Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 91

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 91
„Mer virðist að menn kunni ekkert betur að lifa núna en þá. Þeir eiga hægara með að komast á milli staða og hafa mörg þægindi sem ekki voru þá. En lífsbaráttan er ekkert þægilegri núna, bílakösin er alveg jafn ógnvekjandi og það var fyrir mann sem þurfti að sundríða vötnin eða fara yfir heiðar í byl. " -En það virðist vera margt í umhverfi okkar sem aftrar mönnum frá að leita. . . Það er af því við getum svo lítið leitað. Við erum orðin tölu- vert ónæm fyrir þessum áhrifum. Við höfum flest okkar til- finningu fyrir því óþekkta en það er búið að skemma hæfi- leika okkar til leitar. Þar kemur einkum til þjösnaskapur vís- indanna og vísindahyggjan. Fólk er gjarnt á að loka fyrir þær tilfinningar sem það skynjar óljóst og skýrir þær með venju- bundnum hætti. Það bælir tilfinningarnar niður í stað þess að hugsa og leita. Það hefur þó verið reynt. Við fáum vitneskjuna stundum óbeint í hugboði og draumarnir segja okkur ýmis- legt. En þarna eigum við þó möguleika í skáldskapnum. Mér finnst hann vera leitin sjálf og trúin. Auðvitað getur skáld- skapur byggt á skynsamlegri þekkingu líka, en það dugar ekki til eitt sér. Flann verður að eiga opna leið út í hið ókunna. Og þar er hann á bekk með trúnni og hefur alltaf verið. -Telurðu að skáldskapurinn hafi verið meira afl til forna heldur en hann er nú á tímum? Með því að leggja stund á hin fornu skáldskaparfræði kynntust menn um leið goðafræði og hinni fornu náttúrufræði sem tengdist trúnni. Þá öðluðust menn skilning á fyrirbærum náttúrunnar og ýmsum breytingum sem þar verða, hamförum sjávarins og ljósbrigðum loftsins sem stafa frá sól, tungli og stjörnum. Þeir sáu hvernig þetta allt vinnur saman: skynjun mannsins, land og sjór, myrkur og birta og alls konar fyrir- gangur, svo sem eldingar og þrumur og hamagangurinn í haf- inú. Svo er maðurinn að reyna að vera þátttakandi í þessu með sínu basli, hann siglir um sjóinn og er háður veðri og vindum, en reynir samt að standa sig. Svo lendir mönnum saman og af því verður mikil saga og mannvíg, deiluefni um ástir eða þrætur um eignir og réttindi; menn verja heiður sinn. Þetta kemur allt fram í skáldskapnum og því eðlilegt að hann sé ekki mjög hversdagslegur. En auðvitað bregður hversdags- leikanum fyrir líka því án hans verða ekki þessir stóratburðir. Skáldskapurinn var því meira alvörumál, það fólst meiri máttur í honum, eða a.m.k. hugmynd um mátt, jafnvel galdur, ýmist sóknargaldur eða varnargaldur. Maðurinn þreytti sína baráttu við náttúruöflin og vann líka með þeim; þau voru hon- um ekki eingöngu fjandsamleg heldur líka hliðholl. Veðrið á sjónum var ekki aðeins hættulegt, það knúði líka skipið áfram í ferðalögum. Og auðvitað þarf ýmiss konar veðurlag til þess að gróður þrífist og hægt sé að nýta það sem jörðin gefur af sér. -Hvar koma goðin inn í trúna og skáldskapinn? Við höfum svolítið brotakenndar heimildir um þau, mest ritaðar frásagnir kristinna manna. Hluti þeirra eru skemmti- sögur af goðunum, viðureign þeirra við jötna og fleira. Þau ná tökum á ýmsu sem gerir þeim lífið léttara en um leið flóknara. Goðatrúin finnst mér vera nátengd náttúrutrúnni og náttúru- öflunum, og þörf manna fyrir að þekkja þau og njóta góðs af þeim. Til þess að það geti orðið þarf maðurinn að kunna sitt- hvað