Heimsmynd - 01.11.1990, Side 114

Heimsmynd - 01.11.1990, Side 114
ísl-enska. . . framhald af bls. 97 „Ég gat verið úti að leika mér allt kvöldið. Við vorum alltaf í kúreka- og indíánaleik. En ég vona að það séu fleiri leiktæki á leikvellinum núna,“ segir hann, enda á leið til íslands með mömmu sinni þar sem henni var boðið að halda fyrirlestur á ráðstefnu í júní. „Mamma, hvað hét aftur maturinn sem mér fannst svo vondur fyrst? Síld? Mér hefur aldrei líkað svoleiðis fiskur, en þegar ég vandist honum fannst mér hann svo góður að núna er síld uppá- haldsmaturinn minn á íslandi. Svo fékk ég mér alltaf lýsi í morgunmat, mér finnst það ofsalega gott. Ég fékk mér alltaf meira en mér var sagt að gera,“ heldur Michael áfram. -Tekurðu þá lýsi á hverjum morgni? spyr ég. „Nei, ekki þegar ég er hér. Núna eig- um við flösku sem vinir okkar sendu okkur, en við eigum ekki alltaf lýsi,“ svarar hann. „Og ef þeir búa til lýsi hérna þá er það örugglega ekki eins gott og á Islandi, það er sko besta lýsi í heimi. Og besti fiskur líka, og besta lambakjöt. Mér finnst maturinn þar góð- ur.“ „Honum finnst hafragrautur líka góð- ur,“ bætir Joan við. „Hann er góður Is- lendingur. Honum finnst skyndibitamat- ur vondur og er ekkert fyrir sælgæti." Ég tek undir það með mömmu hans og held því fram að hann kunni senni- lega betur að meta íslenskan mat heldur en flestir jafnaldrar hans á Islandi. í þessu kemur Christopher og er að leita að boltanum sínum. „Find'ann," segir Elsa. Ég hef orð á því við Joan hvað mér finnist sniðugt að heyra Elsu tala við strákana - hún sé ekkert að vanda sig við að segja orðin eins og þau séu skrif- uð heldur tali hún við þá á venjulegu tal- máli. „Já, auðvitað. Til þess er hún hér,“ svarar Joan að bragði. „Fyrir flest okkar þegar við lærum annað tungumál í skól- anum tala kennarnir mjög hægt og skýrt, og svo eigum við í miklum erfiðleikum þegar kemur að því að tala málið við innfædda. Þeir tala ekki eins og við gerð- um í skólastofunni, þeir tala hraðar og nota orð sem þú hefur aldrei heyrt áður. Strákarnir eiga ekki við þetta vandamál að stríða þegar við förum til íslands því þeir eru svo vanir að heyra íslensku tal- aða.“ Elsa segir að strákarnir séu virkilega duglegir við að skilja það sem hún segir. „Það er ekki oft sem þeir spyrja hvað eitthvert orð þýðir. Ef það kemur fyrir þá prófa ég annað orð yfír það á ís- lensku, og þá skilja þeir það oftast. Ef það er ekki nóg segi ég þeim orðið á ensku, og eftir það muna þeir íslenska orðið,“ segir hún. -Finnst þér ekkert erfitt að tala á ís- lensku þegar þér er alltaf svarað á ensku? spyr ég Elsu. „Það er náttúrlega misjafnt, stundum vill Michael að maður tali á ensku við hann, en manni er sagt að tala bara á ís- lensku við þá, og það venst alveg ótrú- lega fljótt. Það er helst á hinn veginn, að ef ég hitti einhvern íslending sem fer að tala við mig þá er ég að því komin að svara á ensku . . Hér grípiir Joan fram í. „Flestar stelpurnar hafa ekki átt í neinum vandræðum með að skipta frá ís- lenskunni yfir í enskuna. Það var aðeins ein sem ég þurfti alltaf að minna á að halda sig við íslenskuna, því Michael er svolítið skæður með að reyna að fá þær til að tala við sig á ensku. Svo var ég svo heppin eitt árið að fá eina sem talaði næstum enga ensku, og þá vandist hann að mestu af þessu.