki sem hefur fylgt mörgum afkomendum séra Ólafs síðan; opinn hugur, hreinskiptni, af- dráttarlaus afstaða og andúð gegn stöðnun. Þau séra Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Pálsdóttir eignuðust fimm börn, sem upp komust, og verða þau talin hér upp: STÓRVIRKUR ATHAFNAMAÐUR Páll Ólafur Ólafsson (1887-1971) var elstur. Hann las menntaskólann utan skóla hjá föður sínum og stundaði um hríð verslunarnám í Reykjavík. Hann var bókhaldari hjá hinu stóra Thomsensmagasíni í Reykjavík árin 1908 til 1909. Þá gerðist hann kaupfélagsstjóri í Búðardal en frá 1902 til 1916 rak hann jafnframt búskap á Hrappsstöðum í Laxárdal og hafði þar bústjóra fyrir sig. Páll var músíkalskur og lék vel á orgel og píanó og fékkst alla ævi við að semja tónsmíðar sem margar hafa verið gefnar út. Hann var organisti hjá föður sín- um og kennari við Hjarðarholtsskóla í fjögur ár. Páll tók virk- an þátt í félagsstörfum og framkvæmdum í Dalasýslu, var í hreppsnefnd Laxárdals og formaður ungmennafélagsins. Þá var hann einn af stofnendum Dýraverndunarfélagsins og stofnandi Sláturfélags Dalamanna í Búðardal og fram- kvæmdastjóri þess. Lét hann hætta að skera fé, einna fyrstur manna á Islandi, en skipaði að skjóta í þess stað. Páll fluttist til Reykjavíkur tæplega þrítugur árið 1916 og hóf þar umsvif í stórum stfl. Hann rak í senn tvær verslanir og einnig búskap á nýbýlum sínum Laugalandi og Undralandi fyrir utan bæinn. Fleiri jarðir átti Páll, þar á meðal fimm á Kjalarnesi. A árunum 1919 til 1920 fór fram umfangsmikil endurnýjun íslenska togaraflotans og hugði Páll þar gott til glóðarinnar eins og fleiri. Hann varð höfuðpaurinn í Fiskveiðahlutafélag- inu Kára sem stofnað var í Reykjavík 1919 og hóf árið eftir út- gerð tveggja togara, Austra og Kára Sölmundarsonar. Páll var framkvæmdastjóri félagsins til 1925 en þá hafði það flust til Viðeyjar. Þar byggði Páll staðinn upp, bæði húsakost og bryggjur, en hann hafði verið í niðurníðslu um árabil eftir hrun Milljónafélagsins. Arið 1925 söðlaði Páll um og stofnaði sitt eigið togarafélag er nefnt var Fylkir og átti togarann Belgaum. Fyrir því var Páll framkvæmdastjóri til 1931. Miklar sviptingar urðu í togaraútgerð á þessum árum og gjaldþrot tíð. Mun Páll ekki hafa farið varhluta af þeim erfiðleikum þó að aldrei yrði hann sjálfur gjaldþrota. Hann stofnaði enn eitt fé- lag, Kóp hf., árið 1932 og rak það samnefndan togara til 1936. Jafnframt því að vera einn umsvifamesti togaraútgerðarmaður landsins tók Páll Ólafsson virkan þátt í samtökum útvegs- manna, var meðal annars framkvæmdastjóri Félags íslenskra botnvörpuútgerðarmanna í átta ár. Árið 1936 fluttist Páll til Kaupmannahafnar með fjölskyldu sína og rak þar umboðsverslun á árunum 1936 til 1939. Eftir það fór hann til Þórshafnar í Færeyjum og rak þar umboðs- og heildverslun. Á stríðsárunum stjórnaði Páll einnig í umboði færeyskra útgerðarmanna allt að þrjátíu færeyskum fiskiskip- um í förum milli Islands og Englands. Eftir stríð var hann við- riðinn útgerð við Grænland. Páll var skipaður ræðismaður Is- lands í Færeyjum 1947. Eftir 1949 var hann að nokkru leyti bú- settur í Kaupmannahöfn en fluttist á ný til íslands 1962 og rak þar heildverslunina Pál Ólafsson & Co. Páll Ólafsson kvæntist árið 1913 Hildi Stefánsdóttur (1893- 1970), dóttur Stefáns Jónssonar prests á Auðkúlu í Austur- Húnavatnssýslu. Heimili þeirra á velmektardögum þeirra í Reykjavík var á Hólavöllum og síðan við Sólvallagötu. Þau hjón eignuðust fimm börn sem öll urðu kunn. Þau voru: ÁBERANDI BÖRN 1. Stefán Pálsson (1915-1969) tannlæknir í Reykjavík. Hann var meðal annars formaður Þjóðvarnarfélags Reykjavíkur og í blaðstjórn Frjálsrar þjóðar. Stefán vakti þjóðarathygli árið 1959 fyrir góða frammistöðu í spurningaþætti Ríkisútvarpsins er hann svaraði spurningum um stjórnarbyltinguna miklu í 84 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.