Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 16

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 16
stjornmal átök innan Alþýðubandalagins. Fylkingar flokkseigenda og lýðræðiskynslóðar fóru hrein- lega í stríð um uppröðun á lista í Reykjavík. Össur fór fram og þrátt fyrir smölun nýrra flokksfélaga sem studdu Össur og hans lið þá var smölun Alþýðubandalagsins í Reykjavík enn meiri þegar á kjörstað var komið og Sigur- jón Pétursson lenti í fyrsta sæti prófkjörsins. _________________________ Össur hafnaði í fjórða sæti og komst ekki inn í -borgar- stjórn. Kristín Á. Ól- afsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir komust báðar inn, hvor úr sínum arminum. Össur lét þó ekki deigan síga fyrr en ári seinna og fór að starfa fyrir Reykvíska endurtryggingu hf. Fór í faðm einkafyrirtækis og dró sig að nokkru leyti í hlé úr stjórnmálunum. Á þessum árum eru margir úr kynslóðinni að gefast uppá Alþýðu- bandalaginu. Peir gerast langþreyttir á stríðinu við flokkseigendafélagið en styrkur þess dvín- aði ekki þrátt fyrir átökin. Óskar Guðmunds- son gefst uppá Þjóðviljanum og fer þaðan 1986. Endar síðan á Þjóðlífi. Mörður verður hinsveg- ar ritstjóri þegar Össur fer og berst enn hat- rammlega innan Birtingar. Alþýðuflokkurinn siglir nokkuð lygnan sjó á meðan. eftir þessi átök eru hlutirnir að gerjast og koma uppá yfirborðið haustið 1989 þegar fjöldi manna úr andstöðuflokkunum fjórum í Reykjavík hvetja til sameiginlegs framboðs. Þó að draumurinn um sameinaða vinstri menn lifi alltaf ágætu lífi þá er hann eigi að síður eitur í beinum ótölulegs fjölda flokks- bundins fólks. Menn geta engan veginn sætt sig við að þurfa að laga skoðanir sínar á einn eða annan hátt að skoðunum einhvers annars. Auk þess hefur áratugalöng barátta milli fylkinga jafnaðarmanna og sósíalista sett sitt mark á við- horf fólks. Það er því iðulega hlutverk yngri kynslóðarinnar að spreyta sig á sameiningu. Eyðimerkurkynslóðin lagði sitt lóð á samein- ingarskálarnar. Það gerði hún í skjóli ferðalags Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars á rauðu ljósi. Hugmyndin að sameiginlegu framboði í Reykjavík kviknar. Fólk úr eyðimerkurkyn- slóðinni og þeirri sem á eftir henni kemur fer af stað. Framsóknarmenn eru frá upphafi tregir og hafna strax hugmyndum fulltrúaráðs Al- þýðuflokksins um sameiginlegt framboð. Al- þýðubandalagsfélagar í Reykjavík móðgast og Nýr vettvangur: á endanum ákveður ABR að vera ekki með og En ekkert varð heldur ekki Kvennalistinn. Birting og Æsku- af sameiningu lýðsfylking Alþýðubandalagsins og Alþýðu- vinstri manna flokkurinn verða með og ásamt utanflokkafólki Þau fimm efstu er Nýr vettvangur stofnaður. Eftir mjög sterkan í nrófkiörinu íuncl á Hótel Sögu gat Alþýðuflokkurinn ekki vorið 1991 dre8*ð sig útúr dæminu og menn fara af stað Bjarni P. Magnússon, Ólína Þorvarðardóttir, Kristín A. Ólafsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Hrafn Jökulsson. Þingflokksfundur hjá Alþýðuflokki: Össur leitar ráða hjá Jóhönnu Sigurðardóttur. Valgerður Gunnarsdóttir hlær í hina áttina. Jóhanna líkt og aðrir, sem tóku þessa kynslóð í fóstur, skildi hana eftir munaðarlausa. með prófkjör en allir hinir gömlu flokkarnir bjóða líka fram. Ólína Þorvarðardóttir var þá óflokksbundin og lendir í fyrsta sæti og Birt- ingu til ánægju lendir Kristín Á. Ólafsdóttir í öðru sæti en hún var áður fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í borgarstjórn og frambjóðandi þeirra. Bjarni P. Magnússon náði þriðja sætinu en það dugði honum ekki til að verða kosinn í borgarstjórn. Hann er einn af eyðimerkurkyn- slóðinni, var fyrst með Vilmundi Gylfasyni inn- an Alþýðuflokksins en fór ekki með honum yf- ir í Bandalag Jafnaðarmanna. Eftir Nýjan vett- vang dregur hann sig útúr þessu alveg og gerist sveitarsjóri út á landi. Allt þetta brölt gekk ekki átakalaust fyrir sig. Vinstri menn bárust á banaspjótum og voru í sárum. Það sem hinsveg- ar vekur eftirtekt er að þeir Ólafur Ragnar og Jón Baldvin héldu að sér höndum. Birtingar- menn treystu á stuðning Ólafs Ragnars við Nýj- an vettvang en sá stuðningur sýndi sig aldrei. Stuðningur Jóns Baldvins kom seint og um síð- ir þegar ljóst var að um annað var ekki að ræða. Þannig má segja að eyði- merkurkynslóðin hafi þarna beðið eftir leið- sögn Móses en aldrei fengið. Kynslóðin var skilin eftir ein. Báðir flokksforingjar A-flokk- anna halda að sér hönd- um og reyna með af- stöðuleysi að halda stuðningi allra aðila innan flokka sinna. Eyðimerkurkynslóðin fer ekki vel útúr því. Nú á vormánuðum á Alþingi kallar Össur Ólaf Ragnar fóstra sinn í pólítískum skilningi. Dæmið um Nýjan vettvang sýnir að það eru þeir fóstrar kynslóðarinnar, Ólafur Ragnar og Jón Baldvin sem skilja hana eftir munaðarlausa. Skilja hana eftir eina á eyði- merkurgöngunni. Það er þetta munaðarleysi sem einkennir kynslóðina. Óskar Guðmundsson og Mörður Árnason: Þeir vildu losa Þjóðviljann undan flokksvaldinu. Og það er skiljanlegt að Össur eigi erfitt með að fyrirgefa sínum gamla fóstra en bæði Birting og Nýr vettvangur verða til með full- tingi Ólafs Ragnars frekar en und- ir handarjaðri hans. En hvernig bregst þá kyn- slóðin við eftir borgarstjórnarkosningarnar 1990? Sameining vinstri manna er þá farin út um þúfur. Enginn málsmetandi úr eldri kyn- slóðinni þorði að leggja út í neitt slíkt, nema ef ske kynni að það hefði verið Guðrún Helga- dóttir. Þess vegna er ekki annað ráð fyrir kyn- slóðina en að setjast að í öðrum hvorum vinstri flokknum eða hætta þessu pólitíska standi ella. Því upphefst flótti Álþýðubandalagsmanna af þessari kynslóð yfir í Alþýðuflokkinn. Ástæðan er einföld, átökin höfðu verið illvíg milli fylk- inga í Alþýðubandalaginu og menn eru orðnir vígþreyttir mjög - það virtist rólegra þar megin girðingar - í hinum flokknum. Og svo beið Jón Baldvin þar með armana opna. Auk þess var gífurleg heift milli ABR og Birtingar. Það sá 16 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.