Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 81

Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 81
Skautafélagsballið fór fram í Hótel Reykjavík í Austurstræti 12. Myndin er tekin fyrir framan hótelið við konungskomuna 1907. í kjallaranum var krá og sást inngangurinn í hana til vinstri. Hún gekk undir nafninu Pumpan í daglegu tali. Hótel Reykjavík brann árið 1915. Aárunum 1900 til 1914 kom fyrst dálítill borgarbragur á Reykjavík. Mikill uppgangur var í bænum, vélaöld var að ganga í garð og íslendingar í fyrsta sinn að kynnast undrum iðnbylt- ingar. Landið fékk heimastjórn árið 1904 og peningar teknir að velta í hinum litla höfuðstað íslands. Þessu fylgdi mikil bjartsýni og skyndilega voru stræti og götur Reykjavíkur orðin ysmikil og full af ungu fólki sem tamdi sér borgaralega háttu og reyndi eftir fremsta megni að fylgja útlendri tísku í klæðaburði, fasi og skemmtunum. Rúnturinn frægi varð til og þar gengu ungir menn og ungar konur í smáhópum og virtu fyrir sér úrvalið á trúlofunar- og giftingarmarkaðnum. Slegið var upp dansleikjum og böllum um hverja helgi, en fínustu böllin voru á vegum félaga í bænum svo sem Verslunarmannafélagsins og Iðnaðarmannafé- lagsins. Skautafélag hafði verið stofnað í Reykjavík árið 1892 og frá um 1908 til um 1915 varð það einn helsti vettvangur ungs fólks af yfirstétt og millistétt til að fá skemmtanaþörf- inni fullnægt. Skautafélagið varð ekki síður frægt á þessum árum fyrir fjölmenna reiðtúra á sumrin og blysfarir og dansleikjahald á veturna en sjálfa skautaíþróttina. Þegar íþróttasamband íslands var stofnað árið 1912 var Skautafélag Reykjavíkur langfjölmennasta aðildarfélagið með 350 félaga. Um þær mundir vakti hið árlega Skautafélagsball á Hótel Reykjavík meiri athygli en önnur böll í höfuð- staðnum. Það er tilefni þessarar greinar. Skautafélag Reykjavíkur var stofnað 24. nóvember 1892 og var aðalhvatamaður að stofnun þess og fyrsti formaður Axel Túliníus, nýútskrifaður lögfræðingur frá Kaupmannahöfn. Skautaíþróttin hafði þá um langan aldur verið einhver helsta vetrarskemmtun Reykvíkinga enda gaf Tjörnin hið ákjósanlegasta færi á að stunda þessa íþrótt. Þar renndu sér ungar stúlkur og piltar. Á næstu árum gekkst Skautafélag- ið iðulega fyrir því að afgirt var svæði á Tjörninni fyrir skautafólk, dælt á það vatni og gjarnan lýst upp með olíuluktum. Upp úr 1895 færðist þó deyfð yfir starfsemina og var meðal annars hlýnandi veðurfari kennt um. eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON HEIMSMYND 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.