Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 60

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 60
Tíminn er takmarkaður og hver að verða síðastur ef ætlunin er að fjölga mannkyninu. Pað er mál að koma sér úr litlu blokkaríbúðinni og fara að líta í kringum sig eftir framtíðarheimili. Álagið er miklu meira en flestir gerðu sér grein fyrir þegar þeir litu til þessa tíma fyrir tíu árum. Allt virðist bera upp á sama tíma. Fólk þarf að koma sér upp barnahópi, eignast og reka heimili, vinna sig áfram í starfi, sinna áhugamálum og vinum en hafa auk þess tíma til að njóta nærveru við sína nán- ustu. Þau ár þegar allt virtist mögulegt eru að baki og við tek- ur gífurleg vinna við að koma sér áfram bæði á vinnumarkaði og í einkalífi. Fyrstu starfsárin eru að baki, nú hefjast átökin fyrir alvöru og samkeppnin er vissulega hörð. Mistök verða varla skrifuð á reikning reynsluleysis þannig að það er eins gott að standa sig. Álagið verður stundum til þess að valda erfiðleikum heima fyrir og þegar tekur að halla að fertugu hafa mörg sambönd siglt í strand. Þeir sem eru milli þrítugs og fertugs í dag eiga marga litríka fulltrúa sem hafa haft áhrif á listir og menningu og eru teknir að láta að sér kveða í stjórnmálum og atvinnulífi. Þessi kyn- slóð hefur fylgst grannt með erlendum menningar- og tísku- straumum og bar þá fljótt og örugglega hingað til lands. Þeir sem eru þrjátíu og fimm ára og eldri tilheyra íslensku hippa- kynslóðinni, því það var ekki fyrr upp úr nítjánhundruð og sjötíu að áhrifa hennar tók að gæta fyrir alvöru hér á landi. Tónlistin, klæðaburðurinn og gildismatið, allt breyttist þetta í einum vetfangi. Kröfugöngur og mótmæli í anda þess sem er- lendir stúdentar höfðu staðið fyrir til að mótmæla stefnu stjórnvalda þóttu tilheyra og var kjörið krydd í tilveru skóla- fólks á norðurhjaranum. Allt óð í eiturlyfjum og umræður um hvort lögleiða bæri notkun vissra tegunda þeirra var með vin- sælli umræðuefnum á mannamótum og í samkvæmum. Menn gengu um hoknir í baki, í bættum gallabuxum slitnum að neð- an, með hárið hangandi niður í augu, helst fimm daga skítugt. Það þótti nánast forheimskandi að velta útlitinu mikið fyrir sér og þær konur sem vildu vera teknar alvarlega af jafnöldr- um sínum sniðgengu með öllu andlitsfarða. Mick Jagger og Bianca, Jimmy Hendrix, Janis Joplin, Lauren Hutton, Andy Warhol, Twiggy, Robert De Niro og Fay Dunaway voru stjörnur þessa tíma. Það var þó alltaf nokkur hópur fólks sem fann sig ekki í þessu andrúmslofti og varð því nánast utangátta meðan hippabylgjan gekk yfir. Þeirra tími rann upp þegar upparnir tóku að hasla sér völl áratugi síðar. Þegar líða tók á áttunda áratuginn tók diskóið við, en þá voru Village People, Bee Gees og söngkonan Donna Summer, hvað vinsælust. Glaumur og glys diskótekanna tók við af dauf- gerðum partýum hippanna og tískusýningar urðu eitthvert vinsælasta skemmtiatriði sem veitingahús gátu boðið gestum sínum upp á. Við lok áttunda áratugarins voru síðan tískusýn- ingarsamtökin Módel 79 stofnuð og meðlimir þeirra urðu fljótt eins konar þotufólk íslensks samkvæmislífs. ■ 60 HEIMSMYND skeið verið talin í röð leikkvenna landsins. Hún lék meðal kvikmyndinni Fórninni eflir árið 1986. Einar Kárason rithöfundur. Skáldsögur hans hafa notið mikillar hylli en auk þess að rita skáldsögur hefur hann skrifað handrit að kvikmyndum. Einar hefur verið einn mest áberandi rithöfundur sinnar kynslóðar og hefur gegnt formennsku í Rithöfundasambandi íslands. Sigurður Gísli Pálmason, forstjóri. Sigurður Gísli hefur árum saman rekið eitt stærsta fyrirtæki landsins, Hagkaup. Hann er einn þeirra sem tekið hafa upp hollari lífshætti og stundar nú jóga reglulega. Guðrún Gísladóttir leikkona hefur Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarmaður. Hún er ein fárra íslenskra kvenna sem hefur lagt stund á kvikmyndagerð. Guðný var einn höfunda að handriti myndarinnar Skilaboó til Söndru og samdi handrit myndarinnar Stella í Orloti. Þá leikstýrði hún kvikmyndinni Kristnihald undir Jökii. Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands. Hún hefur verið í forsvari fyrir safnið frá því það var opnað í nýju húsnæði árið 1988. Bera vekur jafnan athygli fyrir glæsilegan klæðaburð og framgöngu í starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.