Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 69

Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 69
Svona líta þær út fínu verslanirnar á Flmmtu Breiðgötu. Andstæðurnar í þessari borg eru hreint út sagt ótrúlegar. Hér gengur maður fyrir horn og fer úr einum heimi í ann- an, úr allsnægtum í örbirgð. Rétt sisvona eins og hendi sé veifað, gengur maður úr hverfi sem andar frá sér ör- yggi og velsæld hvert sem lit- ið er, allt er nostursamlega snyrt og þrifið svo hvergi er örðu að sjá, inn í hverfi hin- um megin við hornið þar sem maður veður sorpið upp í ökkla og þarf að snið- ganga liggjandi fólk, aflóga bflsæti, dýnur og annað rusl til að komast leiðar sinnar. Ur hverfi þar sem hvert hús er prýtt dýr- indis fínu dyraskyggni, sem hvflir á gljá- fægðum koparsúlum og undir því stend- ur borðalagður dyravörður með kaskeiti, á verði. Inn í hverfi þar sem ekki verður þverfótað fyrir dópsölum og aðfram- komnum dópistum sem bjóða vöru sína og þjónustu á slikk. Dópsalarnir bjóða hraðferð í sæluna með aðstoð allra handa fíkniefna, dópistarnir sjá hins veg- ar um alhliða þjónustu á kynlífsunaði á lakkrísprís og má jafnvel prútta. I fínu hverfunum eru ekki bara ein- kennisklæddir húsverðir á vappi fyrir ut- an, því í anddyrinu má sjá annan ein- kennisklæddan vörð sem sér til þess að enginn fari inn í bygginguna án leyfis. Pessi hús geyma líka aðra þjóna, kokka Að eiga sér engan annan samastað: Þarna undir druslunum sefur fólk. og ræstingafólk að ógleymdum bflstjór- anum og barnapíunni, sem annast börnin ef þau eru annars vegar. Hér er heimilis- fólkið sjálft nær undantekningalaust ákaflega fölt á hörund en starfsfólið hins vegar gullinbrúnt eða enn dekkra. Verkaskipting fer greinilega eftir hör- undslit og jafnframt því hversu langt aft- ur í ættir fólk er bandarískt eða New York-búar. í þessum þjónustustörfum er oftast að finna innflytjendur af fyrstu kynslóð. Annað hvort bandaríska blökkumenn sem fluttu hingað norður í von um betri lífskjör eða fólk sem kemur erlendis frá í sama tilgangi, gjarnan frá Jamaica, Kúbu, Haiti eða öðrum eyjum úr Karíbahafi en þaðan hafa komið milljónir innflytjenda á síðustu áratug- um. Svona skara af þjónustuliði er að finna hjá fólki sem eru auðkýfingar á veraldar- vísu, á borð við Rockefeller og Vand- erbilt- fjölskyldurnar og allt niður til þeirra sem kallast myndu meðalríkir hér HEIMSMYND 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.