Heimsmynd - 01.04.1992, Page 69

Heimsmynd - 01.04.1992, Page 69
Svona líta þær út fínu verslanirnar á Flmmtu Breiðgötu. Andstæðurnar í þessari borg eru hreint út sagt ótrúlegar. Hér gengur maður fyrir horn og fer úr einum heimi í ann- an, úr allsnægtum í örbirgð. Rétt sisvona eins og hendi sé veifað, gengur maður úr hverfi sem andar frá sér ör- yggi og velsæld hvert sem lit- ið er, allt er nostursamlega snyrt og þrifið svo hvergi er örðu að sjá, inn í hverfi hin- um megin við hornið þar sem maður veður sorpið upp í ökkla og þarf að snið- ganga liggjandi fólk, aflóga bflsæti, dýnur og annað rusl til að komast leiðar sinnar. Ur hverfi þar sem hvert hús er prýtt dýr- indis fínu dyraskyggni, sem hvflir á gljá- fægðum koparsúlum og undir því stend- ur borðalagður dyravörður með kaskeiti, á verði. Inn í hverfi þar sem ekki verður þverfótað fyrir dópsölum og aðfram- komnum dópistum sem bjóða vöru sína og þjónustu á slikk. Dópsalarnir bjóða hraðferð í sæluna með aðstoð allra handa fíkniefna, dópistarnir sjá hins veg- ar um alhliða þjónustu á kynlífsunaði á lakkrísprís og má jafnvel prútta. I fínu hverfunum eru ekki bara ein- kennisklæddir húsverðir á vappi fyrir ut- an, því í anddyrinu má sjá annan ein- kennisklæddan vörð sem sér til þess að enginn fari inn í bygginguna án leyfis. Pessi hús geyma líka aðra þjóna, kokka Að eiga sér engan annan samastað: Þarna undir druslunum sefur fólk. og ræstingafólk að ógleymdum bflstjór- anum og barnapíunni, sem annast börnin ef þau eru annars vegar. Hér er heimilis- fólkið sjálft nær undantekningalaust ákaflega fölt á hörund en starfsfólið hins vegar gullinbrúnt eða enn dekkra. Verkaskipting fer greinilega eftir hör- undslit og jafnframt því hversu langt aft- ur í ættir fólk er bandarískt eða New York-búar. í þessum þjónustustörfum er oftast að finna innflytjendur af fyrstu kynslóð. Annað hvort bandaríska blökkumenn sem fluttu hingað norður í von um betri lífskjör eða fólk sem kemur erlendis frá í sama tilgangi, gjarnan frá Jamaica, Kúbu, Haiti eða öðrum eyjum úr Karíbahafi en þaðan hafa komið milljónir innflytjenda á síðustu áratug- um. Svona skara af þjónustuliði er að finna hjá fólki sem eru auðkýfingar á veraldar- vísu, á borð við Rockefeller og Vand- erbilt- fjölskyldurnar og allt niður til þeirra sem kallast myndu meðalríkir hér HEIMSMYND 69

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.