Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 33
Hvar og hvernig
býröu?
- í 88 fermetra íbúð í
steinhúsi við Reykjavíkur-
tjörn.
Hver er nýjasta
uppgötvun þín?
Að það er hægt að
klippa og hljóðsetja kvik-
mynd á tölvu.
Hvað er siðleysi
fyrir þér?
Það er svo mikið af því
helv. . . . Þegar embættis-
maður heldur að hann sé
alþingismaður.
Hvað ergir þig
mest í íslensku þjóð-
félagi?
Sjóslys.
Hvar vildir þú helst
búa?
Við tjörnina í Reykjavík.
Hver er besta bíó-
myndin sem þú hefur
séð nýlega?
Highway 61, kanadísk
mynd.
Hver er uppáhalds-
bókin þín?
Grettissaga.
Á hvernig tónlist
hlustar þú?
Það gengur í bylgjum.
Núna er það suður-amer-
ísk tónlist.
Hver er uppáhalds-
flíkin þín?
Gamall frakki frá
Andrési.
Áttu eitthvað sem
þú eða aðrir álíta
stöðutákn?
Nei.
í hverju vildirðu
helst fjárfesta?
I kvikmyndum.
Hvaða hæfileika
vildir þú helst vera
gæddur?
Að vera vel syndur.
Burtséð frá núver-
andi starfi, hvernig
vildir þú helst afla
þér tekna?
Með því að spila knatt-
spyrnu.
FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
einn athyglisverðasti kvikmyndagerðarmaður ís-
lendinga og sá fyrsti sem fær verk sitt tilnefnt til
Óskarsverðlauna. Friðrik Þór er sjálfmenntaður í
kvikmyndagerð. Hann á að baki tvær leiknar kvik-
myndir, Skytturnar og Börn Náttúrunnar auk fjölda
styttri mynda. Friðrik Þór er fæddur í Reykjavík
þann 12. maí 1954. Hann gekk í Austurbæjarskólann,
síðar Vogaskóla og lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Tjörnina árið 1976. Hann vann við
kvikmyndahátíð Listahátíðar, tók þátt í rekstri gall-
erís Suðurgötu 7 (þar sem amma hans Guðríður
Hjaltesteð bjó áður.) Friðrik Þór á tíu ára starfsaf-
mæli um þessar mundir. Hann er nú staddur í Los
Angeles ásamt konu sinni Heru Sigurðardóttur en
þau eiga tvö börn, Friðrik Stein 7 ára og Helgu 4
ára.
Hvaða manneskju í
þínu fagi dáirðu
mest?
Wim Wenders.
Ef þú hefðir lifað
áður hver hefðirðu
viljað vera?
Frederick Maurnau,
þýskur kvikmyndagerðar-
maður.
Hvers iðrast þú
helst?
Að hafa gerst forystu-
fruma.
Við hvernig kring-
umstæður missir þú
helst stjórn á skapi
þínu?
Þegar réttlætiskennd
minni er ofboðið.
Hvað kemur þér
helst til að hlæja?
Hlátur í öðrum.
Ertu trúaður?
Já.
Hverju langar þig
helst til að koma í
verk?
Nokkrum kvikmyndum
sem ég vil sjá upp á tjaldi.
Hverju vildirðu
breyta í fari þínu?
Draga úr dómhörku.
Með hverjum vild-
irðu snæða kvöld-
verð fyrir utan maka?
Þetta er rómantísk
spurning. Marilyn Mon-
roe.
Ef þú værir alveg á
kúpunni fjárhagslega
hvaða munaö þætti
þér erfiðast að neita
þér um.?
Ég hef svo oft verið á
kúpunni og því aldrei
vanið mig á munað. En
mér þætti erfitt að neita
mér um geisladiska.
Hverju berðu helst
virðingu fyrir?
Heiðarleika.
Hvað er fegurð?
Allt sem vekur hjá
manni sköpunarþrá, til
dæmis fallega skorað
mark í fótbolta.B
HEIMSMYND 33