Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 85

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 85
kirkjugarðinum er iyrir miðri mynd. skola niður með. Hér er átt við Margréti Zoéga, eiganda Hót- els Reykjavíkur, en hún var meðal annars tengdamóðir Einars Benediktssonar skálds. Þá mælti Olafur Björnsson, formaður félagsins, fyrir minni fyrsta formanns félagsins, heiðursgestsins Axels Túliníus og frúar hans, en Axel mælti aftur fyrir fé- laginu. Þess skal getið að frá því að Axel Túlíníus stofnaði Skautafélagið 1892 hafði hann verið árum saman sýslumaður á Eskifirði, en var nú kominn í bæinn á ný til að gerast umboðs- maður erlendra tryggingafélaga. Hann varð síðar fyrsti for- maður Sjóvátryggingafélags íslands. Axel var mikill áhuga- maður um íþróttir og var fyrsti formaður íþróttasambands ís- lands þetta sama ár og síðar skátahöfðingi. Kona hans var Guðrún, dóttir Hallgríms Sveinssonar biskups. AÐ KOMAST SEM NÆST ÁSTAROBJEKTINU Næst gerðist það á ballinu að Guðmundur Finnbogason magister mælti fyrir Islandi. Hann varð síðar landsbókavörður og er faðir Finnboga, núverandi landsbókavarðar. Þá mælti Haraldur Thorsteinsson, sonur þjóðskáldsins Steingríms Thor- steinssonar, fyrir minni kvenna. Segir svo um það: „Lýsti hann ástinni í hennar ýmsu myndum og gat sérstak- lega um skautafélagsástina er væri fólgin í því að reyna að komast sem allra næst ástarobjektinu með ýmsu sniðugu móti. Þótti mönnum lífsreynsla hans mjög svo respektabel er á það var litið að hann var aðeins sautján vetra. Flutti hann ræðuna sköruglega og gerðu allir besta róm að máli hans.“ Síðan segir hinn gamansami Ingimundur: „Þegar borð voru upp tekin fóru ýmsir að drekka kaffi og Dom og skemmtu sér allvel við það. En aðrir sneru sér þegar að dansinum og fóru að reyna að nálgast „objektin“. Og „objektin“ voru alls ekki ófús á að láta koma nálægt sér, en leyfðu „subjektunum“ að taka utan um sig og svo framvegis. Auðvitað úti á miðju gólfinu og í öllum penheitum — gúð- bevares. — Og svona gekk það fram á morgun. Sumir drukku, sumir dönsuðu og sumir bæði drukku og dönsuðu. Þeir áttu nú best því þegar þeir voru orðnir fullir, hentust þeir um gólfið í hálf- tíma og þá rauk allt óðara úr þeim svo þeir gátu byrjað með frískum kröftum undireins aftur — og allir skemmtu sér og sumir skemmtu öðrum en enginn reifst eða flaugst á - -. Já, það var allt eins og það átti að vera - og eins og allir snyrti- menn vilja að böll séu.“ FRÉRES DUBOIS PARIS EÐA MOUSSELINE Að lokinni þessari lýsingu tekur Ingimundur við að segja frá einstökum ballgestum en tekur fram að nöfn séu valin af handahófi. Hann segir að heiðursgesturinn, Axel Túlíníus, hafi verið með fjórar eða fimm orður og frú hans jafnfögur og þegar hún fyrir fimmtán árum drottnaði yfir hjörtum hins reykvíska æskulýðs. Þá segir hann að frú Olafs Björnssonar, Borghildur Thorsteinsson, hafi verið í rauðum silkikjól (Frér- es Dubois Paris). Næst telur hann upp Norðmanninn Aall Hansen og konu hans frú Aagot, en sá kom upphaflega til Is- lands sem verslunarmaður hjá Thomsens Magasíni en var nú orðinn sjálfstæður heildsali í Þingholtsstræti 28. Næstur í upp- talningu Ingimundar er Garðar Gíslason stórkaupmaður og frú hans, Þóra Sigfúsdóttir, og er þess getið að frúin hafi verið í svörtu atlaski. Jón prófessor Kristjánsson var þar og með unnustu sína, Dóru Þórhallsdóttur en hún var í ljósbláum silkikjól. Nú kunna ýmsir að reka upp stór augu. Þarna er par sem ekki gekk upp í fyllingu tímans. Eftir að slitnaði upp úr trúlofuninni við Dónrkvæntist Jón, sem var prófessor í lögum, Þórdísi Toddu Benediktsdóttur, en þau létust bæði í spönsku veikinni 1918. Dóra varð hins vegar eiginkona Ásgeirs Ás- geirssonar, síðar forseta. Hún var dóttir þáverandi biskups, Þórhalls Bjarnarsonar. Þá er sagt að Sörensen og frú hafi verið á Skautafélagsball- inu og hún hafi verið í bleiku mousseline og fögur að vanda. Hér mun átt við Aage Sörensen kaupmann á Hverfisgötu 4E og konu hans. Næst eru taldar upp nokkrar frökenar, fyrst fröken Ása Kristjánsdóttir og fröken Fríða Magnússon, báðar í hvítu mousseline með knipplings garniture. Ása mun vera dóttir Kristjáns Jónssonar, ráðherra Islands um þær mundir, og systir Jóns Kristjánssonar prófessors, sem áður er getið, en hún giftist síðar Bosch Kronika, skipstjóra í Danmörku. Á Fríðu kann ég ekki skil. Þar næst er talin fröken Þórunn Jóns- dóttir sem var í laufgrænu crépe og fröken Ástríður Hafstein „í brúnu „moiré“ - björt eins og sólin á sumardegi og með tvær minni sólir (systur sínar við hlið sér)“. Hér er rætt um dætur Hannesar Hafstein. Ástríður var aðeins 18 ára en giftist síðar Þórarni Kristjánssyni hafnarstjóra. Yngri systur hennar hljóta að vera Þórunn, 16 ára, er síðar giftist Ragnari Kvaran landkynni, og Sigríður, 15 ára, er giftist Geir Thorsteinssyni útgerðarmanni. ÖNNUR í BLEIKRAUÐU EN HIN í ELDRAUÐU Næst eru talin tvenn hjón, þau Pétur Halldórsson bóksali, síðar borgarstjóri, og kona hans Ólöf Björnsdóttir og Otto Radtke, þýskur forstjóri Gasstöðvarinnar við Hlemm, og kona hans, hin norska Marta Emilie. Þá koma þrír ungkarlar, þeir Andrés Fjeldsted augnlæknir, Kristján Linnet lögmaður, höf- undur greinarinnar, og Kofoed-Hansen skógræktarstjóri. Þá koma Jóhann Chr. G. Rasmus verksmiðjustjóri og kona hans, Margrét Theódóra Rasmus frá Reykhólum. Hún var í hvítum silkikjól - maison Ove Thomsen, hvað sem það nú táknar. Einnig voru þær tvær frökenar í hvítu alpaca, þær Lára Blönd- al, dóttir Magnúsar Blöndals verslunarmanns, sem seinna gift- framhald á bls. 96 HEIMSMYND 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.