Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 57

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 57
ÞAÐ SEM ÞÓTTI ÁHUGAVERT í GÆR GETUR RGUN. TÍÐARANDINN ER í STÖDUGRI MÓTUN AÐ SEM GEFUR HVERSDAGSLÍFINU LIT. þegar hún talar, hún brosir og hlær óspart og segir frá líkt og hún sæti yfir kaffibolla með bestu vinkonu sinni. Þá hefur kvikmyndargerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson, heldur betur hrist upp í landanum. Þar er kominn kvikmyndagerðar- maður sem lætur verkin tala, en lætur eigin persónu nægja aft- ursætið í ökuferðinni um lönd frægðarinnar. Samverkamaður hans tónlistarmaðurinn Flilmar Örn Hilmarsson hefur ekki síður komið róti á hugi manna því þrátt fyrir alþjóðlega viður- kenningu hefur hann ítrekað lýst því yfir að sjálfur taki hann sig mátulega alvarlega sem listamann. Án efa á afstaða þess- ara tveggja listamanna sem hafa náð svo langt eftir að setja mark á þá sem á eftir koma. Þá áttu margir erfitt með að kyngja því hversu ólík síðari alheimsfegurðardrottning okkar Islendinga á síðasta áratug var þeirri fyrri. Linda féll ekki að þeirri fjallkomuímynd sem Hóffí hafði skapað, en seldi samt fisk á báða bóga engu síður en hún. Linda var ekki eins stefnuföst og óskeikul en hún átti sinn þátt í að breyta kven- ímyndinni þannig að nú þykir í lagi að línurnar séu mjúkar og kvenlegar. Önnur kona sem hefur haft talsverð áhrif á kven- ímynd líðandi stundar er Vigdís Grímsdóttir rithöfundur. Hún er svo sannarlega andans kona, en ólíkt mörgum öðrum kven- rithöfundum hefur hún ekki talið þörf á að klæða af sér kyn- þokkan til þess að vera tekin alvarlega. Þá hefur Ólafur Jó- hann Ólafsson kippt stoðunum undan þeirri kenningu sem segir rithöfunda og listamenn sjaldnast hafa nokkuð peninga- vit. Það er ekki ólíklegt að einhverjir ungir menn á framabraut taki hann sér til fyrirmyndar og snúi sér að listsköpun í tómsstundum í staðinn fyrir að stunda veggjatennis. Allt hefur þetta fólk og svo ótal margir fleiri haft áhrif á skoðanir al- mennings, um hvað þyki viðeigandi og hvað ekki. Nú orðið þykir til dæmis ekkert athugavert við það þótt einstaklingur kominn yfir fertugt ákveði að venda sínu kvæði í kross og setj- ast á skólabekk til að læra eitthvað alveg nýtt og hyggist að því búnu hasla sér völl á nýjum starfsvettvangi. Fyrir tíu til fimmtán árum þótti slíkt nánast óhugsandi og í augum margra fyrst og fremst eyðsla á almannafé. I dag þykir slíkt ekkert til- tökumál, dæmin hafa sannað að hægt er að eiga blómlegan starfsferil eftir að á miðjan aldur er komið. Hver kynslóð á sínar fyrirmyndir. Sumar eru langt að komnar og nánast alþjóðlegar, sem dæmi má nefna tónlistar- manninn John Lennon sem í hugum margra samtímamanna sinna var nánast eins og rödd samviskunnar en hafði jafnframt geysileg áhrif á tísku í klæðaburði og tónlist síns tíma. Leik- konan Audrey Hepburn hefur verið konum sem nú eru komn- ar yfir miðjan aldur fyrirmynd allt síðan hún sló í gegn í mynd- inni Roman Holliday. Hún var þekkt fyrir látlausan klæða- burð og glæsilega framkomu sem alltaf tryggði henni sviðsljósið hvar sem hún fór. Enn í dag eru hún fyrirmynd þessara sömu kvenna og einnig þeirra sem yngri eru því hún hefur haslað sér völl sem sendiherra Barnahjálpar Sameinuðu- þjóðanna og er nú ekki síður þekkt fyrir störf sín meðal fátæks fólks í þriðjaheiminum. Kevin Costner er dæmi um stjörnu sem ekki hefur látið heimsfrægð stíga sér til höfuðs, hann sést sjaldnast nema í fylgd konu sinnar og stundum fylgja börnin tvö með. Hann er glæsilegur, hefur öðlast frægð og frama en er fyrst og fremst fjölskyldumaður, ágæt fyrirmynd á tímum þegar kreppir að og áhersla á hófsemi og samheldni fjölskyldu aukast. Þessir einstaklingar hafa verið andlit tíðarandans. Þau hafa verið fólki fyrirmyndir og hafa ýmist blásið lífi eða breytt skoðunum og gildum síns tíma.B HEIMSMYND 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.