fyrir sér líka og það verður hann að læra. Mér finnst koma mjög ríkt fram í skáldskapnum þetta sambland goða- fræði og náttúruskynjunar. Menn tengja til dæmis goðlegan mátt ákveðnum stöðum í náttúrunni. Þeir skynja þessa staði misjafnlega sterkt, sumir staðir eru virkari og sumir staðir eru góðir; það eru gjarnan helgir staðir. Sumt af þessu hefur verið mælt og er viðurkennt af raunvísindum. Þarna er um að ræða efni jarðarinnar og hvernig loftið og stjörnurnar virka á þau. Þessi vísindi eru ekki langt komin en það er ekki lengur talað um þetta sem eintóma hjátrú og hindurvitni heldur eru þetta staðreyndir. Það eru líka til staðir sem hafa slæm áhrif á fólk, jafnvel á mannvirki. -Þú segir að lítið sé vitað um goðin, hver er hlutur gyðj- anna? Þetta eru töluvert miklar sögur en menn vita ekki hvað þær byggjast mikið á trú manna til forna. Þær benda kannski meira til hneigðar til að segja skemmtilegar sögur. Gyðjurnar koma þar við sögu, sérstaklega Freyja, og raunar fleiri þó ekki sé mikið sagt frá því. Önnur heimild um goðatrúna og ekki ómerkari en sögurnar eru kenningarnar í skáldskapnum sem byggjast allar á frásögnum. Og þar eru gyðjurnar í miklu hlut- verki. Gullið er kennt við grát Freyju og til er saga af því hvernig á því stendur. Freyja átti mann sem hét Óður. Hann fór frá henni og kom ekki aftur. Þá grét Freyja og tár hennar voru gull. Síðan heitir gullið tár eða sorg Freyju. Þetta notuðu skáldin í kenningum. Söguna má skilja á goðsögulegan hátt sem heimild um ást- ina og sorgina. Sorgin verður ekki aðeins ófrjóir kveinstafir og táraflóð heldur breytist hún í gull sem er tákn hins dýrmætasta sem menn áttu. Sorgin er hluti af lífinu, við sleppum ekki und- an henni og þá er spurningin hvort hún verður mönnum ein- ungis kvöl og þraut eða hvort hún verður þeim að einhverju dýrmætu, til dæmis skáldskap. Gullið er líka hár Sifjar og ann- að slíkt. Gyðjurnar eru því mjög virkar í þeirri trúarheimild sem kenningarnar eru. -Stundum finnst mér hlutur kvenna svo lítill í fornsögunum að það læðist að manni sá grunur að ásatrú sé fyrst og fremst karlmannatrú? I fornsögunum þar sem verið er að lýsa mannlífi ber meira á karlmanninum. Hann er kannski ekki í stærra hlutverki en konan en það er sögð meiri saga af honum. Hann fer til or- ustu, stjórnar skipunum yfir hafið og vinnur þau verk sem ber meira á. Konan er frekar eins og ráðgjafi og eggjar manninn til dáða, eða ódáða stundum. Hún er meira í hléi. í goðafræð- inni segir mikið frá Freyju, það er sú gyðja sem mest ber á. Þar er líka minnst á lækningagyðju og fleiri gyðjur en þó eru ekki miklar frásagnir af því. Allt kemur þetta þó fram í skáld- skapnum, kenningunum. En sagan er mest um karlguðina þó að Freyja sé þar undantekning. -Hvernig tengdust konur skáldskapnum og hinu guðlega áð- ur fyrr? Það hefur líklega verið í ástinni, sem er sami tengiliður og tíðkast enn í dag og kemur sterkast fram í skáldskapnum. Síð- an gegndu konur miklu hlutverki í galdri, sérstaklega við að fremja seið. Konurnar hafa einkum kunnað þau fræði sem nú eru mikið til týnd en voru sungin við galdur. Stundum framdi ein kona seiðinn, stundum hópur kvenna. Þá stjórnaði ein kona þeim hópi. Seiðurinn var fyrst og fremst framinn til að hafa áhrif á goðin og náttúruna, biðja um betri veðráttu og framhald á bls. 95 HEIMSMYND 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.