“ „En ég er viss um að þetta er erfitt fyr- ir þær,“ heldur Joan áfram. „Annars vegar vegna þess að þær þurfa að skipta yfir í enskuna, því maðurinn minn talar enga íslensku, og hins vegar vegna þess að strákarnir svara þeim alltaf á ensku. En ég þekki líka til íslenskra au-pair stúlkna sem eiga orðið erfitt með að skipta yfir í íslenskuna, því þær eru svo vanar að tala ensku á heimilunum." -Svo að þetta er föst regla hjá þér að barnfóstrurnar tali eingöngu á íslensku við strákana? „Já, þær fá ströng fyrirmæli um það,“ segir Joan. „Engar reykingar, og verða að tala íslensku við strákana. Og svo verða þær að lesa bækur fyrir þá á ís- lensku, ég er með fullt af íslenskum barnabókum handa þeim.“ „Þegar Michael fæddist passaði ég mjög upp á það að tala einungis ensku við hann til að vera ekki að hringla til og frá með íslenskuna og rugla hann,“ held- ur hún áfram. „En aftur á móti með Christopher hef ég ekkert passað upp á það, og ég les stundum fyrir hann á ís- lensku. Michael þolir það aftur á móti ekki. Honum finnst erfitt að fylgja eftir flóknum söguþræði á íslensku, en Christ- opher er ánægður með að það sé lesið fyrir hann hvort sem það er á ensku eða íslensku. Michael leyfði mér það aldrei, hann hrópaði alltaf á mig: Segðu það hinsegin, mamma! Ég veit ekki í hverju þessi munur er fólginn." „Og svo les Chris fyrir mig sömu bók- ina á ensku eftir að ég hef lesið fyrir hann á íslensku,“ ségir Elsa. Joan segir íslenskuna stundum hafa sérkennileg áhrif á enskunotkun þeirra bræðra. „Þegar Michael var lítill var hann van- ur að segja á kvöldin ,,1’m going to do it in the morning“ í Stað þess að segja „tomorrow“. Þetta var auðvitað bein þýðing á íslenska orðasambandinu „á morgun." Þannig að hann notaði stund- um ensk orðasambönd á rangan máta. Eins hafa þeir báðir átt í erfiðleikum með að gera greinamun á „room“ og „rúm“, þar sem enska orðið er í merk- ingunni herbergi, og þeir hafa ruglast svolítið á þessu.“ Joan segist vera heppin að hafa unnið með íslensku, og hún er mjög ánægð yfir að hafa lært hana. „Fólk stríðir mér á því af hverju ég læri ekki frekar' tungumál einhverrar þjóðar þar sem er heitt og notalegt!“ segir hún og hlær. „En mér er alveg sama, ég kann ágætlega við kalt veður- far, og líkar vel við íslendinga.“ Hún talar einnig um það hve íslend- ingar séu miklir einangrunarsinnar, og telur að það sé að hluta til skýringin á því hve íslenska hefur haldist vel í gegn- um tíðina. Ólíkt öðrum Norðurlanda- þjóðum hafi þeir alltaf uppi á löndum sínum á erlendri grund, og umgangist að miklu leyti eingöngu aðra Islendinga. „Islendingar reyna ekki einu sinni að tala ensku við mig. Fólk er jafnvel viljugt að tala íslensku við mig þó svo að ég svari á ensku - fólk vill komast hjá því að tala ensku ef það getur. Jafnvel flestir háskólaborgarar sem ég hitti eru tregir til að nota enskuna sína þó að hún sé mjög góð. Islenskan mín er það ekki, svo ég er mjög hissa á þessu.“ En Joan hefur greinilega ekkert á móti þessari tregðu íslendinga til að tala á er- lendum tungum. Hún lýkur samtali okk- ar með þessum orðum: „Frakkar eru hræðilegir. Þeir vilja ekki hlusta á útlendinga tala frönsku ef hún er ekki fullkomin. Ef ég fer til Norðurlandanna eða til Hollands finnst mér allir vilja þjálfa sig í enskunni. Þeir vilja ekki vera hjálplegir, og það er mjög erfitt að læra þessi tungumál. Islendingar eru að minnsta kosti góðir með það að leyfa manni að kljást við íslenskuna!“ Þegar ég kveð Joan Maling, syni henn- ar og barnfóstruna Elsu, er ég ekki frá því að þessi dagstund með þeim þar sem hlaupið var úr íslenskunni yfir í enskuna og öfugt hafi náð að rugla mig svolítið í ríminu. Or what7£3 114 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.