Heimsmynd - 01.04.1992, Side 16

Heimsmynd - 01.04.1992, Side 16
stjornmal átök innan Alþýðubandalagins. Fylkingar flokkseigenda og lýðræðiskynslóðar fóru hrein- lega í stríð um uppröðun á lista í Reykjavík. Össur fór fram og þrátt fyrir smölun nýrra flokksfélaga sem studdu Össur og hans lið þá var smölun Alþýðubandalagsins í Reykjavík enn meiri þegar á kjörstað var komið og Sigur- jón Pétursson lenti í fyrsta sæti prófkjörsins. _________________________ Össur hafnaði í fjórða sæti og komst ekki inn í -borgar- stjórn. Kristín Á. Ól- afsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir komust báðar inn, hvor úr sínum arminum. Össur lét þó ekki deigan síga fyrr en ári seinna og fór að starfa fyrir Reykvíska endurtryggingu hf. Fór í faðm einkafyrirtækis og dró sig að nokkru leyti í hlé úr stjórnmálunum. Á þessum árum eru margir úr kynslóðinni að gefast uppá Alþýðu- bandalaginu. Peir gerast langþreyttir á stríðinu við flokkseigendafélagið en styrkur þess dvín- aði ekki þrátt fyrir átökin. Óskar Guðmunds- son gefst uppá Þjóðviljanum og fer þaðan 1986. Endar síðan á Þjóðlífi. Mörður verður hinsveg- ar ritstjóri þegar Össur fer og berst enn hat- rammlega innan Birtingar. Alþýðuflokkurinn siglir nokkuð lygnan sjó á meðan. eftir þessi átök eru hlutirnir að gerjast og koma uppá yfirborðið haustið 1989 þegar fjöldi manna úr andstöðuflokkunum fjórum í Reykjavík hvetja til sameiginlegs framboðs. Þó að draumurinn um sameinaða vinstri menn lifi alltaf ágætu lífi þá er hann eigi að síður eitur í beinum ótölulegs fjölda flokks- bundins fólks. Menn geta engan veginn sætt sig við að þurfa að laga skoðanir sínar á einn eða annan hátt að skoðunum einhvers annars. Auk þess hefur áratugalöng barátta milli fylkinga jafnaðarmanna og sósíalista sett sitt mark á við- horf fólks. Það er því iðulega hlutverk yngri kynslóðarinnar að spreyta sig á sameiningu. Eyðimerkurkynslóðin lagði sitt lóð á samein- ingarskálarnar. Það gerði hún í skjóli ferðalags Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars á rauðu ljósi. Hugmyndin að sameiginlegu framboði í Reykjavík kviknar. Fólk úr eyðimerkurkyn- slóðinni og þeirri sem á eftir henni kemur fer af stað. Framsóknarmenn eru frá upphafi tregir og hafna strax hugmyndum fulltrúaráðs Al- þýðuflokksins um sameiginlegt framboð. Al- þýðubandalagsfélagar í Reykjavík móðgast og Nýr vettvangur: á endanum ákveður ABR að vera ekki með og En ekkert varð heldur ekki Kvennalistinn. Birting og Æsku- af sameiningu lýðsfylking Alþýðubandalagsins og Alþýðu- vinstri manna flokkurinn verða með og ásamt utanflokkafólki Þau fimm efstu er Nýr vettvangur stofnaður. Eftir mjög sterkan í nrófkiörinu íuncl á Hótel Sögu gat Alþýðuflokkurinn ekki vorið 1991 dre8*ð sig útúr dæminu og menn fara af stað Bjarni P. Magnússon, Ólína Þorvarðardóttir, Kristín A. Ólafsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Hrafn Jökulsson. Þingflokksfundur hjá Alþýðuflokki: Össur leitar ráða hjá Jóhönnu Sigurðardóttur. Valgerður Gunnarsdóttir hlær í hina áttina. Jóhanna líkt og aðrir, sem tóku þessa kynslóð í fóstur, skildi hana eftir munaðarlausa. með prófkjör en allir hinir gömlu flokkarnir bjóða líka fram. Ólína Þorvarðardóttir var þá óflokksbundin og lendir í fyrsta sæti og Birt- ingu til ánægju lendir Kristín Á. Ólafsdóttir í öðru sæti en hún var áður fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í borgarstjórn og frambjóðandi þeirra. Bjarni P. Magnússon náði þriðja sætinu en það dugði honum ekki til að verða kosinn í borgarstjórn. Hann er einn af eyðimerkurkyn- slóðinni, var fyrst með Vilmundi Gylfasyni inn- an Alþýðuflokksins en fór ekki með honum yf- ir í Bandalag Jafnaðarmanna. Eftir Nýjan vett- vang dregur hann sig útúr þessu alveg og gerist sveitarsjóri út á landi. Allt þetta brölt gekk ekki átakalaust fyrir sig. Vinstri menn bárust á banaspjótum og voru í sárum. Það sem hinsveg- ar vekur eftirtekt er að þeir Ólafur Ragnar og Jón Baldvin héldu að sér höndum. Birtingar- menn treystu á stuðning Ólafs Ragnars við Nýj- an vettvang en sá stuðningur sýndi sig aldrei. Stuðningur Jóns Baldvins kom seint og um síð- ir þegar ljóst var að um annað var ekki að ræða. Þannig má segja að eyði- merkurkynslóðin hafi þarna beðið eftir leið- sögn Móses en aldrei fengið. Kynslóðin var skilin eftir ein. Báðir flokksforingjar A-flokk- anna halda að sér hönd- um og reyna með af- stöðuleysi að halda stuðningi allra aðila innan flokka sinna. Eyðimerkurkynslóðin fer ekki vel útúr því. Nú á vormánuðum á Alþingi kallar Össur Ólaf Ragnar fóstra sinn í pólítískum skilningi. Dæmið um Nýjan vettvang sýnir að það eru þeir fóstrar kynslóðarinnar, Ólafur Ragnar og Jón Baldvin sem skilja hana eftir munaðarlausa. Skilja hana eftir eina á eyði- merkurgöngunni. Það er þetta munaðarleysi sem einkennir kynslóðina. Óskar Guðmundsson og Mörður Árnason: Þeir vildu losa Þjóðviljann undan flokksvaldinu. Og það er skiljanlegt að Össur eigi erfitt með að fyrirgefa sínum gamla fóstra en bæði Birting og Nýr vettvangur verða til með full- tingi Ólafs Ragnars frekar en und- ir handarjaðri hans. En hvernig bregst þá kyn- slóðin við eftir borgarstjórnarkosningarnar 1990? Sameining vinstri manna er þá farin út um þúfur. Enginn málsmetandi úr eldri kyn- slóðinni þorði að leggja út í neitt slíkt, nema ef ske kynni að það hefði verið Guðrún Helga- dóttir. Þess vegna er ekki annað ráð fyrir kyn- slóðina en að setjast að í öðrum hvorum vinstri flokknum eða hætta þessu pólitíska standi ella. Því upphefst flótti Álþýðubandalagsmanna af þessari kynslóð yfir í Alþýðuflokkinn. Ástæðan er einföld, átökin höfðu verið illvíg milli fylk- inga í Alþýðubandalaginu og menn eru orðnir vígþreyttir mjög - það virtist rólegra þar megin girðingar - í hinum flokknum. Og svo beið Jón Baldvin þar með armana opna. Auk þess var gífurleg heift milli ABR og Birtingar. Það sá 16 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.